Mánudagur 18.04.2011 - 06:53 - 4 ummæli

Sannir Finnar og lán til Íslands

Sannir Finnar eru sigurvegarar í þingkosningum í Finnlandi.  Þeir eru alfarið á móti því að Finnar hjálpi eyðsluklóm í vanda.  Þeir vilja skrúfa fyrir fjármagnskrana ESB til Portúgals og munu beita sér þar innan ESB.  Þá vaknar spurningin hver er staða Sannra Finna gagnvart Íslandi?  Munu þeir beita sér fyrir, innan Norðurlandanna, að skrúfa fyrir lánakranann til Íslands?  Hver er munurinn hjá þeim á Íslandi og Portúgal.  Það eru fleiri en Íslendingar sem bíða spenntir eftir þeirri skilgreiningu og viðhorfum.

Það yrði kaldhæðni örlaganna ef það yrðu Finnar sem settu AGS prógrammið í uppnám en ekki Bretar eða Hollendingar.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

 • Þetta er góð spurning Andri Geir, sem vekur okkur til umhugsunar um eigin stöðu.
  Við erum réttilega flokkuð með með vanskilaþjóðum, þrátt fyrir að við höfum hingað til komist léttilegra frá, þessu en margar aðrar þjóðir með ofvaxið fjármálakerfi, án þess að gera lítið úr þeim hörmunum sem margt fólk á Íslandi hefur orðið fyrir með hrun fjármálakerfisins og gengishruni gjaldmiðlilsins. Íslensk stjórnvöld létu bankanna falla ofan á kröfuhafanna. Þar var engri sér-íslenskri snilld fyrir að fara, raunar var stigið á þann neyðarhemil fyrir „okkur“ enda remdust ráðamenn við að fá „stóra lánið“ fram á síðustu stundu, en það fengum við aldrei enda hefðum við aldrei verið borgunarmenn fyrir því.
  Við erum upp á skeri þar sem áframhaldandi uppbygging, til að mynda í orkuvinnslu, er háð erlendri lántöku og ekki minnst endurfjármögnunar á erlendum skuldum þjóðarbúsins bæði fyrirtækja, ríkis og opinbera aðila. Þrátt fyrir að heildarskuldir ríkisins séu ekki þær hæstu er skuldasöfnun ríkisins gríðarlega hröð frá hruni, vextir óhagstæðir og greiðslubyrðin þung. Við erum í raun læst inni í íslenskukrónuhagkerfinu með gjaldeyrishöftum með handskráðu gengi gerir það auglóslega nánast óhugsandi með erlenda fjárfestingu og óvilji annars núvernadi stjórnarflokks, eða þess hluta hans sem er í stjórn, í orkuframkvæmdir er því miður ekki það sem hefur stöðvað, það fæst einfaldlega ekki fjármögnun til að byggja þetta upp, raunar er Landsvirkjun að mér skilst búið að fjármagna eftir meira 2 ára þrautagöngu 1/3 af Búðarhálsvirkjun en á eftir að fjármagna 2/3 enda eru þau lán sem okkur eru boðin svo óhagstæð að fjármagnskostnaður myndi í raun gleypa upp allan arð af framkvæmdunum.
  Það er óvissa um stöðuna hvað varðar skuldbindingar ríkisins eftir Icesave atkvæðagreiðslunna raun var óvissa einnig hvað varðar já-ið en óvissa mun í raun fresta hér öllu. Það eru núna 3 ár frá óumflýjanlegu hruni íslanska fjármálakerfisins og 2 1/2 frá hruninu og sú mynd sem við blasir er að við komum til að skrapa botnin árum ef ekki áratugum saman. Við búum ennþá við að það vinna jafn margir í fjármálakerfinu eins og fyrir hrun þar hefur sáralítill samdráttur orðið. Íbúðarlánasjóður er gjaldþrota, hann fékk 33 miljarða og þarf væntanlega 30 miljarða til. Það eru næstum 2000 íbúðir sem eru tómar.
  „Bjartsýnustu spár“ spá hér áframhaldandi 10% atvinnuleysi næstu árin ef ekki áratugina og það byggist að hluta af því að við flytjum atvinnuleysið úr landinu með því að ungt og vel menntað fólk flytur sig burtu af landinu.

 • Alveg rétt Gunnr,
  Við högum okkur eins og við værum efnahagsleg fyrirmynd annarra, hið sjálfstæða stolta norræna ríki sem erlendir blaðamenn dásama (nema hvað við erum með fjárhaldsmann í lokuðu og stöðnuðu haftahagkerfi). Ofurbjartsýni hefur alltaf verið sterka hlið Íslendinga.

  Ungt fólk sem vill byggja upp raunverulegan sparnað og tryggja sínum börnum velsæld, gerir það ekki svo auðveldlega í haftalandi.

 • En ef Már hefur rétt fyrir sér, þá þarf Ísland ekki meira fjármagn fyrr en eftir 2013.

  Skuldatryggingaálag Ísland var skilst mér í sl. viku komið í 216 punkta meðan CDS Spánar var 214. Þ.e. áhugavert að það lækkaði milli vikna cirka 10%.
  —————–

  Það virðist að fókus Finna sé á skuldamál innan ESB fyrst og fremst. Deilt sé nú á áætlanir um að bjarga Portúgal.

  Síðan, mun vera haldinn aftur stór leiðtogafundu í júní nk. þ.s. til stendur að ganga frá, viðbótar fjármögnun fyrir neyðarsjóð Evrusvæðis, og leggja lokahnykkinn á hvert fyrirkomulag þess sjóðs er taka á við 2013 á að vera.

  Á þetta eru Sannir Finnar einnig mjög líklegir að fókusa.
  —————-

  Þ.s. Ísland er í miklu minni gjaldþrotshættu en Portúgal og Grikkland, vegna viðsnúnings yfir í viðskipta afgang – þá sýnist mér ekki sérlega líklegt, að mál Íslands fari mikið inn í umræðuna í Finnlandi.

  Það má meira að segja vera, að „Sannir Finnar“ hafi frekar samúð með okkur frekar en hitt, en þeir eru einnig með platofrm byggt á andstöðu við „bailout“ til bankamanna.

  Bendi á eigin umgjöllun um málið á: einarbb . blob . is

  Kv.

 • Það væri alger draumsýn að halda að Sannir eða Ósannir Finnar hafi samúð með okkur. Finnar eru eitt heiðarlegasta fólk sem fyrirfinnst og finnst fátt meira skammarlegt en að standa ekki í skilum. Finnar hafa farið í gegnum mörg stríð og þurft að greiða þungar stríðskaðabætur og alltaf borgað allt á réttum tíma án þess að kvarta. Í finnsku kreppunni fyrir 20 árum síðan svelti fólk sig frekar en að að fara í vanskil og þar var ekkert rætt um niðurfellingu skulda.

  Ég myndi nú frekar hallast að því að sannir Finnar munu fyrirlíta land sem hefur hegðað sér eins og Ísland.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og sjö? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur