Þriðjudagur 12.04.2011 - 12:34 - 8 ummæli

Efnahagsbati að dönskum hætti

Efnahagsspá Danske Bank er um margt athyglisverð.  Þar kemur skýrt fram að hagkerfi Íslands er að aðlaga sitt hratt að hagkerfum ESB landanna.  Framtíðin mun eins og í mörgum ESB löndun einkennast af hægum hagvexti, lágu og stöðugu verðlagi, hóflegum launahækkunum og miklu atvinnuleysi.  Það er einkum spáin um atvinnuleysi upp á 10% sem er mun svartsýnni en spár AGS, Seðlabankans og ASÍ. Hinn gríðarlegi slaki í hagkerfinu, há skuldastaða og lítið aðgengi að fjármagni eru sterk rök sem Danske Bank bendir á sem kannski aðrir aðilar hafa vanmetið.

Það er líklega rétt hjá Lars Christensen að við verðum að fara að tala um góðar efnahagshorfur þrátt fyrir hátt atvinnuleysi.  Þetta verður mikil hugarfarsleg breyting frá fyrri tíð, þegar Íslendingar völdu fulla atvinnu fram yfir stöðuleika.

Lægstu launataxtar og hæsta atvinnuleysi á Norðurlöndunum á næstu árum verða líklega dýrasta afleiðing hrunsins.  Icesave málið eru smámunir í þessum samanburði.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (8)

 • Það er hugsanlega ofmat í atvinnuleysistölum Dankse Bank þar sem reynslan sýnir að margir Íslendingar flytja einfaldlega burt frekar en að hanga atvinnulaus lengi eins og þú hefur áður bent á Andri. Freistingin er of mikil þegar við erum við hliðina á ríkasta landi heims. En störfum á eftir að fækka víða, það verður meiri niðurskurður hjá hinu opinbera og víðar.

 • Haukur Kristinsson

  Fyrir tveimur dögum skrifaðir þú; „Noregur er sigurvegarinn“. Og núna í hádgisfréttum var sagt frá því að Norðmenn auglýsa grimmt eftir íslenskum starfskröftum, sem þykja mjög góðir. Út af fyrir sig er það gott, ef okkar fólk finnnur góða vinnu hjá frændþjóðum okkar og líður þar vel. En þetta er mikil fórn fyrir Ísland. Eiginlega sorglegt.

 • Andri Geir Arinbjarnarson

  Alveg rétt, en það versta er að þeir bestu og athafnamestu fara fyrst. Þeir sem hafa rétta menntun og reynslu verða alltaf eftirsóknarverðir. Við gætum lent í vítahring með þá sem eftir sitja, ef lykilstarfsmenn eru ekki til staðar verður fátt um nýfjárfestingar, slakinn gæti því verið viðvarandi þrátt fyrir mikinn landflótta.

 • Eru til einhverjar tölur um menntunar/atvinnustig þeirra Íslendinga sem hafa flust til Noregs eftir hrun? Er ekki staðreyndin sú að þrátt fyrir aukið atvinnuleysi þá er ennþá nóg að gera á Íslandi fyrir fólk með góða menntun? (Látum liggja milli hluta að það geti fengið hærri laun í Norge).

 • Hinir bestu og hæfustu fara.

  Eðlilega.

 • Mjög skrítin umræða hjá Danske Bank að krónan sé 25% undirverðlögð. Í dæmi því sem þeir taka, þá sýna þeir að krónan er 25% verðminni í dag en fyrir hrun. OK, en ísl. hagkerfið varð líka fyrir verulegu tekjuhruni þegar bankarnir féllu.

  Þannig, að 25% gengisfall er einfaldlega a.m.k. ekki of mikið þegar rauntekjuhrun hagkerfisins sé haft í huga!

  Þannig, að mér finnst ekki ganga upp, að halda því fram að krónan sé undirverðlögð.

  En, hvernig á að hækka gengið um 25%? Í alvöru.

  Þ.e. rætt um að þá batni skuldastaða margra – en einhver þarf að borga allann þann tekjumun, sem skapast þegar gengið hækkar og gjaldeyrisskapandi greinar fá færri krónur fyrir hverja Evru.

  Svo, ég velti fyrir mér – hvar á að finna 25% rauntekjuhækkun hagkerfisins!

  Andri hefur þú einhverja tillögu um það?

  Kv.

 • Andri Geir Arinbjarnarson

  Einar,
  Ef litið er á tölur AGS um landsframleiðslu sem er reiknuð á jafnvirðisgildi dollars (um $36,000 ppp en $39,500 á gengi Seðlabankans) þá er krónan um 10% yfir jafnvirðisgildi, þe dollarinn er um 10% of lágt skráður. Á móti kemur að dollarinn er talinn um 20% undir jafnvirðisgildi gagnvart evru, þannig að miðað við tölur AGS hefði ég haldið að krónan væri u.þ.b. rétt skráð á bilinu 150-160 evran. Það er erfitt að sjá einhverja 25% hækkun í spilunum.

 • Sammála, hækkunin er víst í reynd 33% miðað frá lægri upphæðinni þ.e. 11% hvert hinna 3. ára. Sama tíma á afgangur af utanríkisviðskiptum ekki að minnka og hagvöxtur cirka 3% hvert ár sýnist mér hvergi nærri nægur til að framkalla svo sterk áhrif.

  Kv.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og sjö? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur