Færslur fyrir mars, 2015

Mánudagur 30.03 2015 - 08:15

Sparisjóður seldur á slikk

Það er ekki á hverjum degi sem ein verðmætustu viðskiptasambönd landsins eru seld á brunaútsöluverði.  En það gerðist um helgina þegar Sparisjóður Vestmannaeyja var seldur í “ekta” 2007 ferli, þar sem sami meirihluti sat báðum megin við borðið. Nú eru Vestmannaeyjar ein stærsta og gjöfulasta verstöð landsins og líklega eru viðskiptasambönd per mann verðmætari þar […]

Föstudagur 27.03 2015 - 08:57

Sparisjóður riðar til falls

Mál Sparisjóðs Vestmannaeyja er allt hið furðulegasta.  Svo virðist samkvæmt blaðafréttum að útlánasafn sjóðsins hafi verið ofmetið og það aðeins komið í ljós eftir athugun FME í lok árs 2014. Þetta vekur upp spurningar um störf stjórnar sjóðsins, Bankasýslunnar og FME.  Ef rýnt er í ársskýrslur SV kemur í ljós að stjórn sjóðsins og endurskoðendur […]

Fimmtudagur 26.03 2015 - 08:19

Láglaunalandið Ísland – hvað veldur?

Launafólk er langþreytt á lágum launum og vill leiðréttingu þar sem annars staðar.  Ríkisstjórn sem setti “leiðréttingu” sem sinn hornstein hlýtur að taka á þessu eins og tekið var á húsnæðislánunum. Það var jafn mikill forsendubrestur hjá launafólki og húsnæðiseigendum í hruninu. En það getur orðið hægara sagt en gert að hækka launin á sjálfbæran […]

Mánudagur 23.03 2015 - 07:45

Ísland 0 – Noregur 1

Bréf utanríkisráðherra Íslands til ESB er lítið annað en sjálfsmark hjá Íslandi.  Hinn raunverulegi sigurvegari er Noregur. Að senda bréf sem ekkert mark er tekið á og engin samvinna var um er tímasóun.  Skilaboðin eru skýr og þau sömu og í makríldeilunni – Íslendingar fara sínar eigin leiðir og eru óútreiknanlegir.  Fleiri munu nú segja […]

Laugardagur 21.03 2015 - 08:56

Icesave leið úr höftum

Margir telja að nú séu góðar horfur til að losa fjármagnshöftin?  Hvers vegna?  Jú, vegna þess að vaxtamunur við útlönd er í hæstu hæðum.  Hann muni laða erlent fjármagn til landsins.  M.ö.o. það á að nota vaxtaokur heimilanna og minni fyrirtækja til að létta á höftunum. Þetta kallar maður Icesave leið úr höftum, en þetta […]

Fimmtudagur 19.03 2015 - 08:32

Landsbankinn rassskelltur

Á aðalfundi í gær var Landsbankinn rækilega rassskelltur og stjórn bankans vakin upp af þyrnirósasvefni sínum.  Ekki stendur steinn yfir steini af hinni margrómuðu stefnu bankans frá 2010.  Stefnu sem hefur dregið hagnað af reglulegum rekstri niður í 5-6%, selt eignir í lokuðu ferli og keypt eina dýrustu lóð landsins við Hörpu undir nýjar aðalstöðvar. […]

Miðvikudagur 18.03 2015 - 07:32

Stefnulaus ríkisbanki?

Nýlegt ársuppgjör Landsbankans hlýtur að valda eigendum hans vonbrigðum.  Hreinar vaxtatekjur dragast saman um 18% á sama tíma og launakostnaður hækkar um 10%, sem svarar til 90,000 kr hækkunar á mánuði per stöðugildi. Svar bankaráðs er að endurskoða stefnu bankans.  Þetta er í sjálfu sér ekki undarlegt, en það sem er athyglisvert er að það […]

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur