Færslur fyrir september, 2015

Þriðjudagur 29.09 2015 - 15:52

Volkswagen og Ísland

Skandallinn hjá Volkswagen minnir fjárfesta á hversu mikil áhætta fylgir slæmum stjórnarháttum. Stjórn Volkswagen minnir meira á íslenska klíkustjórn en stjórn alþjóðlegs stórfyrirtækis. Eins og oft á Íslandi er stjórn Volkswagen full af kunningjum, fjölskyldumeðlimum og stjórnmálamönnum. Þar sitja fulltrúar stærstu eigenda sem hafa meiri áhuga á innbyrðis deilum og valdabrölti en að stjórna fyrirtækinu […]

Sunnudagur 27.09 2015 - 13:15

Icesave slátrar samfélagsbankahugmynd

Það sem vill gleymast í umræðunni um samfélagsbanka er að horfa á efnahagsreikning Landsbankans. Bankinn og efnahagslegur stöðugleiki byggir á fjármögnun frá Icesave kröfuhöfum. Bankinn skuldar Icesave kröfuhöfum 200 ma kr lán sem bera ofurvexti og eru tryggð í bak og fyrir með ríkissuldabréfum og fasteignalánum bankans. Það verður ekki svo auðveldlega hlaupið frá þessari […]

Föstudagur 18.09 2015 - 22:03

“ … þannig að við gerðum þetta svona“

Útskýringar borgarstjóra á hvernig borgarstjórn stóð að undirbúningi á banni á vörum frá Ísrael gefur athyglisverða en jafnframt dapurlega innsýn inn í störf æðstu manna borgarinnar. Borgarstjóri segir að læra eigi af gömlu höfuðborg Íslands, Kaupmannahöfn, sem hafi samþykkt að skoða viðskiptabann á vörur frá landtökubyggðum Ísraelsmanna. Þetta er stórsniðug eftirásepi. Ef menn hefðu nú […]

Föstudagur 18.09 2015 - 12:20

Samfélagsbankasmjörklípa

Banki sem fjárfestar vita ekki hvort verður rekinn sem samfélagsbanki eða í hagnaðarskyni hefur lítið verðgildi, sérstaklega hjá alvöru fjárfestum. Hins vegar getur slíkur banki verið spennandi kostur fyrir þá sem leika sér með fé annarra og eru fyrst og fremst að hugsa um að koma sér og sínum í aðstöðu innan íslensks fjámálakerfis. Og […]

Miðvikudagur 16.09 2015 - 12:11

Vandamál Reykjavíkur aukast

Ef borgarfulltrúi tæki að sér starf í Tíbet til að vinna með Tíbetbúum í baráttu þeirra gegn kínverskum stjórnvöldum myndi borgarstjórn setja viðskiptabann á kínverskar vörur? Hvað er það sem gerir baráttu Palestínumanna mikilvægari en baráttu annarra í þessum heimi? Nú þegar Ísrael hefur verið sett á bannlista hjá borginni, hvað þurfa lönd að gera […]

Sunnudagur 13.09 2015 - 09:24

Krónan er gullkálfur spekúlanta

Eins og hér hefur verið skrifað um áður eru líkur á að gengi krónunnar hækki þegar höftum verður aflétt. Þetta virðast fleiri og fleiri erlendir aðilar vera farnir að veðja á, sem opnar leið fyrir kröfuhafa að ná hluta af stöðugleikaálaginu til baka. Lækkun á ávöxtunarkröfu ríkisskuldabréfa á sama tíma og Seðlabankinn hækkar vexti bendir […]

Föstudagur 11.09 2015 - 09:18

Landsbankinn er samfélagsbanki

Landsbankinn er rekinn eins og samfélagsbanki nú þegar. Arðsemi af venjulegum bankarekstri ríkisbankans er um eða undir arðsemiskröfu ríkisskuldabréfa. Þetta þýðir að bankinn er rekinn á “núllinu”. Það sem hefur haldið arðseminni upp síðustu árin eru óreglulegir liðir eins og uppfærsla á lánasöfnum og sala á verðbréfum. Liðir sem fjarar undan því lengra sem líður […]

Fimmtudagur 10.09 2015 - 07:52

Kínverjar herða gjaldeyrishöftin

Samkvæmt frétt í Financial Times er talið að kínverski seðlabankinn hafi eytt um 200 ma dollurum af gjaldeyrisforða sínum til að tryggja stöðugleika gjaldmiðilsins, renminbi, á undanförnum vikum. Þetta er orðið of dýrt, svo kínverski seðlabankinn hefur hert gjaldeyrishöftin með alls konar nýjum “varúðarreglum” til að tryggja stöðugleika á “ódýrari“ hátt. Þessi kínverska saga er […]

Föstudagur 04.09 2015 - 08:49

Hálfdrættingur seldur

Nýlega tilkynnti fjármálaráðherra að selja ætti 30% í Landsbankanum. Stóra spurningin er þá: mun ríkið fá tilbaka þá peninga sem lagðir voru inn í bankann í hruninu? Það verður að koma í ljós og fer eftir því hverjir verða kaupendurnir og á hvaða forsendnum þeir kaupa? Eitt það mikilvægasta við sölu á bönkum í dag […]

Þriðjudagur 01.09 2015 - 10:29

Über kúl við Hörpu

Allt er þegar þrennt er og það á við um byggingu á hóteli við Hörpu. Í þriðja sinn frá hruni hefur borgarstjóri kynnt nýjan hóp fjárfesta sem ætlar að reisa lúxushótel við Hörpu. Og í þetta sinn er markið sett hátt, hvorki meira né minna en hótel í hinni über kúl keðju, Edition, en ritstjórar […]

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur