Færslur fyrir júlí, 2015

Föstudagur 31.07 2015 - 14:18

Vandamál Landsbankans

Umræða um “vandamál” Landsbankans er að verða fastur liður hjá fjölmiðlum. Fyrst var það Borgun, svo nýjar aðalstöðvar og nú spyr einn hluthafinn hver er stefna bankans? Er von að hluthafar og viðskiptavinir séu ruglaðir. Þetta er auðvitað allt bankanum sjálfum að kenna og öll spjót beinast að stjórn bankans enda er sala eigna, nýjar […]

Miðvikudagur 22.07 2015 - 14:22

Opinber rekstur í vanda

Það er ekki einkarekstur sem hefur rústað Landsspítalanum. Það hefur opinber rekstur gert, þar sem engu má breyta. Það mun ekki bjarga Landsspítalanum að halda dauðahaldi í úrelt rekstrarform. Rekstur Landsspítalans fer þá sömu leið og krónan, verður annars flokks og þarf að búa við alls konar varúðarreglur og skammtanir. Það þýðir ekki að horfa […]

Laugardagur 18.07 2015 - 12:43

Að bjarga Landsspítalanum

Staða Landsspítalans er ekki viðunandi. Það þarf að leysa það vandamál með nýrri nálgun. Fyrsta flokks sjúkrahús verður aldrei rekið á sómasamlegan hátt af stjórnmálamönnum og allra síst dómstólum, enda er það ekki þeirra sérfræðisvið. Menn verða að átta sig á að á sjúkrahúsrekstur á nýrri öld verður ekki byggður á rómantískri hugmyndafræði um yfirburði […]

Fimmtudagur 16.07 2015 - 07:12

Hver stjórnar Landsbankanum?

Umræðan um ákvörðun ríkisbankans um nýjar höfuðstöðvar á hæla Borgunarákvörðuninni sem bankaráðsformaður viðurkennir að hafi verið mistök, vekja upp áleitnar spurningar um hver sé arkitektinn að þessum ákvörðunum? Hver stjórnar bankanum eiginlega? Bankasýslan virðist opinberlega ekki heilshugar styðja umdeildar ákvarðanir stjórnar bankans, en endurskaus þó alla stjórnarmenn bankans eftir Borgunarmistökin og þar með gafa stjórninni […]

Miðvikudagur 15.07 2015 - 07:16

Hinn gríski lánasjóður

Til er sjóður sem kallar sig lánasjóð. Þessi sjóður lánar út fé sem hann fær aldrei tilbaka og því meira sem hann lánar því minni verða endurheimturnar. Nei þetta er ekki sjóður á vegum ESB og Þjóðverja sem lánar til Grikklands. Þessi sjóður er alíslenskur og nefnist LÍN. Það er réttara að kalla LÍN styrktarsjóð […]

Sunnudagur 12.07 2015 - 07:38

Bankahöll er tímaskekkja

Á meðan bankar á Wall Street eru að færa starfsemi sína frá miðborg New York til að auka samkeppnishæfni er íslenski ríkisbankinn á tímaflakki til fortíðar. Enginn alvöru banki sem þjónar almenningi á samkeppnismarkaði myndi detta í hug að sameina starfsemi sína á dýrasta stað. Útskýringar bankans um að húsið muni ekki skyggja á Hörpuna […]

Þriðjudagur 07.07 2015 - 05:47

Grikkland og Ísland

Vaxtagjöld Grikklands eru 2.6% af landsframleiðslu en 4.5% á Íslandi. Grikkir eru að kikna undan skuldum en hvað með Ísland?  Munurinn er að skuldir Grikkja eru hjá vondum útlendingum en ekki innlendum aðilum eins og t.d. lífeyrissjóðum. Það skiptir máli hvort lánadrottnar hafi kosningarétt þar sem þeir lána. Það er ein lexían af gríska dramanu. […]

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur