Miðvikudagur 25.09.2013 - 16:35 - Lokað fyrir ummæli

Á hrakhólum í eigin landi

Á meðan forsætisráðherra segir að Ísland hafi ekkert til ESB að sækja eru kaupmáttamiklir ESB borgarar ólmir að komast til Íslands og spranga um í fínustu og dýrustu íbúðum og sumarhúsum landsins með láglauna Íslendinga stjanandi í kringum sig.

Þúsundir Íslendinga eru á harkhólum í eigin landi því húsaleiga er farin að taka mið af kaupmætti útlendinga.  Menn kvarta yfir að leiga sé komin út úr öllum kortum, en er það rétt?

Miðað við byggingarkostnað, afskriftir, og íslenskt vaxtastig er ekki hægt að sjá að leiga sé óeðlilega há, enda ráða útlendingar við hana.  Það eru íslensku launin sem eru hlægilega lág og langt fyrir neðan meðaltal ESB landanna að ekki sé talað um meðallaun á hinum Norðurlöndunum.

Íslenska hávaxtahaftakrónan er að færa húsnæðismál landsmanna áratugi aftur í tímann.

Ísland er í auknu mæli að verða frátekið fyrir útlendinga og Íslendinga með gjaldeyristengd laun.  Krónulaunþegar verða að sætta sig við annars flokks aðganga að eigin landi – er það þetta sem menn kalla hið íslenska fullveldi?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur