Sunnudagur 27.09.2015 - 13:15 - Lokað fyrir ummæli

Icesave slátrar samfélagsbankahugmynd

Það sem vill gleymast í umræðunni um samfélagsbanka er að horfa á efnahagsreikning Landsbankans. Bankinn og efnahagslegur stöðugleiki byggir á fjármögnun frá Icesave kröfuhöfum. Bankinn skuldar Icesave kröfuhöfum 200 ma kr lán sem bera ofurvexti og eru tryggð í bak og fyrir með ríkissuldabréfum og fasteignalánum bankans. Það verður ekki svo auðveldlega hlaupið frá þessari skuld eða henni breytt í stöðugleikaframlag.

Fyrsta hlutverk Landsbankans næstu 10 árin er að borga vexti og afborganir af þessum Icesave lánum. Þessi 200 ma kr. skuld mun koma í veg fyrir að Langsbankinn geti orðið að raunverulegum samfélagsbanka eins og talað er um. Það þarf að smyrja vel ofan á lán og þjónustu bankans til að halda Icesave kröfuhöfum góðum.

Þannig gerir Icesave drauminn um samfélagsbanka að engu.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur