Sunnudagur 29.11.2015 - 09:33 - Lokað fyrir ummæli

Allaballinn á Bessastöðum

Það verður að teljast til tíðinda að Ólafur Ragnar sé farinn að flagga öryggis- og varnarmálum í kosningabaráttu sem aldrei tekur enda. Þessi málaflokkur hefur ekki verið hans sterkasta tromp hingað til, enda hefur hann alla tíð haft fóbíu á Nató, grunnstoð íslenskrar varnarstefnu.

En tímarnir breytast. Nú hefur félaga Pútin súist hugur og hann er farinn að skjóta á öfgamenn í Sýrlandi við hlið Bandaríkjanna og annarra Natóríkja. Og þá er tími fyrir Ólaf Ragnar að taka enn eina U-beyjuna, en sá snúningur er orðinn hans aðalsmerki á 20 ára valdatíma.

Það verður athyglisvert að fylgjast með hvort þessi nýjasta U-beyja Ólafs Ragnars leiði til breytinga á viðhorfi hans til Nató og hvort hann muni nú leggja til hliðar söng síns gamla flokks “Ísland úr Nató – herinn burt”?  Verða sendimenn Nató nú loksins boðnir velkomnir til Bessastaða en hingað til hafa dyr forsetabústaðarins staðið þeim lokaðar öfugt við sendimenn Sádíarabíu, Kína og Rússlands?

Stuðningsmenn Nató eru jú síðasti hópurinn á Íslandi sem Ólafur Ragnar hefur ekki höfðað til í forsetatíð sinni. Kannski er tími Nató runninn upp á Bessastöðum. Hver veit?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur