Sunnudagur 16.02.2014 - 19:39 - Lokað fyrir ummæli

Vald í skjóli hafta

Eitt af því sem forsætisráðherrar nágrannalandanna passa upp á þegar þeir koma í sjónvarpsviðtal er að sýna ítrustu varkárni þegar málefni seðlabanka þeirra ber á góma.

Þeir vita að markaðurinn hlustar á hvert einasta orð sem ráðherrann segir.  Ef markaðsaðilum líkar ekki orð eða hegðun ráðherra má sjá það næsta morgun á gjaldeyrismörkuðum.

Þessar áhyggjur þurfa menn ekki að hafa þegar gjaldeyrishöft ríkja, þá geta menn leyft sér að nota sinn eigin seðlabanka sem pólitískan fótbolta.

Öryggisventill markaðarins er aftengdur með höftum.  Þetta eykur völd stjórnmálastéttarinnar og hún getur tekið ákvarðanir þvert á stefnu seðlabankans án þess að hafa áhyggur af markaðinum.

Völd íslenskra ráðherra eru líklega þau mestu í Evrópu og þó víða væri leitað.  Til lengri tíma er þetta ofurvald án öryggisventils ein hættulegasta afleiðing haftanna.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur