Færslur fyrir febrúar, 2014

Föstudagur 28.02 2014 - 09:14

Hóphugsun ríkisstjórnar

Nýjasta skoðanakönnun Fréttablaðsins þar sem rúmlega 80% vilja þjóðaratkvæðisgreiðslu sýnir að ný gjá hefur myndast á milli þjóðar og þings. Hvernig gat þetta gerst?  Þetta eru jú sömu mennirnir sem voru svo í takt við þjóðarviljann í Icesave málinu?  Hluti af svarinu má finna í rannsóknarskýrslu Alþingis.  Þar er talað um hættuna af einsleitum hópum […]

Fimmtudagur 27.02 2014 - 16:46

Úr ESB ösku í EES eldinn

Það er stundum sagt “be careful what you wish for”.   Þetta mættu bæði ESB aðildarsinnar og andstæðingar íhuga. Taktískt séð er tillaga VG um að setja málið tímabundið á ís skynsamlegasta lausnin eins og í pottinn er búið.  Það ríkir enn ákveðin óvissa um hvernig Ísland og Evrópa muni þróast í náinni framtíð og þá […]

Miðvikudagur 26.02 2014 - 07:19

Pútin og ÓRG gegn ESB

Ríkisstjórninni berast nú stuðningskveðjur frá fyrirheitna landinu þar sem Forseti vor hamast á ESB. Það er ekki amalegt fyrir Pútin að fá heimsmann eins og ÓRG í lið með sér. Stefna og bandalag meginþorra lýðræðisríkja Evrópu hentar ekki vestast og austast í álfunni, um það eru Pútin og ÓRG sammála. Maður er nú farinn að […]

Þriðjudagur 25.02 2014 - 08:48

ESB: Allt í plati

Íslensk umræða um Evrópusambandið virðist í litlu samhengi við evrópskan raunveruleika og byggir frekar á íslenskri óskhyggju. Þingsályktunartillagan um afturköllun á aðildarumsókn sýnir vel það haf sem er á milli Íslands og ESB.  Íslendingar eru að reyna að fara aftur í tímann og halda að þeir geti sagt við ESB, “þessi umsókn var allt í […]

Mánudagur 24.02 2014 - 14:44

Engin tár í Osló

Norðmenn munu ekki fella nein tár við ákvörðun Íslendinga um að afturkalla ESB umsóknina og enn síður munu tár verða felld í Madrid. Spánverjum gefst nú gullið tækifæri á að ná vopnum sínum á Norður-Atlantshafi eftir erfiða efnahagsörðuleika. Það verða þeir ásamt Frökkum og Portúgölum sem munu ráða því hvenær og á hvaða forsendum Ísland […]

Laugardagur 22.02 2014 - 13:41

Dýrt ESB brölt

ESB umsóknarbrölt Íslendinga er með eindæmum.  Ísland fær á sig þann stimpil að geta ekki klárað það sem það byrjar á vegna óeiningar og stefnuleysis. Þá mun þetta misheppnaða brölt auka á óvissu um getu Íslendinga til að marka sér sjálfbæra og trúverðuga efnahagsstefnu.   Um leið og ESB aðild lokast beinist kastljósið að EES. Þjóð […]

Laugardagur 22.02 2014 - 07:16

EES of ódýr!

Líklegt er að þegar Ísland formlega lokar á ESB viðræður munu menn í Brussel draga þá ályktun að EES samningurinn sé of ódýr. Þetta er fullkomlega rökrétt í ljósi orða utanríkisráðherra Íslands sem sagði að ESB gæti ekki tekið á móti velmegandi ríki eins og Íslandi. ESB hefur þegar gefið út yfirlýsingu um að öll […]

Fimmtudagur 20.02 2014 - 10:20

Actavis er írskt

Actavis blómstrar á Írlandi.  Þar eru vaxtaskilyrði hagstæð.  Hlutabréfin á alvöru markaði hafa hækkað um tæp 150% á einu ári og starfsmenn eru nálægt 18,000. Uppgangur hjá Actavis eftir að það yfirgaf Ísland hefur verið ótrúlegur. Actavis var íslensk hugmynd en fer ekki á flug fyrr en það kemst í erlenda haga?  Hvað veldur og […]

Miðvikudagur 19.02 2014 - 08:50

Dýr verður Már allur!

Bloomberg sjónvarpsstöðin flytur okkur þær fréttir í morgun að Ísland sé að íhuga risaskuldbréfaútgáfu til að borga björgunarlánin frá nágrannalöndunum og AGS tilbaka. Tímasetningin er varla tilviljun.  Auðvita er skynsamlegt að prófa markaðinn núna áður en erlendir vextir fara að hækka.  En þessi tilkynning mun einnig hjálpa núverandi seðlabankastjóra. Það væri óðs manns æði að […]

Sunnudagur 16.02 2014 - 19:39

Vald í skjóli hafta

Eitt af því sem forsætisráðherrar nágrannalandanna passa upp á þegar þeir koma í sjónvarpsviðtal er að sýna ítrustu varkárni þegar málefni seðlabanka þeirra ber á góma. Þeir vita að markaðurinn hlustar á hvert einasta orð sem ráðherrann segir.  Ef markaðsaðilum líkar ekki orð eða hegðun ráðherra má sjá það næsta morgun á gjaldeyrismörkuðum. Þessar áhyggjur […]

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur