Sunnudagur 02.06.2013 - 14:21 - Lokað fyrir ummæli

Kröfuhafar, ESB og loforðin

Það sem hefur gleymst í þessum umræðum um samninga við kröfuhafa er að þeir hafa meiri þolinmæði en ríkisstjórnin.

Það hefur verið gengið út frá þeirri forsendu að kröfuhafar vilji ólmir afsala sér krónueignum af því að það sé ekki til gjaldeyrir í landinu.

Margir hafa fyrir löngu gert sér grein fyrir þvi að “gjaldeyrisframleiðsla” Íslands er miklum takmörkunum háð og engin von að hægt sé að greiða allar krónueignir erlendar aðilia sem urðu til við hrunið út í gjaldeyri.  Það er rétt til gjaldeyrir til að fæða og klæða þjóðina og borga opinberar skuldir, lítið meir.

Það sem “hrægammarnir” veðjuðu á var að Ísland myndi fara inn Í ESB og inn í ERM 2 og þá myndu gjaldeyrishöftunum verða lyft og erlendir fjármálamarkaðir opnast, sem gæfi áhugasömum kaupendum tækifæri á að kaupa krónueignirnar með erlendri fjármögnun.  Ef erlend fjármögnun yrði ekki í boði eða óhagstæð, yrðu kröfuhafar “læstir” inni í ERM 2 krónum sem á endanum yrði breytt í evrur.  Þetta gæti tekið 10-15 ár.

Þessi forsenda hefur ekki enn gengið upp, en ef horft er til Argentínu er ljóst að kröfuhafar eru tilbúnir til að bíða í mörg kjörtímabil eftir lausn.  Og þar liggur vandinn við að lofa leiðréttingu “strax”.

Hvers vegna ættu kröfuhafar að slá af kröfum sínum á meðan ESB aðildarsamningur hefur ekki verið felldur í þjóðaratkvæðisgreiðslu?  Stuðningur við ESB aðild er í lágmarki núna en það gæti breyst í lok kjörtímabilsins.  Kröfuhafar vita að gjaldeyrisvandamál þjóðarinnar eru í raun óleysanleg með krónuna sem framtíðargjaldmiðil.  Smátt og smátt mun þetta renna upp fyrir kjósendum og þá er hugsanlegt að ESB aðild glæðist.

Svo mætti að lokum spyrja hvort samningar við kröfuhafa yrðu ekki einfaldari og gjöfulli fyrir þjóðarbúið og heimili landsins innan ESB en utan?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur