Fimmtudagur 25.07.2013 - 16:49 - Lokað fyrir ummæli

„Soffía frænka“ óskast!

Aðeins fáeinum dögum eftir að starfsmenn ríkisbankans fá hlutabréf í bankanum er byrjað að agitera fyrir einkavæðingu bankans.

Nú þegar starfsmenn ríkisbankans eru orðnir hluthafar verða þeir að gæta sín þegar þeir fjalla um hluthafamál opinberlega.  Eru þeir að tala sem starfsmenn eða hluthafar?  Þetta þarf að koma skýrt fram.

Þá verða starfsmenn að gæta sín þegar þeir eru að setja “verðmiða” á eigin bréf!  Í umfjöllun bankans er verið að gefa væntingar um að markaðsvirði bankans sé um 70% af bókfærðu virði enda væri bankinn ekki að taka það sem dæmi nema fótur væri fyrir því, gerir maður ráð fyrir.  Vandamálið er að í apríl birti bankinn heilsíðuauglýsingu í blöðunum þar sem gefið var í skyn að skattgreiðendur sætu á hagnaði sem næmi bókfærðu virði bankans.

Hefur verðmiði ríkisbankans fallið um 30% á 3 mánuðum?

Það sem sárlega vantar í umfjöllun bankans um sjálfan sig er hvaða skilyrði þurfa að vera uppfyllt til að tryggja að markaðsvirði bankans sé hámarkað.  Ég er ansi hræddur um að mikil tiltekt sé nauðsynlega bæði á rekstrareikningi og efnahagsreikningi bankans áður en bankinn getur talist söluhæfur.

Það sem bankinn þarf umfram allt, er að ráða til sín öfluga “Soffíu frænku” í tiltektina.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur