Færslur fyrir júní, 2013

Sunnudagur 30.06 2013 - 10:48

Hagvöxtur í biðstöðu

Þegar rýnt er í þjóðhagsspá Hagstofunnar er sláandi hversu illa hefur gengið að koma atvinnufjárfestingu af stað, sérstaklega á þetta við um stóriðjuframkvæmdir.   Ef spáin frá apríl 2011 er borin saman við nýjustu spá frá júní 2013 sést að báðar hagvaxtaspárnar eru að mestu dregnar áfram af sömu verkefnunum, það eru helst dagsetningar sem breytast. […]

Föstudagur 28.06 2013 - 21:00

Í landi eyðslu og skulda

Umræðu um ríkisfjámál hefur hrakað síðan AGS yfirgaf landið.  AGS kom með aga og aðferðafræði sem var framandi í landi eyðslu og skulda.  Ríkissjóður átti sem fyrst að afla meir en hann eyddi samkvæmt plani AGS.  Auðvita gekk þetta ekki eftir.  Síðasta ríkissjórn sprakk fljótlega á limminu og fór að tala um að vernda velferðarkerfið […]

Fimmtudagur 20.06 2013 - 11:43

Engu má breyta

Að sumu leyti eru Íslendingar íhaldssamari en Bretar sem eru þó frægir fyrir viðhorfið “change is good, but no change is better”. Þetta á sérstaklega við um ákveðna tegund hefða á Íslandi – en alls ekki má leggja af hefðir sem gætu skert “þægilegheit” manna.   Tek þrjú dæmi sem mér hefur alltaf fundist furðuleg og […]

Þriðjudagur 18.06 2013 - 06:58

ÍLS verður NÍLS hf?

Nú er kominn tími til að höggva á erfiðan hnút sem er framtíð Íbúðalánasjóðs, ÍLS.  Ekki er hægt að láta ósjálfbæran ÍLS endalaust hanga á spena skattgreiðenda og setja langþráð markmið um hallalausan rekstur ríkisins í uppnám. Skuldabréfaeigendur verða að taka keflið frá ríkinu en þeir eru að miklu leyti lífeyrissjóðirnir.  Það verður að ná […]

Sunnudagur 16.06 2013 - 08:31

Skuldaleiðrétting á fleygiferð!

Skuldaleiðréttingaferlið er þegar komið á fleygiferð.  Á meðan allir hafa augun á endapunkti þess ferlis eru ráðherrar og Forsetinn komnir á fullt að undirbúa vinnuna. Hér eru fystu skref ríkisstjórnarinnar: Tilkynna að krónan sé framtíðargjaldmiðill landsins Stoppa ESB viðræður Undirbúa skuldabréfaeigendur ÍLS fyrir skilmálabreytingar Þessi skref voru tekin strax, en þau eru nauðsynleg undirbúningsvinna til […]

Föstudagur 14.06 2013 - 10:46

Bankar í fangi ríkisins

Íslenska bankakerfið lenti svo sannarlega á íslenska ríkinu.  Þetta sýnir ný skýrsla Bankasýslunnar.  Hlutur íslenska ríkisins í eigin fé viðskiptabankanna er 14.3% af VLF en ekki nema 4.7% í Bretlandi og 2.3% í Hollandi.  Björgun banka í Bretlandi kostaði skattgreiðendur minna en fall bankanna á Íslandi sem hlutfall af VLF.  Þetta mun koma mörgum spánskt […]

Fimmtudagur 13.06 2013 - 11:29

Tölurnar tala sem fyrr

Þegar vinstri stjórnin tók við árið 2009 var hallarekstur ríkisins yfir 182 ma kr. eða um 12.4% af VLF.  Á þeim tíma setti ríkisstjórnin sér það markmið að árið 2012 yrði heildarjöfnuður ríkisins orðinn jákvæður upp á 29 ma kr eða um 2.2% af VLF.  Þetta átti að vera viðsnúningur upp á 211 ma kr.  […]

Miðvikudagur 12.06 2013 - 22:17

Erlend fjárfesting

Lítið fer fyrir erlendri fjárfestingu á Íslandi.  Jafnvel í hinum blómstrandi ferðamannabransa eru útlendingar hikandi.  Nýlega pakkaði hópur þýskra fjárfesta saman og hætti við að byggja hótel við Hörpu.  Hvers vegna? Varla er það vegna vandamála með framboð eða eftirspurn.  Ferðamannafjöldinn er með hæsta móti og útlitið gott og það vantar hótelherbergi, sérstaklega miðsvæðis í […]

Þriðjudagur 11.06 2013 - 15:36

Eignir annarra ekki afskrifaðar

Mikill misskilningur virðist ríkja um hugtakið “afskriftir”.  Talað er um að afskrifa eignir kröfuhafa og láta þær renna til skuldaniðurfellinga.  Þetta er rangt. Það er ekki hægt að afskrifa eignir annarra.  Skuldir eru afskrifaðar annað hvort með samkomulagi, gjaldþroti eða þegar allar innheimtuaðgerðir hafa verið reyndar. Við hrun gömlu bankanna misstu hluthafar allt en þeir […]

Mánudagur 10.06 2013 - 12:21

Fullveldið verðlagt

Þjóðir legga mismunandi mat á eigið fullveldi. Skotar leggja mesta áherslu á hin efnahagslegu rök fullveldis, en breska vikuritið The Economist, segir að það sé viðeigandi í fæðingarlandi Adam Smith. Skoðanakannanir í Skotlandi hafa sýnt að aðeins 21% Skota eru hlynntir sjálfstæði ef það kostar þá meira en 500 pund (95,000 kr) í aukakostnað á […]

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur