Fimmtudagur 11.11.2010 - 16:49 - 12 ummæli

Heimatilbúin fjármálakreppa

Ísland er á margan hátt skólabókardæmi um hvað gerist þegar pólitísk öfl handstýra fjámálamarkaði sem er of lítill og veikburða til að standa á eigin fótum.

Gjaldeyrishöft, verðtrygging, lágmarks-raunávöxtun lífeyrissjóða og íbúðarlánakerfi sem er keyrt á verðtryggðri skuldabréfaútgáfu eru allt pólitískar tilraunir til að stýra ósjálfbæru fjármálakerfi. Alltaf er verið að reyna að finna skammtímalausnir sem taka á nýjasta vandanum, sem aftur hafa í för með sér langtímavandamál sem stigmagnast.

Þrátt fyrir fjármálamarkað sem á engan hátt líkist þeim sem okkar nágrannar búa við, þá trúa Íslendingar að þetta muni reddast eftir nokkur ár, aðeins þurfi meiri handstýringu.

Nýjasta dæmið er að setja þak á útlánsvexti sem virðist eiga að vera undir vaxtagólfi lífeyrissjóðanna! Ekki er öll vitleysan eins.

Hvernig á að auka hagvöxt og bæta lífskjör á sama tíma og fjármálakerfið er fært aftur í tímann til daga áætlunarbúskapar, er spurning sem fáir hafa áhyggur af, allt gengur út á að skara eld að sinni síminnkandi krónuköku.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (12)

  • Þjóðin vill kommúnisma.

    :ess vegna eru kommúnistar hér við völd.

    :ökk sé Sjálfstæðisflokknum er hér við völd mesta afturhald í Evræopu.

    Pólitískir uppvakningar.

    Ekki lítið afrek að koma svo valdasjúku og gölnu fólki til valda.

  • Bjorn Kristinsson

    Thad sem er ad fara med almenning er verdtryggingin og hvernig hun er reiknud. Hun er gengistryggd ad 40% hluta !

    I dag er GVT IKR um 205 en var fyrir tveimur arum 230. Thetta er lækkun upp a um 11%. A sama tima hefur vertryggingin hækkad lan almennings um 13%. Er thetta edlileg hagfrædi ? Audvita ekki thegar haft er i huga hvernig hagkerfid hefur verid sidastlidin 2 ar.

    Visitalan a ad meta thennslu i hagkerfinu ekki thann falska vaxtathatt sem hefur ordid til a sidustu 2 arum.

  • Þórhallur Kristjánsson

    Ég held að þessi pistill snúi á haus. Kreppan sem við erum í núna kom ekki vegna þess að öllu er handstýrt heldur vegna þess að hér var engu stýrt.

    Stjórnvöld og eftirlitsstofnannir gerðu akkurat ekkert til þess að sporna við glórulausum fjáraustri í erlendri mynt til landsins. Þeir hefðu betur handstýrt flestu hér þá værum við sennilega ekki í þessari kreppu núna.

  • Jóhannes

    Andri.
    Það er erfitt að taka undir með þér að íslenski hluti fjármálakreppunnar hafi orðið vegna pólitískrar handstýringar.
    Stærsti örlagavaldurinn er örsmár og ónýtur gjaldmiðill. Verðbólgu, verðtryggingu, háa vexti, hrun og gjaldeyrishöft má rekja beint til ónýtu krónunnar. Slakar eftirlitsstofnanir eiga sinn þátt líka, en miklu minni en ónýta krónan.

  • Andri Haraldsson

    Held að það fatti ekki allir, en löngu kominn tími á að það skiljist, að íslesnka efnahagsundrið byggðist á handstýringu og því að líta framhjá kerfisáhættu.

    Það liggur fyrir að íslenska krónan var látin blásast upp í skjóli glórulausrar vaxtastefnu seðlabankans. Á sama tíma var stór hluti þjóðarinnar að braska í gjaldeyrisviðskiptum, annað hvort með beinum hætti í gegnum lántöku til kaupa á fasteignum eða lausafé, eða með óbeinum hætti með því að leggja láns eða hlutafé í banka sem byggðust upp á að spila með carry trade.

    Öll — algerlega öll — íslensk efnahagsvandamál koma til vegna þess að yfirstjórn peningamála og eftirlit ríkisins brugðust. Þau brugðust sennilega ekki af því að fólkið var svo vont, heldur vegna þess að 300.000 manns eiga enga vona að spila þennan leik sem þjóðin spilar — að vera með opið hagkerfi og eigin mynt.

    Það eru tvær lausnir: loka hagkerfinu eða losa sig við myntina. Það þarf ekkert að vera að tuða um þetta lengur. Þetta er bara svona. Lausnin sem við höfum í dag er hálflokað hagkerfi og hálflokað myntkerfi–það versta af báðum heimum. Meira að segja Ísland með allar sínar ótöldu auðlindir hefur ekki endalaust efni á því að vera svona vitlaust.

  • Ég er hér að líta yfir 85 ára sögu íslensks fjármálamarkaðar með sjálfstæðan gjaldmiðil. Það má kalla það handstýringu eða óstjórn, en markaðurinn á Íslandi hefur alltaf verið í pólitískri gæslu, auðvita hefur hún verið handahófskennd og slök en pólísk afskiptasemi á stærri þátt í því ástandi sem nú ríkir en margir gera sér grein fyrir.

    Þeir einkaaðilar sem settu hér allt á hausinn, voru ekkert annað en fulltrúar pólitískra afla.

  • Jóhannes,
    Það er svolítið eins og hænan og eggið. Smæðin hér gerir pólitísk afskipti og handstýringu „nauðsynlega“ vegna þess að við komumst aldrei upp í nægilega stærð til að fjármálamarkaður geti starfað eins og í nágrannalöndunum. Þetta bíður upp á spillingu sem á endanum leiðir alltaf til eignaupptöku hjá almenningi. Hins vegar eru hagsmunasamtök sem græða á þessu og munu berjast ötulega gegn öllum breytingum.

    Handstýringin er hins vegar skorpukennd, þess á milli hafa pólitísk tengdir einkaaðilar tækifæri til að græða á kerfinu.

  • Jóhannes

    Andrar,
    ég er að mestu sammála ykkur báðum. Það er vissulega rétt að Ísland hefur lengst af búið við pólitíska handstýringu og höft með viðeigandi spillingu, sóun og óstjórn. En á síðastliðnum 15 árum fram að Hruni varð mikil umbylting í stjórnun efnahagsmála með ýmis konar afléttingu handstýringar, m.a. með gildistöku EES samningsins, afnámi gjaldeyrishafta, einkavæðingu og minnkun pólitískra ítaka í atvinnuífinu á ýmsan hátt. Tilraun seðlabankans með flotkrónuna 2001 var fyrst og fremst markaðsdrifin stýring peningamála að erlendum fyrirmyndum. Það sem menn sáu ekki fyrir var hversu léleg íslenska krónan er sem gjaldmiðill. Það brást ýmislegt annað en krónan, en þessi reynsla sýnir að ekki verður lifað með krónuna áfram nema í greipum hafta.

  • Það er margt að í kerfinu á Íslandi. Verðtrygging er vond og á að afnema en vaxtaþak á húsnæðislán er eðlilegt og mun verða til þess að skilja á milli húsnæðislána og fjárfestingar- og neyslulána.

    Við erum aðeins þrjúhundruðþúsund sálir. Það þýðir ekkert að vera að ímynda sér að hér verði nokkurn tíman einhverjir fúnkerandi markaðir. Okkar kauphallarviðskipti eiga að vera alþjóðleg, þar sem aldrei verður hægt að treysta á eðlilega verðmyndun á neins konar pappírum innanlands.

  • Vextir á húsnæðislán ráðast í dag af lágmarksávöxtun lífeyrissjóðanna sem eru 3.5%. Með vaxtaálagi sem lengst af hefur verið um 1% þá geta húsnæðisvextir ekki farið undir 4.5%.

    Þá er ÍLS rekinn með verðtryggðir skuldabréfaútgáfu sem neglir alla þessa háu vexti niður.

    Þetta kerfi er krónunni að kenna, hún virkar ekki sem gjaldmiðill nema með endalausu pólitísku krukki.

    Eina leiðin til að fá stöðuleika og lægri vexti fyrir næstu kynslóð er að skipta út krónunni.

    Jóhannes, sammála þér um krónuna.

  • Höft og bönn hafa fylgt okkur í margar aldir. Það kom örstutt tímabil þar sem atvinnulífið naut frelsis, og þjóðin varð eins og beljur sem fá frelsi frá fjósinu að vori. En það náði ekki lengra.

    Við munum aldrei geta fellt niður gjaldeyrishöft og skammtanir, eða sett krónuna á flot aftur.
    Það er stór hópur, sem bíður á hliðarlínunni til að henda krónunni til og frá aftur ef hún verður sett á flot, og þeir þurfa ekki mikla fjárfestingargetu til þess.

    Eina leiðin er að taka upp aðra mynt, og þá helst evru. En það mun ekki gerast með samningum við ESB fyrr en eftir langan tíma.
    Þess vegna er einhliða upptaka evru, aðgerð sem er vert að skoða.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og fimm? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur