Fimmtudagur 14.04.2011 - 10:24 - 5 ummæli

Ísland er ekki Grikkland

Rétt eftir hrunið sagði fjármálaráðherra Grikklands að „Grikkland væri ekki Ísland“ og gaf í skyn að hlutirnir gætu aldrei orðið eins slæmir í Grikklandi og Íslandi.  Í dag er Grikkland í mun verri stöðu en Ísland.  Lánshæfið hjá Moody’s er löngu komið niður í ruslaflokk og vel það.

Aðalmunurinn á Grikklandi og Íslandi, er að þrátt fyrir allt, er Íslandi stjórnað á nokkuð ábyrgan hátt og innviðir þjóðfélagsins eru sterkir.  Auðvita er hægt að gera miklu betur hér á landi, en allt er afstætt, og hvar sem menn standa í stjórnmálum á Íslandi þá hefur fjármálaráðherra Íslands staðið sig betur en fjármálaráðherra Grikklands.  Þá koma íslenskir Alþingismenn nokkuð vel út miðað við þingmenn í Portúgal.

Okkar norrænu hefðir og aðferðir skipta máli og hafa bjargað miklu hér á síðustu 2.5 ári.  Við þurfum að kynna þetta fyrir útlendingum og matsfyrirtækjum.  Það var því mjög óheppilegt að Forseti Íslands skuli hafa sett Ísland við hliðina á Grikklandi þegar hann hóf sinn reiðisöng um matsfyrirtækin á Bloomberg sjónvarpsstöðinni.  Þar fetaði hann í fótspor gríska fjármálaráðherrans sem rúmum mánuði á undan hellti úr skálum reiði sinnar yfir matsfyrirtækin.

Nei við höfum ekkert upp úr því að herma eftir grískum vælukjóum.  Okkar fyrirmynd á að vera norræn fyrst og fremst.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

 • Þetta er furðulegur samanburður.

  Þekkir höfundur glöggt til þingmanna í Grikklandi og frammistöðu þeirra síðustu mánuðina?

  Þeir eru að vísu ekki nema 300!

  Hvernig er hægt að fella slíka sleggjudóma og draga upp svo einfalda mynd?

  Næ þessu ekki.

 • Haukur Kristinsson

  Okkar fyrirmynd er að vera norræn fyrst og fremst.
  Við höfum ekkert upp úr því að herma eftir grískum vælukjóum.

  Kann ekki að meta svona „silly“ frasa. Minnir á forsetann. Grikkir eru í erfiðari stöðu en við. Stórt land með erfiða nágranna og mikil útgjöld fyrir varnir landsins. En frábært fólk, sem ég þekki vel og er tengdur.

 • stefán benediktsson

  Karl og Haukur. Hrunið á Grikklandi, burtséð frá yndislegu fólki, varð vegna gjörspilltra ráðamanna sem sköruðu eld að eigin köku, lugu til um fjárhag ríkisins og dældu lánum inn í hagkerfi sitt á forsendum falsaðra ríkisreikninga. Vandi annarra evruríkja er af öðrum orsökum og í meginatriðum sá sami allsstaðar, bankavandi vegna misstórrar útlánabólu, en hefur ekkert með ríkisfjármál að gera.

 • Stefán.

  Einmitt.

  Margt líkt með Grikkjum og Íslendingum, pólitísk spilling, ömurleg efanhagsstjórn og allsherjar vanhæfni.

  Almenningur var meðvirkur í báðum löndum.

  Suðræn samfélög hafa eitt fram yfir hin norrænu, þau eru ekki jafn drepleiðinleg.

 • Karl,
  Ekki gleyma veðráttunni.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og tveimur? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur