Færslur fyrir desember, 2015

Þriðjudagur 29.12 2015 - 09:43

Ríghaldið í gamla tímann

Í hinum vestræna heimi ríkir oftast góð samvinna á milli ríkisframtaks og einkarekstrar. Þessi samvinna er öllum til góða. Á þessu eru nokkrar undantekningar og þar er Ísland líklega fremst í flokki. Það er leitandi að OECD landi þar sem ríkisafskipti og ríkisrekstur eru jafn viðamikil og á Íslandi. Og skilin á milli ríkis og […]

Laugardagur 12.12 2015 - 10:52

Um verðmat

Það er oft sagt að eign sé aldrei verðmeiri en það sem einhver er tilbúinn að borga fyrir hana. Það eru undantekningar á þessu, eins og öllu. Á Íslandi er helsta undantekningin að menn er oft tilbúnir að yfirborga hvern annan til að komast yfir eitthvað sem er í tísku þann daginn. Þannig semur klókur […]

Föstudagur 11.12 2015 - 08:17

„Leyfið börnunum að koma til mín“

Jólabarnið sagði: “Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi, því slíkra er Guðs ríki.” Senn halda Íslendingar jól og minnast byltingarmannsins, Jesús, sem ekki skorti kjark til að standa upp í hárinu á þeirra tíma valdastétt. Við minnumst kenninga hans um mannúð og manngæsku. Það er því ósköp skiljanlegt að þegar ríkissjórn landsins, […]

Mánudagur 07.12 2015 - 10:21

Pólitískur bankastjóri

Yfirboðarar ríkisbankastjórans mega vera ánægðir með sinn mann. Ísland er í blússandi góðæri þökk sé ríkisstjórninni, segir bankastjóri Landsbankans í nýlegu viðtali. Þá rómar hann Seðlabankann, sem sé að gera frábæra hluti. Allt er þetta í klassískum íslenskum stíl. Ríkisforstjórar klappa hver öðrum á bakið og skjalla sína ráðherra og yfirmenn. Og svo er þetta […]

Sunnudagur 06.12 2015 - 11:05

Guðs útvöldu þjóðir

Ísland og Ísrael eru Guðs útvöldu þjóðir. Alla vega þegar kemur að verðtryggðum lánum, en þessar tvær þjóðir búa víst einar að lánaformi sem sumir kenna við Guð almáttugan. Guð hefur hins vegar verið mun mildari við Ísrael en Ísland þegar kemur að vaxtabyrði. Verðtryggð lán í Ísrael byggja á skuldabréfum sem bera 0.75% verðtryggða […]

Miðvikudagur 02.12 2015 - 09:34

Krugman og Þorvaldur

Það vill oft gleymast þegar frægir hagfræðingar róma krónuna að spyrja þá hvort þeir vilji nú ekki fá kaupið sitt í krónum, skipta húsnæðisláninu yfir í verðtryggt lán á yfir 3% raunvöxtum og eiga lífeyrissjóð sem er með 70% af eignum í krónum? Sjálfstæð mynt er ekki öll í sama flokki. Það er t.d. himinn […]

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur