Færslur fyrir apríl, 2010

Föstudagur 30.04 2010 - 18:41

Stjórnmálavæðing alþjóðabankakerfisins

Hinn gríski fjármálaharmleikur á eftir að draga dilk á eftir sér.  Mikið er nú rætt erlendis um hvernig bankastarfsemi og lánveitingar munu breytast á næstu árum.  Eitt sem margir búast við að gerist er svokölluð stjórnmálavæðing lánafyrirgreiðslu og þá sérstaklega á lán yfir landamæri. Í framtíðinni er líklegt að bankar starfi mest á sínum heimamarkaði […]

Föstudagur 30.04 2010 - 15:31

„Slimy Bastards“

Listinn í Time um verstu skúrka 2010 er um margt athyglisverður, ekki síst fyrir að þar trjóna 3 Íslendingar sem fulltrúar allra Norðurlandanna (og líklega Evrópu).  Hér á Ísland heimsmet sem seint verður slegið. En lítum aðeins nánar á þennan lista og þá sérstaklega á þá sem koma úr viðskiptaheiminum.  Þeir eru: 1. Tom Anderson, […]

Föstudagur 30.04 2010 - 02:24

Jón Ásgeir og lánið

Þegar kemur að því að redda lánum er Jón Ásgeir í sérflokki.  Þeir sem eru að missa jarðir sínar, hús og fyrirtæki standa ekki til boða 10 ára kúlulán.  Jón Ásgeir fer aldrei í vanskil með þetta lán þar sem engar afborganir er af því fyrr en eftir 10 ár þegar því verður líklega rúllað […]

Fimmtudagur 29.04 2010 - 13:40

Grikkir gera okkur Icesave grikk

Frestur er á illu bestur hefur verið íslenska strategían í Icesave málinu en Grikkir gætu komið henni í uppnám.  Vaxtakrafan á 2 ára grísk ríkisskuldabréf er nú yfir 20%.  Skuldavandi Grikkja gæti komið annarri kreppu af stað í Evrópu með ófyrirséðum afleiðingum, sérstaklega ef Grikkir neyðast til að fara í skuldaaðlögun eins og margir fjárfestar […]

Fimmtudagur 29.04 2010 - 10:57

OR gagnrýnir boðberann Moody’s

Þegar stjórnarformenn byrja að gagnrýna lánshæfishorfur opinberlega eru vandamálin sjaldan langt undan.  Sú staðreynd að Landsvirkjun fær betri einkunn en OR er einfaldlega sú að Landsvirkjun er betur rekið fyrirtæki.  Þetta ætti stjórnarformaðurinn að íhuga! Vandamál OR er frekar einfalt, tekjur duga ekki fyrir skuldum.  Lausnin er hækkaðar tekjur en það þýðir taxtahækkun á notendur.  […]

Sunnudagur 25.04 2010 - 08:47

Íslenskt atvinnulíf í öngstræti

Íslenskt atvinnulíf virðist hafa strandað illilega þegar útrásarvíkingarnir settu allt á hausinn.  Þeir voru jú við stjórn og allir aðrir aðilar í samfélaginu dönsuðu dátt í kringum þann gullkálf. Þannig leiddu útrásarvíkingarnir lífeyrissjóðina, stjórnmálamenn og bankana sofandi að feigðarósi.  Þetta var svo einfalt, ekkert þurfti að hugsa bara að taka við fyrirskipunum frá hrunliðinu.  Og […]

Laugardagur 24.04 2010 - 14:52

Vel mælir Njörður

Karfan er nýtt lýðveldi með nýrri stjórnarskrá.  Ekkert minna dugar.  Nú er kominn tími til að stofna samtök lýðveldissinna sem berjast fyrir nýju og betra lýðveldi.

Fimmtudagur 22.04 2010 - 07:16

Grynnka þarf á skuldum með sölu til almennings

Síðasta færsla mín um Verne Holding hefur vakið athygli en ég vildi setja hana í heilstætt samhengi til að forða misskilningi.  Í nýrri skýrslu AGS kemur fram að eitt helsta áhygguefni hér á landi eru skuldir einkageirans og þar erum við að tala um skuldir fyrirtækja að stærstum hluta. Til að grynnka á þessum skuldum […]

Miðvikudagur 21.04 2010 - 16:55

Hlutur Björgólfs í Verne til almennings

Iðnaðarnefnd Alþingis ræðir nú á föstudag hina vandræðalegu stöðu sem komin er upp í Verne Holding.  Hér er um mikilvægt verkefni að ræða þar sem erlendir fagfjárfestar koma að.  Það er vægast sagt óheppilegt að íslenskir stjórnarmenn sem sitja í Verne skuli sitja fyrir hönd Björgólfs Thors. Eftir að Skýrslan kom út getum við ekki […]

Miðvikudagur 21.04 2010 - 08:44

Varnir Davíðs

Amx vefurinn gerir mikið úr varnarbréfi Davíðs sem hann ritaði rannsóknarnefndinni.  Nú eiga allir rétt á vörnum og sjálfsagt að lesa bréf Davíðs. Varnir Davíðs byggja fyrst og fremst á vanhæfni nefndarmanna og þröngum starfsvettvangi Seðlabankans sem takmarkaði möguleika á björgunaraðgerðum.  Ábyrgðin lá hjá FME og ráðherrum, samkvæmt bréfi Davíðs, og vissulega er margt til […]

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur