Sunnudagur 10.04.2011 - 07:53 - 9 ummæli

Noregur er sigurvegarinn

Hinn raunverulegi sigurvegari í þessari Icesave kosningu er ekki Ísland heldur Noregur.  Eftir þessar kosningar mun akkurat ekkert gerast.  Ungt og athafnamikið fólk getur ekki beðið lengur eftir spennandi tækifærum sem gefur þeim dýrmæta starfsreynslu og möguleika á að byggja upp sparnað í alvörugjaldmiðli.  Ungt fólk hefur ekki sömu þolinmæði og staðnað miðaldra fólk.  Nei, með Icesave aftur á byrjunarreit eftir 2.5 ár,  eru möguleikarnir í Noregi farnir að lokka, þó ekki væri nema að skreppa í 2-3 mánuði og vinna á launatöxtum sem geta auðveldlega fjármagnað langþráða Spánarferð í haust fjarri öllu Icesaveþrasi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (9)

 • Rósa Halldórsdóttir

  Það stendur hvort sem er ekki til að breyta því á Íslandi að hér þarf ungt fólk að vinna langan vinnudag ef það ætlar að koma sér þaki yfir höfuðið. Ótæpileg vinna á meðan verið er að ala upp börnin er ekki boðlegt lengur. Í Noregi lifir fólk á dagvinnulaunum, eignast húsnæði, með eignarmyndun eftir örfá ár en ekki eins og hér með skuldaklafann áratugum saman.
  Notum tækifærið, stokkum upp og gefum aftur. Það er ömurlegt að byggja nýtt hagkerfi eftir hrun þess gamla með sömu leikreglunum. Af hverju hrundi hið gamla?

 • Andri Geir Arinbjarnarson

  Rósa,
  Í lýðræðisríkjum bera kjósendur alltaf nokkra ábyrgð á ástandinu, kjósendur eiga jú skilið þá stjórnmálamenn sem þeir kjósa. Kannski er hluti af vandanum að kjósendur fá aldrei að velja stjórnmálamennina, þeim er einfaldlega smalað inn í flokksréttir. Hið jákvæða við þessa kosningu er að völd einstakra flokka, flokksforingja og baktjaldamakkara munu minnka (eða eigum við að segja breytast) með nýrri kynslóð. Yngstu kjósendur hafa meiri reynsu af þjóðaratkvæðisgreiðslum en þingkosningum og það hefur áhrif. Gömlu jálkarnir reyna að spyrna við en þeirra dagar eru senn taldir, tíminn sér um þá. En þjóðaratkvæðisgreiðslur hafa sín vandamál, lýðskrum þrífst í skjóli þeirra sem aldrei fyrr.

  Hið íslenska módel er hrunið, unga fólið þurfti á yfirvinnu að halda til að geta eignast húsnæði og leyft sér ferðalög og skemmtanir. Nú er yfirvinnan búin og því eru góð ráð dýr.

  Norðmenn eru með næstum tvöfaldar þjóðartekjur á mann miðað við Íslendinga, það er enginn möguleiki fyrir Ísland að ná Norðmönnum í þessu efni í náinni framtíð ef nokkurn tíma. Til þess þarf öfluga atvinnusköpun, fjármagn og vel þjálfað fólk. Í kapítalísku hagkerfi ganga hjólin fyrir alvöru peningum.

 • Leifur Björnsson

  Því miður er þetta rétt hjá þér Andri Geir ég tala Norsku og væri farinn nú þegar ef ég væri 25 árum yngri.

 • Bjarki Guðlaugsson

  Það er nákvæmlega svona uppgjafartónn sem skilaði okkur því landi sem við lifum nú í. Ég hef sjálfur prufað að búa í Noregi til að vinna þar og ég þekki þó nokkra sem búa þar nú. Noregur er ekki lausnin! Niðurstaða mín og þeirra sem ég þekki er þessi.

  Miðast við 4 manna fjölskyldu með 2 börn á skólaaldri og tvær fyrirvinnur (ein í 100% starfi og hin í 50% starfi)

  * Helmingi hærri laun (maður í mínu starfi fær að meðaltali 400.000 NOK á ári ~= 700.000 ISK fyrir skatt á mánuði, sem gerir 416.000 ISK í heildina á mánuði og svo fær konan í kringum 120.000 NOK á ári ~= 175.000 á mánuði fyrir skatt sem gera 105.000 ISK á mánuði. Þetta eru svo samtals 591.000 ISK á mánuði fyrir báða eftir skatt)
  * Helmingi dýrara að borða (búðarferðin kostar svona 1800 NOK ~=35.000 ISK og það er farið fjórum sinnum í mánuði)
  * Helmingi dýrara að eiga bíl (gamall avensis kostar um 200.000 NOK ~= 4.200.000 ISK og bensínlítrinn kostar 13 NOK ~= 270 ISK ca. 150.000 ISK á mánuði með tryggingum, bensíni, dekkjum og viðhaldi)
  * Helmingi dýrara að leigja eða kaupa (leiga á 3ja herbergja íbúð er um 10.000 NOK á mánuði eða um 210.000 ISK á mánuði)
  * Það hátt orkuverð að það er nánast ekki í boði að halda húsi heitu (í kringum 17°C) á veturna til dæmis þá býr ein frænka mín í suður noregi og hún sættir sig við einn rafmagnsofn í svefnherberginu á veturna og svo arininn á kvöldin. Þau eru bæði háskólamenntuð í fullu starfi.

  miðað við þetta þá eru heildarfjármunir eftir þetta til að eyða í nauðsynjar fyrir börnin, sparnað upphitun og fleira í þeim dúr ca. 50.000 ISK. Ofan á þetta koma að vísu barnabætur og einhver smá stuðningur frá kerfinu. Þetta eru engar ýkjur því ég bjó þarna og upplifði þetta á eigin skinni. Þannig að ég bara spyr, er það þetta sem Íslendingar eru að sækjast eftir? Verði ykkur að góðu ef þið viljið yfirgefa fjölskyldu vini og eigin land og þjóð fyrir þetta.

 • Andri Geir Arinbjarnarson

  Bjarki,
  Það er einmitt ekki svona tónn sem hefur skilað okkur þar sem við erum. Það er ofurbartsýnin og vitleysisgangurinn, ekki varkárni og praktísk hugsun.

  Svo máttu ekki gleyma lífeyrisgreiðslum, það lítur ekki vel út með lífeyrisgreiðslur hér í framtíðinni. Erlend starfsreynsla í vel reknum og viðurkenndum fyrirtækjum er gulls ígildi fyrir ungt fólk. Lengi býr af fyrstu gerð.

 • Ómar Harðarson

  Eini kosturinn við niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar er að nú hefur málið verið tekið af pólitíska vettvanginum. Nú tekur við feit reikningsgerð hjá „færustu“ íslensku og erlendu lögfræðingunum.

 • Þórdís Sigurþórsdóttir

  Þetta var sigur almennings gegn innheimtustofnun AGS:
  „Við höfum ítrekað krafist þess að Hollendingar beiti sér gegn umsókn
  Íslands í Evrópusambandið, neiti þeir að vinna að lausn málsins. Ég mun
  ræða lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til Íslands við ríkisstjórnina,“
  segir Harbers enda sé aðstoð AGS við Ísland skilyrt lausn á Icesave
  deilunni.“http://www.smugan.is/frettir/frettir/nr/5668

 • Sigurgeir Ólafss.

  Ríkisstjórnin ræður framhaldinu.

  1: Ef ríkisstjórnin vill slakt efnahagslíf, þá fáum við slakt efnahagslíf.

  2: Ef ríkisstjórnin vill blása til sókna og hefja hér uppbyggingu, þá verður það gert og er alveg hægt að gera þrátt fyrir Nei við Icesave.

  Ríkisstjórnin ætlar að velja leið 1 til að refsa fólkinu í landinu fyrir að segja nei við þeirri leið sem í raun að aðgöngumiði að ESB.

 • Hef allt aðra sögu að segja en Bjarki.
  Bjó fimm ár í Noregi, skammt norðan við Osló. Þriggja manna fjölskylda, einföld laun. ca. NOK 400.000.- ári . Byggðum efir að hafa búið þar í eitt ár 140 fm einbýlishús, lán til 25 ára í „Husbanken“.
  Lifðum góðu lífi á einföldum laun, höfum sennilega aldrei haft það eins gott. Erum sennilega á leiðinni út aftur.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og fjórum? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur