Mánudagur 11.04.2011 - 13:47 - 4 ummæli

Svíar hafa „Nei“ boltann

Svo virðist sem sænska ríkisstjórnin ráði nú örlögum Íslands hvað varðar aðgang og kjör að erlendum fjármálamörkuðum.  Matsfyrirtækin benda á AGS, sem aftur bendir á hin Norðurlöndin sem síðan bíða eftir Svíum.

Það má því með sanni segja að til skemmri tíma litið sé fjárhagslegt sjálfstæði Íslands meir í höndum Rigsdagen en Alþingis.  Það þarf víst að fara ansi langt aftur í sögun til að finna tíma þegar Svíar höfðu slík áhrif hér á landi.

Hins vegar er alveg sama hvað Svíar gera, Íslendingar munu túlka það sem fyrirskipanir frá Brussel.  Það varpar hins vegar upp þeirri spurningu hvort þá sé ekki betra að vera fullgildur meðlimur í klúbbnum, heldur en að standa fyrir utan með hendina útrétta?

„Nei-ið“ færir okkur smátt og smátt nær ESB.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

 • Pétur Maack

  Góð greining á ástandinu.

  Nei-ið um helgina verður til þess annars vegar að flýta inngöngu okkar í sambandið og hins vegar til þess að við förum þangað á hnjánum en ekki upprétt.

 • Leifur Björnsson

  Sammála Pétur verður líka til þess að við ráðum engu lengur um framvinduna í Icesave.

 • Nú er dómsdagur 2 liðinn og enn er gengið stöðugt, lánshæfið óbreytt og umfjöllun allar stærstu viðskiptablaða heims jákvæð gagnvar niðurstöðu kosninganna. Allt á sama veg og í fyrra skiptið.

  Dettur ykkur ekki eitt augnblik í hug að þið séuð búnir að vera að vaðandi reyk í þessu máli frá upphafi

 • Bjarki Guðlaugsson

  Tek undir með Guðmundi, það er kominn tími til að Íslendingar fari að anda með nefinu og slaka á gagnvart ESB. Ég bara einfaldlega trúi því ekki að Íslendingar séu svo uppteknir af því að verða „þjóð meðal þjóða“ að þeir sætti sig við hvað sem er í samningum við ESB.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og þremur? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur