Miðvikudagur 20.04.2011 - 11:07 - 2 ummæli

Fréttir í dag

Fréttir frá Seðlabankanum og Hagstofunni í dag eru ekki uppörvandi.

 1. Atvinnuleysi eykst – atvinnuleysi ungmenna á aldrinum 15-24 ára mælist 15.9%
 2. Kaupmáttur minnkar á milli mánaða um 0.6%
 3. Icesave niðurstaðan eykur hættu á veikari krónu og takmarkar svigrúm til meiri vaxtalækkana
 4. Veðbólguhorfur til næstu ára versna
 5. Hagvaxta og atvinnuhorfur versna

En það er nú ekki allt svart.  Norðmenn eru yfir sig hrifnir af Íslandi og telja sig hafa fundið hér falinn fjársjóð.  Enda sannast þar hið sígilda lögmál hins kapítalíska hagkerfis, þangað sem fjármagnið leitar þar eru tækifærin og þar sem tækifærin eru þangað leitar fólkið.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

 • Andri, við erum að tala um hagspár – ekki raunveruleika.

  Fram að þessu hafa hagspár Seðlabanka ekki ræst, eins og flestum ætti að vera kunnugt fór Seðlabankinn fyrst að tala um upphaf hagvaxtar á 1. ársfjórðungi 2010, síðan þegar það gekk ekki eftir átti hann að hafa hafist um sumarið, þegar það gekk ekki eftir var því slegið föstu að hann væri hafinn um haustið 2010 og myndi þaðan í frá vera hafið samfellt viðsnúnings tímabil; en tölur frá sl. ári hafa ekki sýnt að sá vöxtur hafi gengið eftir enda samdráttur á 4. ársfjórðungi.

  Í reynd hefur engin spá Más Guðmundssonar um framvindu efnahagsmála gengið eftir, síðan hann tók við stöðu Seðlabankastjóra. Þ.e visst afrek að hafa 100% tilvika rangt fyrir sér.

  Þegar tölur fyrir 1. ársfjórðung þessa árs munu liggja fyrir, reikna ég fastlega með því að fullyrðingar Más frá því í viðtali við VB.is í mars þess efnis að víst væri hagvöxtur, muni ekki heldur ganga eftir.

  Enda virðist eina „consistent“ trendið vera hjá Má, að hann vaði í villu um framvindu mála.
  ——————-

  Tek fram að ég trúði aldrei þessum spám, mín persónulega spá hefur verið og enn er, að vöxtur verði á bilinu 0,5 – tæplega 1%.

  Ég er einnig þeirrar skoðunar að þessi útkoma hafi verið löngu orðin ljós, eftir að spá Más í fyrra um samfelldan hagvöxt frá miðju sl. ári rættist ekki, haldur var samdráttur á 4. ársfjórðungi 2010 og samdráttur þess árs í heild varð einnig meiri en Seðló spáði eða 3,5%.

  Það furðulega er eiginlega, að Már skuli ekki hafa verið búinn að lækka hagspána fyrir þetta ár, fyrir margt löngu – niður í kringum 1% eða tæplega það. En, ég hef litið á hans spár og einnig ASÍ sem pólitískan áróður.
  ———————

  Þ.e. mjög vel hægt að koma þeim framkvæmdum af stað.

  Bendi á að skuldatryggingaálag Íslands hefur haldið áfram á lækkunarferli síðan þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram. Ekki verður séð, að markaðurinn hafi fram að þessu sýnt neikvæð viðbrögð. Þó hugsanlegt sé að þau eigi eftir að koma fram síðar.

  Í síðustu viku var CDS Íslands 2016 punktar en fyrir Spán 214 punktar.
  Skuldatryggingaálag Íslands er sem sagt á svipuðu róli og CDS Spánar, sem hefur verið að selja ríkisbref á bilinu 5,5 – 5% vöxtum, miðað við 10 ár.

  Við getum sennilega fengið vexti á bilinu 0,5-1% hærri, líklega er tilraunarinnar virði að tipla tánni á markaðina í sumar, svo fremi að lækkunartrend haldi áfram eins og það hefur gert síðan eftir hrun, þ.e. meðaltrendið er stöðug lækkun.
  ————————

  Reyndar tel ég að virkjanir eigi að vera einkaframkvæmd, og styð lagasetningu sem takmarkar eignaraðild t.d. við 35-40 ár. Þannig ætti að vera hægt að hrinda þessu í verk, án þess að skuldsetja ríkið eða hið opinbera frekar.

  Á ekki von á að Nei trufli mál að nokkru leiti.
  ———————-

  Fleiri leiðir eru í boði, sem dæmi er einnig unnt að bjóða tímabundna skatta afslætti.

  Hægt væri að bjóða aðilum sem hefja vilja starfsemi til útflutnings 50 eða jafnvel 100% afslátt til næstu 5 ára af tekjuskatti. Önnur 5 ár þ.s. aflsátturinn helmingast, og síðan fellur út að þeim tíma liðnum.

  Þetta væri í boði, til allra sem vilja hefja nýjan útflutning (annað gjaldeyrisskapandi teldist með) hvort sem starfsemin er alveg ný eða verið er að umpóla starfsemi sem fyrir er. Með þessu væri skapaður hvati, til þeirra er eiga peninga, svo þeir setji þá frekar í útflutningsgreinar.

  En, útflutning er þ.s. við mest þurfum að auka – ef landið á að geta aukið lífsjör aftur á sama tíma og skuldir eru greiddar niður.
  ——————

  Nei – á ekki að vera gild afsökun fyrir engum efnahagslegum viðsnúningi!

  Kv.

 • Þetta Icesave mál og umræðan um það segir kanski allt sem segja þarf um Íslendinga og íslenska umræðuhefð og íslensk stjórnmál raunar held ég að þessi umræða hafi rýrt okkur trausti og þau lönd sem þekkja okkur best og gjörþekkja okkur þeas Norðurlöndin eru búin að missa nánast allt traust og tiltrú á okkur. Uffe Ellemann-Jensen er stjórnmálafræðingur og virtur álitsgjafi á Norðurlöndum og fyrrum formaður Venstre (sem er hægriflokkur þrátt fyrir nafnið). Núverandi forsætisráðherra Lars Løkke Rasmussen er formaður flokksins og áður Anders Fogh Rasmussen, fyrverandi forsætisráðherra Danmerkur og núverandi aðalritari NATO sem flestir vonandi vita. Uffe Ellemann-Jensen er ekki sósialdemókrati eins og Einar Björn hefur haldið fram andmælalaust. Hann gjörþekkir íslenska stjórnskipun og íslensk stjórnmál enda er hún mjög skyld þeirri dönsku.

  Raunar er þetta bara einn af mörgum þáttum sem rýra okkur trausti og málaferli setur væntanlega allt í ís hér næstu 2-3 árin.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og þremur? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur