Færslur fyrir september, 2013

Mánudagur 30.09 2013 - 21:47

Borgarspítalann aftur til borgarinnar

Flestir sjá að núverandi heilbrigðiskerfi gengur ekki upp.  Setja verður hagsmuni sjúklinga og heilbrigðisstarfsmanna ofar pólitískri hugmyndafræði. Á morgun taka Bandaríkin stærsta skrefið í átt til “opinbers” heilbrigðiskerfis þegar “Affordable care act” gengur í garð.  Þar með fá allir Bandaríkjamenn aðgang að sjúkratryggingum og heilbrigðisþjónustu óháð efnahag og sjúkrasögu. Kerfið sem Bandaríkjamenn hafa valið er […]

Laugardagur 28.09 2013 - 20:45

Bankar bjarga ekki heilbrigðiskerfinu

Íslensku bankarnir eru ekki í stakk búnir til að bjarga heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir að sýna “háar” hagnaðartölur á síðasta ári. Áætla má að íslenska ríkið hafi lagt að núvirði inn í viðskiptabankana þrjá um 200 ma kr. frá hruni, þar með er talinn kostnaður við SpKef.  Miðað við 6% vexti er vaxtakostnaður ríkisins af þessari […]

Laugardagur 28.09 2013 - 13:23

Tvíeggja dómur

Dómur Hæstaréttar að þrotabú eiga að gera upp í krónum á gengi Seðlabankans á ákveðnum degi, og megi greiða út í krónum getur orðið dýr fyrir næstu kynslóðir. Núverandi hrunkynslóð gæti grætt á þessum dómi með því að reyna að taka snúning á kröfuhöfum í einsskiptisuppgjöri á þrotabúum gömlu bankanna.  Það verður þó ekki eins […]

Miðvikudagur 25.09 2013 - 16:35

Á hrakhólum í eigin landi

Á meðan forsætisráðherra segir að Ísland hafi ekkert til ESB að sækja eru kaupmáttamiklir ESB borgarar ólmir að komast til Íslands og spranga um í fínustu og dýrustu íbúðum og sumarhúsum landsins með láglauna Íslendinga stjanandi í kringum sig. Þúsundir Íslendinga eru á harkhólum í eigin landi því húsaleiga er farin að taka mið af […]

Mánudagur 23.09 2013 - 13:21

Hagsýna húsmóðirin sigrar

Það er varla hægt að hugsa sér meiri mun en á Þjóðverjum og Íslendingum þegar kemur að leiðtogavali. Þjóðverjar velja hagsýna húsmóður sem kann að spara og fer vel með peninga.  Á því heimili ríkir agi, raunsæi og vinnusemi. Íslendingar eru hins vegar ginkeyptir fyrir kjánum sem eru enn á mótþróaskeiðinu og hugsa um lítið […]

Sunnudagur 22.09 2013 - 12:42

Harpa og bankinn

Nú segir stjórnarmaður hjá Hörpu að horfa verði á þann möguleika að loka Hörpu að hluta til eða öllu, fjárhagslega dæmið gangi hreinlega ekki upp.  Öllum mátti vera ljóst að Harpa var byggð á bjartsýni eins og svo margt annað sem fór í gang fyrir hrun. Ekkert bólar á hótelinu sem átti að byggja við […]

Föstudagur 20.09 2013 - 20:52

Aldrei í ESB?

Ólafur Ragnar er góður í að mála glansmyndir.  Engin þörf er fyrir Ísland að ganga í ESB því Ísland er eins og Noregur og Grænland – býr yfir náttúruauðlindum – segir hann. Ólafur Ragnar gleymir að það er ekki það sama að vinna olíu í Norðursjóð eða úraníum í Grænlandi og skipta á rúmum eftir […]

Föstudagur 20.09 2013 - 14:10

Mannauðsstjórnun í molum

Tölur sem morgunblaðið birtir um þróun ársverka hjá ríkinu frá 2007 eru um margt athyglisverðar.  Þar kemur fram að fækkun hefur aðeins átt sér stað hjá æðstu stjórn ríkisins og tveimur ráðuneytum, velferðarráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu, í hinum ráðuneytunum hefur ársverkum fjölgað um rúmlega 500. Þetta segir okkur tvennt, í fyrsta lagi að mikið vantar upp […]

Miðvikudagur 18.09 2013 - 20:45

Falskur húsnæðisdraumur

Verðtryggð króna er heimatilbúin “lágvaxtamynt” sem hefur gert flestum kleift að komast í gegnum greiðslumat og fá lán til að kaupa húsnæði á fölskum forsendum. Vandamálið við verðtryggðu krónuna er alveg það sama og við erlenda gjaldmiðlla, það kemur alltaf að því að verðgildi þeirra og krónunnar sem fer í launaumslagið, tekur stökkbreytingum. Þegar krónan […]

Mánudagur 16.09 2013 - 11:33

Hagræðing er meira en hugmyndir

Hagræðingaráform ríkisins eru í uppnámi.  Vandamálið eru ekki hugmyndirnar heldur útfærslan, hún hefur ekki reynst varanleg. Niðurskurður í heilbrigðiskerfinu er nú farinn að ganga tilbaka enda var alltaf fyrirsjáanlegt að sú hagræðing væri aldrei sjálfbær heldur hefur hún stórskaðað kerfið.  Þá hafa sameiningar ekki alltaf tekist eins og vænst var og er dæmið um Þjóðskrá […]

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur