Færslur fyrir apríl, 2011

Fimmtudagur 28.04 2011 - 08:14

Eitt land, tvö kerfi

Það er æ betur að koma í ljós að Ísland er að þróast í tvær áttir.  Hér eru tvö kerfi í gangi.  Í fyrra kerfinu eru þeir sem standa í útflutningi á vörum og þjónustu og fá sínar tekjur í gjaldeyri og geta tengt sín lífskjör við hagvöxt í öðrum löndum.  Tekjur og kaupmáttur þessa […]

Miðvikudagur 20.04 2011 - 15:06

Innflutningshöft á leiðinni?

Innflutningshöft fara saman við gjaldeyrishöft í lokuðu haftahagkerfi.  Þetta þekkja Íslendingar vel enda hafa þessir tvíburar verið viðvarandi á Íslandi mest af lýðveldistímanum. Í Peningamálum Seðlabankans í dag, útskýrir Seðlabankastjóri að bakslagið í hagvexti sé auknum innflutningi að kenna.  Þetta þarf ekki að koma á óvart.  Fyrir þá sem eiga peninga er lítið annað að […]

Miðvikudagur 20.04 2011 - 11:07

Fréttir í dag

Fréttir frá Seðlabankanum og Hagstofunni í dag eru ekki uppörvandi. Atvinnuleysi eykst – atvinnuleysi ungmenna á aldrinum 15-24 ára mælist 15.9% Kaupmáttur minnkar á milli mánaða um 0.6% Icesave niðurstaðan eykur hættu á veikari krónu og takmarkar svigrúm til meiri vaxtalækkana Veðbólguhorfur til næstu ára versna Hagvaxta og atvinnuhorfur versna En það er nú ekki […]

Mánudagur 18.04 2011 - 06:53

Sannir Finnar og lán til Íslands

Sannir Finnar eru sigurvegarar í þingkosningum í Finnlandi.  Þeir eru alfarið á móti því að Finnar hjálpi eyðsluklóm í vanda.  Þeir vilja skrúfa fyrir fjármagnskrana ESB til Portúgals og munu beita sér þar innan ESB.  Þá vaknar spurningin hver er staða Sannra Finna gagnvart Íslandi?  Munu þeir beita sér fyrir, innan Norðurlandanna, að skrúfa fyrir […]

Föstudagur 15.04 2011 - 16:08

Metanstöðvar í hvert kjördæmi

Ég hef nú keyrt á metanbíl í hálfan mánuð.  Ég finn engan mun á aksturseiginleikum en þegar ég fór austur fyrir fjall um daginn komst ég 185 km fyrir 1000 kr. (metan „lítrinn“ er  114 kr.)  Þá eru bifreiðagjöldin aðeins um 10,000 kr. á ári og frítt í stæði í Reykjavík fyrstu 90 mínúturnar.  Afsláttur […]

Fimmtudagur 14.04 2011 - 11:58

Íslensk kurteisi

Borgarstjórinn er farinn í fýlu.  Þýskir sjóliðar eru að koma í heiðursheimsókn til Reykjavíkur en borgarstjórinn vill ekki heilsa upp á þá.  Þeir mega koma en ég heilsa þeim ekki – er viðhorf sem borgarstjóri getur ekki viðhaft, sama hversu mikill friðarsinni hann er. Annars minnir þetta óneitanlega á ferð Jóhönnu til Færeyja, nema að […]

Fimmtudagur 14.04 2011 - 10:24

Ísland er ekki Grikkland

Rétt eftir hrunið sagði fjármálaráðherra Grikklands að „Grikkland væri ekki Ísland“ og gaf í skyn að hlutirnir gætu aldrei orðið eins slæmir í Grikklandi og Íslandi.  Í dag er Grikkland í mun verri stöðu en Ísland.  Lánshæfið hjá Moody’s er löngu komið niður í ruslaflokk og vel það. Aðalmunurinn á Grikklandi og Íslandi, er að […]

Þriðjudagur 12.04 2011 - 12:34

Efnahagsbati að dönskum hætti

Efnahagsspá Danske Bank er um margt athyglisverð.  Þar kemur skýrt fram að hagkerfi Íslands er að aðlaga sitt hratt að hagkerfum ESB landanna.  Framtíðin mun eins og í mörgum ESB löndun einkennast af hægum hagvexti, lágu og stöðugu verðlagi, hóflegum launahækkunum og miklu atvinnuleysi.  Það er einkum spáin um atvinnuleysi upp á 10% sem er […]

Mánudagur 11.04 2011 - 13:47

Svíar hafa „Nei“ boltann

Svo virðist sem sænska ríkisstjórnin ráði nú örlögum Íslands hvað varðar aðgang og kjör að erlendum fjármálamörkuðum.  Matsfyrirtækin benda á AGS, sem aftur bendir á hin Norðurlöndin sem síðan bíða eftir Svíum. Það má því með sanni segja að til skemmri tíma litið sé fjárhagslegt sjálfstæði Íslands meir í höndum Rigsdagen en Alþingis.  Það þarf […]

Sunnudagur 10.04 2011 - 07:53

Noregur er sigurvegarinn

Hinn raunverulegi sigurvegari í þessari Icesave kosningu er ekki Ísland heldur Noregur.  Eftir þessar kosningar mun akkurat ekkert gerast.  Ungt og athafnamikið fólk getur ekki beðið lengur eftir spennandi tækifærum sem gefur þeim dýrmæta starfsreynslu og möguleika á að byggja upp sparnað í alvörugjaldmiðli.  Ungt fólk hefur ekki sömu þolinmæði og staðnað miðaldra fólk.  Nei, […]

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur