Færslur fyrir október, 2016

Fimmtudagur 27.10 2016 - 10:51

Ríkið leiðir í hálaunastörfum

Ísland er komið í þann vafasama hóp ríkja þar sem meðallaun ríkisstarfsmanna eru hærri en á almennum markaði. Í nýlegum tölum frá Hagstofunni eru 23% ríkisstarfsmanna með heildarlaun yfir 800,000 kr á mánuði en aðeins 19% launamanna á almennum markaði ná þessu marki. Þá er ótrúlegur fjöldi ríkisstarfsmann sem eru með laun yfir 1.300,000 kr […]

Mánudagur 24.10 2016 - 09:28

Einsleitur hópur frambjóðenda

Þegar litið er yfir aldur, reynslu og menntun þeirra sem eru í kjöri til alþingiskosninga er sláandi hversu einsleitur hópur þetta er. Algengustu starfsheitin eru kennari, lögfræðingur, stjórnmálamaður og nemi. Tengingar við stóra hópa í þjóðfélaginu eru veikar eða vantar. Fólk á besta aldri er vart að finna í efstu sætum sumra flokka og hjá […]

Föstudagur 21.10 2016 - 11:43

Íslendingar plataðir

Enn er mál FIH bankans komið í umræðuna. Hvers vegna tapaði Seðlabankinn um 25 ma kr? Svarið er einfalt. Íslendingar voru plataðir, enn eina ferðina. Listinn yfir fallnar fjárfestingar Íslendinga erlendis á þessari öld er langur. Yfirleitt er ástæðan sú sama. Erlendir aðilar sem eru að selja hafa yfirburðaþekkingu, reynslu og upplýsingar, en Íslendingar eru […]

Fimmtudagur 20.10 2016 - 13:29

Er myntráð lausnin?

Vaxtaokur og verðtrygging er afleiðing af lélegri efnahagsstjórnun og rangri peningamálastefnu. Það er gríðarlegt hagsmunamál heimilanna að finna stjórnmálamenn sem geta tekið heilstætt á þessum málum og innleitt varanlegar lausnir. Stjórn efnahagsmála hefur batnað frá hruni en peningamálastefnan hefur setið á hakanum. Það er engin lausn að láta Seðlabankann marka langtíma stefnu í peningamálum. Seðlabankinn […]

Miðvikudagur 19.10 2016 - 10:30

Um gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu

Gjaldfrjáls heilbrigðisþjónusta er göfugt markmið sem er erfitt og dýrt að uppfylla. Þeir sem hafa kynnst slíku kerfi, t.d. í Bretlandi, vita að það hefur sína kosti og galla. Í slíku kerfi er kostnaði oftast stjórnað með ítarlegum klínískum leiðbeiningum sem eiga að takmarka notkun á dýrum aðgerðum og lyfjum. Þá er gríðarlegt álag og […]

Sunnudagur 16.10 2016 - 14:18

Björt Framtíð með Viðreisn?

“…að færa þjóðinni fullveldi sitt og sjálfræði að nýju” er frasi sem þjóðernispopúlistar eru þekktir fyrir. En þessi orð eru nú notuð af Pírötum á Íslandi í kosningabaráttu til Alþingis. Það eru ákveðin vonbrigði að svona orðræða heyrist á þeim bæ, en svo bregðast víst krosstré sem önnur. Píratar hafa stimplað sig inn sem vinstri […]

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur