Færslur fyrir júlí, 2013

Þriðjudagur 30.07 2013 - 15:42

Kanadísk fjárfesting

Kanada er ólíkt betri fyrirmynd fyrir Ísland en Argentína.  Það var því ánægjulegt að lesa að sterkt kanadískt fyrirtæki skuli vera að fjárfesta beint í fyrsta flokks íslensku fyrirtæki. Þó fjárfestingin hafi ekki verið stór, aðeins $5m, er mjór mikils vísir.  Það eru einmitt svona beinar erlendar fjárfestingar sem Íslendingar þurfa.  Með þeim kemur erlend […]

Þriðjudagur 30.07 2013 - 06:07

Íslenskur kirchnerismi?

Það gustar af Eygló Harðardóttur í nýjum pistli hennar um skuldaleiðréttingu Framsóknar. Hér virðast Íslendingar hafa eignast sína eigin Cristina Kirchner. Eygló segir: Stjórnvöld telja rétt að þeir sem orsökuðu hækkun verðtryggðra skulda greiði fyrir leiðréttinguna. Þetta er athyglisverð nálgun sem virðist snúa lögmálum hins kapítalíska fjármálakefis á höfuðið um hlutverkaskiptingu á milli hluthafa og […]

Sunnudagur 28.07 2013 - 13:43

Fá bestu rök að ráða?

Sjálfstætt mat S&P að það séu þriðjungslíkur að Ísland lendi í ruslaflokki á næstu 2 árum mun gera erlenda fjármögnun erfiðari og dýrari fyrir alla á Íslandi. Flestir erlendir viðskiptabankar lána aðeins aðilum sem eru með lánshæfiseinkunn í fjárfestingaflokki og fáir bankamenn munu vilja taka þá áhættu að lána landi sem hefur færst yst á […]

Laugardagur 27.07 2013 - 11:08

Sjálfstætt mat S&P = hótun?

Nær öll lönd sem lenda í lækkuðu lánshæfismati hjá S&P eða Moody´s mótmæla slíkri ákvörðun. Þegar S&P lækkaði lánshæfismat Bandaríkjanna mótmæltu stjórnvöld þar, en án árangurs. Matsfyrirtækin gerðu stór mistök fyrir hrun sem þau ætla greinilega ekki að endurtaka.  Þau virðast hafa lært af reynslunni.  Í dag leggja þau áherslu á að veita fjárfestum tímanlegar […]

Föstudagur 26.07 2013 - 11:46

S&P skýtur föstum skotum

Enn ein skammstöfunarstofnunin sendir frá sér neikvætt álit um skuldaleiðréttingu Framsóknar.  Svo virðist sem enginn nema framsóknarmenn skilji þessa skuldaleiðréttingarleið.  Er ekki kominn tími til að framsóknarmenn leysi frá skjóðunni og útskýri hvernig þetta á allt að reddast? Matsákvörðun S&P er áfall fyrir ríkisstjórnina, horfur fara úr stöðugum í neikvæðar og hætta er á að […]

Fimmtudagur 25.07 2013 - 16:49

„Soffía frænka“ óskast!

Aðeins fáeinum dögum eftir að starfsmenn ríkisbankans fá hlutabréf í bankanum er byrjað að agitera fyrir einkavæðingu bankans. Nú þegar starfsmenn ríkisbankans eru orðnir hluthafar verða þeir að gæta sín þegar þeir fjalla um hluthafamál opinberlega.  Eru þeir að tala sem starfsmenn eða hluthafar?  Þetta þarf að koma skýrt fram. Þá verða starfsmenn að gæta […]

Mánudagur 22.07 2013 - 08:14

Kröfuhafar – 1 : Ríkisstjórn – 0

Það er ekki traustvekjandi þegar formaður fjárlaganefndar kallar hlutabréfaútgáfu til starfsmanna ríkisbankans “siðlausa”. Eitthvað virðast samskiptaleiðir á milli yfirstjórnar bankans og endanlegra eigenda vera stirðar – svona “blautum tuskum” á ekki að kasta opinberlega. Þá munu margir fjárfestar hugsa sig tvisvar um áður en þeir ákveða að kaupa hlut í svona stofnun.  Það er áhættusamt […]

Laugardagur 20.07 2013 - 07:10

Kjararáð

Kjararáð er klassísk séríslensk lausn sem á endanum verður að vandamáli. Tilraunir stjórnmálamanna til að handstýra launum og kjaraþróun eru dæmdar til að renna út í sandinn. Síðasta ríkisstjórn setti upp reglur um hvernig ætti að takmarka launagreiðslur án þess að hugsa málið til enda.  Hvernig og við hvaða aðstæður væri hægt að lyfta ákvæðum […]

Föstudagur 19.07 2013 - 08:01

Græða á hótelum

Allir ætla að græða á hótelbyggingum og sjálfsagt munu margir gera það, en það græða ekki allir þegar gert er út á lágt gengi og lág laun. Þeir sem eru bjartsýnastir í hótelbransanum hljóta að vinna eftir þeirri forsendur að lág laun og lágt gengi haldist hér sem lengst – á því byggir þessi gróðaformúla. […]

Fimmtudagur 18.07 2013 - 14:13

Svigrúmið lítið

Svigrúm ríkisins til launahækkana virðist ansi takmarkað.  Samkvæmt nýjum ríkisreikningi  fyrir árið 2012 var hallarekstur ríkisins 10 ma kr meiri en áætlað var, eða um 36 ma kr. Heildarlaunakostnaður ríkisins er um 140 ma kr. á ári eða tæplega 25% af gjöldum ríkissjóðs.  Hver 10% hækkun á launum kostar því 14 ma kr. Það er […]

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur