Færslur fyrir nóvember, 2015

Sunnudagur 29.11 2015 - 09:33

Allaballinn á Bessastöðum

Það verður að teljast til tíðinda að Ólafur Ragnar sé farinn að flagga öryggis- og varnarmálum í kosningabaráttu sem aldrei tekur enda. Þessi málaflokkur hefur ekki verið hans sterkasta tromp hingað til, enda hefur hann alla tíð haft fóbíu á Nató, grunnstoð íslenskrar varnarstefnu. En tímarnir breytast. Nú hefur félaga Pútin súist hugur og hann […]

Laugardagur 28.11 2015 - 07:11

Tími málmbræðslu liðinn

Íslensk orka er of verðmæt til að nota í málmbræðslu. Ný tækni hefur opnað nýjan markað fyrir orkuna sem er tilbúinn að borga tífalt hærra verð. Þetta er hliðstætt því þegar flugið opnaði nýja markaði fyrir fiskinn. Bæði fiskurinn og orkan er fyrsta flokks hrávara sem nágrannaþjóðirnar eru sólgnar í. Framþróun tækninnar verður ekki stöðvuð. […]

Föstudagur 27.11 2015 - 08:03

ESB heimtar gengislán

Eftir hrun bönnuðu íslensk stjórnvöld gengislán. Nú segja skriffinnar hjá ESB – nei þetta megið þig ekki. Og hvað gerir ríkisstjórn Sigmundar Davíðs? Hún búkkar sig og beygir fyrir ESB og ætlar nú að leggja fram frumvarp um gengislán sem þóknast herrunum í Brussel. Íslendingar hafa nú varla verið settir í jafn auðmýkjandi stöðu síðan […]

Miðvikudagur 25.11 2015 - 12:44

Evruhverfi og krónugettó

Losun hafta og betri aðgangur að erlendu lánsfé getur orðið mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustuna. Þar sem tekjur ferðaþjónustunnar eru að mestu leyti í erlendum gjaldeyri er eðlilegt að skuldir hennar séu í sömu mynt. Þetta gefur erlendum aðilum með gott lánstraust og aðgang að lánsfé tækifæri á að ná betri arðsemi úr íslenskri ferðaþjónustu en […]

Þriðjudagur 24.11 2015 - 11:45

Vaxtaokur stjórnvalda

Raunvextir hafa farið hratt lækkandi á Íslandi og eiga enn eftir að lækka, sérstaklega ef vel tekst til með afnám hafta og lánshæfiseinkunn landsins batnar. Lífeyrissjóðirnir hafa verið leiðandi í að færa neytendum þessa lækkun í formi lægri vaxta á verðtryggðum húsnæðislánum. En á sama tíma eru stjórnvöld í gegnum ÍLS að selja neytendum húsnæðislán […]

Laugardagur 07.11 2015 - 14:26

Gamalt bankavín á nýjum belgjum

Nú berast þær fréttir til heimila landsins að tveir hópar berjist um yfirráð yfir Arion banka. Einn þeirra nefnist Virðing sem er stjórnað af fólki úr Kaupþingi og hinn kallar sig Artica Finance og samanstendur af stjórnendum af fyrirtækjasviði gamla Landsbankans. Það verður spennandi að sjá hvor hópurinn nær völdum yfir Arion banka. Það virðist […]

Þriðjudagur 03.11 2015 - 07:47

10% forsætisráðherra

Flokkur forsætisráðherra Íslands nýtur stuðnings aðeins 10% kjósenda í nýlegum skoðanakönnunum.  90% kjósenda telja aðra flokka færari að stjórna Íslandi í framtíðinni. Það hlýtur að vera einsdæmi meðal lýðræðisþjóða að flokkur með svona lítinn stuðning skuli hafa öll völd. Og allt snýst þetta um völd. Í nýlegu viðtali við erlendan fjölmiðil gefur forsætisráðherra okkur athyglisverða […]

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur