Föstudagur 30.04.2010 - 02:24 - 3 ummæli

Jón Ásgeir og lánið

Þegar kemur að því að redda lánum er Jón Ásgeir í sérflokki.  Þeir sem eru að missa jarðir sínar, hús og fyrirtæki standa ekki til boða 10 ára kúlulán.  Jón Ásgeir fer aldrei í vanskil með þetta lán þar sem engar afborganir er af því fyrr en eftir 10 ár þegar því verður líklega rúllað upp í annað 10 ára kúlulán.

Spurningin sem hins vegar er ósvarað er hver lánar skuldakóngi Íslands 440 milljónir á yfirveðsettar fasteignir?  Jón Ásgeir hefur ekki sýnt og sannað með sínum fyrirtækjarekstri að hann sé fínn pappír sem hægt sé að treysta fyrir peningum.   Hér hlýtur eitthvað annað að liggja að baki.  En hvað?

Gaman væri að vita hvaðan þessar 440 milljónir koma upprunalega?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Ummæli (3)

  • Þetta er vörn, vörn gegn ásælni skattsins. Þetta er elsta trikkið í bókinn og var í den, notað til að verjast bönkum en ekki skattinum eins og nú. Menn notuð handhafabréf ef þeir treysu engum, annars pabba og mömmu, afa og ömmu o.s.frv. í þa daga.

  • Ætli hann sé ekki að lána sér þetta sjálfur bara? Í gegnum einhverjar skúffur og kennitölur?

  • Iceviking

    Ekki fínn pappír…

    Góður punktur Andri.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og fjórum? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur