Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Föstudagur 31.05 2013 - 18:00

„Danska leiðin“ losar snjóhengjuna

Snjóhengjuvandinn svokallaður er birtingarmynd þess gjaldeyrisvanda sem Ísland þarf að glíma við fyrir utan ESB.  Ólíkt Argentínu og öðrum ríkjum utan Evrópu sem hafa lent í svipuðum vanda og Ísland, hefur Ísland raunverulegt val um framtíðargjaldmiðil.  Þessi valréttur er verðmætur og pólitískt afsal á honum getur falið í sér umtalsverða lífskjaraskerðingu á komandi árum sem […]

Sunnudagur 16.09 2012 - 07:41

Heilbrigðisniðurskurður: Reynsla Breta

Hér er stutt færsla sem ég skrifaði 4. október 2009.  Því miður virðist reynsla Breta ætla að endurtaka sig hér. „Bretar fóru í flatan niðurskurð upp úr 1990 með skelfilegu afleiðingum fyrir heilbrigðisþjónustuna hjá sér.  Biðlistar lengdust, óþrifnaður og ringulreið jókst þar sem það eru takmörk fyrir hvað er hægt að leggja á færri og […]

Þriðjudagur 14.08 2012 - 13:29

Nei ESB, en hvað um EES?

Umræðan á Íslandi nær yfirleitt ekki lengra en til næstu kosninga.  Það hefur verið lengi ljóst að pólitískur stuðningur við ESB umsóknina er takmarkaður og lítt fallinn til atkvæðaveiða.  Það eru yfirgnæfandi líkur á að aðildarumsóknin endi í besta falli í langtímafrosti ef hún verður ekki send út á Sorpu eftir næstu kosningar.  En hvað […]

Mánudagur 16.07 2012 - 13:18

20 ára froða, eða hvað?

Nokkrar umræður hafa spunnist um þróun lífskjara á Íslandi síðustu 20 árin og sýnist sitt hverjum enda flókið að reikna “lífskjör”.  Tölfræðin getur verið hættuleg hér enda geta “vísitölur” verið mjög misvísandi. Þegar Þorsteinn Pálsson talar um að á síðust 20 árum hafi lífskjarabatinn verið froða er hann ekki endilega í mótsögn við tölur Hagstofunnar […]

Sunnudagur 08.04 2012 - 09:36

Hrunið – norrænn samanburður

Landsframleiðsla á mann á Norðurlöndunum 2011 og 2004 í USD: Ár                            2011            2004        breyting Noregur  –           $96,000        $56,000    +71% Danmörk  –         $63,000        $45,000    +40% Svíþjóð  –            $61,000        $40,000    +52% Finnland  –          $50,000        $36,000    +39% Ísland  –     […]

Þriðjudagur 20.09 2011 - 11:20

„Tout va très bien“

Í Brussel munu gárungar hafa stungið upp á að gera hið sígilda lag eftir Ray Ventura frá 1935 „Tout va très bien, Madame la Marquise“ að þjóðsöng Evrópu. Það er merkilegt hvað þetta 76 ára gamla lag hittir í mark í dag.

Sunnudagur 05.06 2011 - 13:51

Þar sem bensínverð er stöðugt

Ég var að tala við kunningjakonu mína um daginn og spurði hana hvort henni þætti bensínverð ekki vera orðið dýrt.  Ekki svo, svaraði hún, það hefur hækkað lítillega en er bara nokkuð stöðugt.  En ef þú lítur yfir síðustu 8 ár, spurði ég?  Jú, bensínið hefur líklega hækkað um 15% á því tímabili en kaupið […]

Föstudagur 03.06 2011 - 17:44

Kanadíska leiðin

Það er margt vitlausara en að taka upp kanadíska dalinn.  En slík aðgerð verður ekki gerð einhliða.  Sterkir og traustir gjaldmiðlar eru vandmeðfarnir, eins og sagan kennir okkur. Það væri ábyrgðarlaust að fara að flytja inn bíla til lands sem enn notaðist við hestvagna án þess að kenna landsmönnum meðferð og notkun ökutækja.  Bílar í […]

Sunnudagur 22.05 2011 - 22:17

Eignarétturinn og mannréttindi

Á mbl.is er frétt um að innanríkisráðherra Íslands telji að mannréttindi séu ofar eignaréttinum, þar sem hann segir: „Ég tek heilshugar undir þessi sjónarmið og hef sjálfur lengi bent á að þegar að valið stendur á milli einkaeignaréttar annars vegar og mannréttinda hins vegar að þá ber að forgangsraða í þágu mannréttinda.“ Þetta er mjög […]

Sunnudagur 22.05 2011 - 08:51

Christine Lagarde óskakandídat fyrir Ísland

Allt bendir til að fjármálaráðherra Frakka, Christine Lagarde verði næsti yfirmaður AGS.  Þar með verður Christine líklega sú kona sem mun ráða mest um efnahagslega framtíð Íslands næstu árin. Það sem Ísland mun skorta mest á komandi árum er gjaldeyrir til fjárfestinga, allur gjaldeyrir sem við öflum og gott betur mun fara í neyslu og […]

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur