Færslur fyrir nóvember, 2010

Þriðjudagur 30.11 2010 - 10:43

Um áratugamót

Þá er aðeins einn mánuður eftir af fyrsta áratug nýrrar aldar sem hefur einkennst af öfgafullum sveiflum og agaleysi.  Vonandi verður hann sá versti á öldinni. Næsti áratugur verður áratugur uppgjörs og stefnumörkunar.  Þá verður þjóðin að svara aðkallandi spurningum um framtíðina og setja kúrsinn á eitthvað haldbærara markmið en ófarir annarra. Meðal þess sem […]

Miðvikudagur 24.11 2010 - 13:48

„Schadenfreude“

Vandræði annarra er himnasending til þeirra sem eru með allt niðri um sig, og ekkert er betra en þeir sem lenda í meiri vandræðum en maður sjálfur.  Í stað þess að sýna samúð og samstöðu með nágrönnum okkar, Írum, virðast þeir sem stóðu vaktin hér á landi í hruninu byrjaðir að notfæra sér ófarir Íra sem staðfestingu […]

Mánudagur 22.11 2010 - 17:11

Skussaevra

Nú er farið að tala um að evran verði að klofna í tvennt, miðevra fyrir úrvalsdeild ríkja í mið og norður Evrópu og svo jaðarevra eða skussaevra fyrir ríkin í suðri og vestri. Skussaevran mun verða hönnuð fyrir ríki sem kenna öllum öðrum en sjálfum sér um sínar efnahagslegu ófarir.  Þetta eru lönd sem ekki […]

Sunnudagur 21.11 2010 - 22:48

Úrvalsdeild Evrópu

Í úrvalsdeild ESB eru Finnland, Svíþjóð, Danmörk, Þýskaland, Holland og Austurríki.  Svo segir í Sunday Times í dag og er fólki ráðlagt að halda sér við þessi lönd þegar kemur að fjárfestingum.  Svo kemur annar og þriðji flokkur og restina rekur Grikkland sem er í ruslaflokki. Þá er athyglisverð umræða um evruna í sama blaði.  […]

Sunnudagur 21.11 2010 - 11:30

Danir ná sér í Össur

Það ætlar að taka nokkrar aldir í viðbót fyrir Íslendinga að átta sig á Dönum.  Engin þjóð þekkir Íslendinga betur en okkar gömlu nýlenduherrar og líklega þekkja þeir okkur betur en við sjálf.  Þar njóta þeir fjarlægðarinnar frá Íslandi, nálægðarinnar við meginlandið og samskipta sinna við aðrar þjóðir. Við, á hinn bóginn erum eins og […]

Laugardagur 20.11 2010 - 16:04

Hagvöxtur í Icesave frosti

Íslendingar eru byrjaðir að borga fyrir Icesave.  Ný hagspá OECD upp á 1.5% fyrir 2011, er mikið áhyggjuefni.  Hagvaxtahorfur fyrir 2011 hafa nú lækkað um 2% stig sem jafngildir rúmum 30 ma kr.  Þetta er helmingur af Icesave reikninginum sem verður líklega upp á 60 ma kr. Ástæðan er fyrst og fremst að stóriðjuframkvæmdir hafa […]

Föstudagur 19.11 2010 - 09:54

Ísland og Írland

Financial Times birtir grein þar sem Írland og Ísland eru borin saman.  Margt er líkt með skyldum þó nágrannar hafi ákveðið að fara mismunandi leiðir. Það sem er athyglisvert við greinina er hversu illa upplýstur blaðamaðurinn virðist vera um ástandið á Íslandi og þá sérstaklega gjaldmiðilinn.  Flestir útlendingar og margir Íslendingar halda að krónan sé […]

Föstudagur 12.11 2010 - 12:58

Bankar á réttri leið

Skýrsla sérhóps um skuldaaðgerðir staðfestir að bankarnir hafa verið á réttri leið í sínum skuldaaðgerðum fyrir heimilin.  Það er sú leið sem hvað best hjálpar þeim verst stöddu (þó ekki verði öllum bjargað) og er hagkvæmust fyrir þjóðarbúið.  Almenn skuldaniðurfelling er dýr, óhagkvæm og tekur ekki á vanda þeirra verst stöddu.  Þetta eru auðvita vonbrigði […]

Fimmtudagur 11.11 2010 - 16:49

Heimatilbúin fjármálakreppa

Ísland er á margan hátt skólabókardæmi um hvað gerist þegar pólitísk öfl handstýra fjámálamarkaði sem er of lítill og veikburða til að standa á eigin fótum. Gjaldeyrishöft, verðtrygging, lágmarks-raunávöxtun lífeyrissjóða og íbúðarlánakerfi sem er keyrt á verðtryggðri skuldabréfaútgáfu eru allt pólitískar tilraunir til að stýra ósjálfbæru fjármálakerfi. Alltaf er verið að reyna að finna skammtímalausnir […]

Fimmtudagur 11.11 2010 - 15:57

Verst stöddu heimilin

Það er athyglisvert að rýna í skýrslu sérhóps um skuldaaðgerðir.  Meðalskuldir heimilanna eru 18 m kr.  10,700 heimili eru verst stödd.  Kostnaður við almenna skuldaniðurfærslu er 185 ma kr sem myndi nýtast 76,000 heimilum sem flest ráða við sínar skuldir.  Fyrir 185 ma kr. mætti útrýma skuldum allra þeirra heimila sem verst eru stödd. Kannski […]

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur