Miðvikudagur 02.12.2015 - 09:34 - Lokað fyrir ummæli

Krugman og Þorvaldur

Það vill oft gleymast þegar frægir hagfræðingar róma krónuna að spyrja þá hvort þeir vilji nú ekki fá kaupið sitt í krónum, skipta húsnæðisláninu yfir í verðtryggt lán á yfir 3% raunvöxtum og eiga lífeyrissjóð sem er með 70% af eignum í krónum?

Sjálfstæð mynt er ekki öll í sama flokki. Það er t.d. himinn og haf á milli sænsku og íslensku krónunnar. Ein er viðurkennd alþjóðleg mynt þar sem engin þörf er á verðtryggingu, hin er í hötum og enginn veit hvert raunverulegt skiptigengi hennar er. Svo er auðvitað spurning hvort íslenska krónan geti talist mjög sjálfstæð með höft og verðtryggingu?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur