Miðvikudagur 20.04.2011 - 15:06 - 42 ummæli

Innflutningshöft á leiðinni?

Innflutningshöft fara saman við gjaldeyrishöft í lokuðu haftahagkerfi.  Þetta þekkja Íslendingar vel enda hafa þessir tvíburar verið viðvarandi á Íslandi mest af lýðveldistímanum.

Í Peningamálum Seðlabankans í dag, útskýrir Seðlabankastjóri að bakslagið í hagvexti sé auknum innflutningi að kenna.  Þetta þarf ekki að koma á óvart.  Fyrir þá sem eiga peninga er lítið annað að gera en að nota þá í eyðslu.  Raunveruleg fjárfestingartækifæri eru fá og háð mikill óvissu og áhættu.  Mun áhættuminna er að kaupa erlendan varning, sérstaklega ef menn trúa því að gengi krónunnar sé of hátt skráð.  Genginu er jú „handstýrt“ til að auka stöðuleika og halda verðbólgu niðri.  Þetta virkar vel til skemmri tíma en á endanum verður eitthvað að gefa eftir.

Annað hvort verðum við að setja á innflutningshöft til að styðja við gjaldeyrishöftin og stöðuleikann eða láta gengið síga til að slá á innflutninginn en þá er stöðuleikanum fórnað og í hagkerfi sem er yfirskuldsett með verðtryggingu er það ekki vænlegur kostur.  Því væri mun skynsamlegra að setja á innflutningshöft, fyrst á lúxusvörur.  Vandamálið er auðvita EES samningurinn sem ef til vill yrði að fórna.   Það er auðvelt í núverandi andrúmslofti að telja fólki trú um að með uppsögn á EES væri Ísland að sækja glatað fullveldi.  Ef aukið ímyndað sjálfstæði fylgdi innflutningshaftapakka rynni þetta í gegn.

EES samningurinn er í raun „lúxusvara“ sem aðeins ríkar þjóðir hafa efni á og Ísland er ekki lengur í þeim hópi.  Það er ekki á hendi nema fárra þjóða að reka sjálfstæðan, viðurkenndan gjaldmiðil og leyfa á sama tíma óhefta fjármagnsflutninga.  Aðrir þurfa stuðningsumgjarðir sem birtast annað hvort í höftum eða samvinnu.  Í Evrópu hafa þjóðir sótt stuðning hvor til annars innan ESB, en utan Evrópu eru höftin algengari í einu eða öðru formi.

Þar sem allt er betra en innganga í ESB hjá meirihluta Íslendinga verður efnahagslegt „sjálfstæði“ aðeins tryggt með einhvers konar höftum og miðstýringu.  Því er líklegt að framtíð Íslands liggi í „auknu“ fullveldi þar sem við smátt og smátt yfirgefum EES og hverfum aftur til haftabúskapar sem á nýrri öld verður sveipaður beinu lýðræði.  Hversu lengi slíkur búskapur gengur upp, skal ekki sagt, en það mun lenda á nýrri kynslóð að ákveða.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (42)

 • Innflutningshöft eru óþarf á meðan Seðlabankinn stjórnar genginu.

 • Innflutningshöft eru á leiðinni. Þetta er bara spurning um það hvenar, ekki hvort EES samningurinn endar. Enda eru Noregur, Lichtenstein og ESB að endurmeta EES samninginn þessa dagana.

  Ég reikna fastlega með því að niðurstaðan verði uppsögn á EES samningum eftir nokkur ár.

  Íslenska hagkerfið er í dag lokað og mun lokast ennþá meira eftir því sem fram líða stundir ef ekkert verður gert.

 • Jon B G Jonsson

  Þá verður í leiðinni að loka landinu þannig að fólk geti ekki flust til annarra landa í leit að betra lífi. Þannig að kannski endum við sem Kúba norðursins? Einhverjir yrðu jú kátir með það.

 • Ómar Kristjánsson

  Ef menn skoða sögu haftabúskapar á Íslandi (Sem er nánast öll íslandssagan eftir seinna stríð) þá reka menn sig fljótt á að höft hafa tilhneigingu til að herðast sífellt og útbreiðast.

  þegar búið er að setja eitt atriði í haft – þá þarf að setja undir leka annarsstaðar og fá ráð eru til nema koma með reipið.

 • Haftabúskapur er ekki sjálfbær, sagan segir okkur það.

  Gjaldeyrishöft og gengisstýring kallar einmitt á innflutningshöft fyrr eða síðar. Dæmið gengur aldrei upp nema að sett sé fyrir nýja leka stöðugt eins og Ómar segir, þar til kerfið hrynur.

  Þess vegna mun haftabúskapur á endanum leiða okkur inn í ESB, spurningin er bara hvenær.

  Að halda að við getum lifað hér ein og óstudd, haftalaus, með eigin gjaldmiðil og norrænt velferðarkerfi er tálsýn.

 • Þið ættuð að lesa þetta:

  „Prior to the Asian Financial Crisis of 1997–98, the mainstream view was that capital controls are always harmful. After the crisis, which involved several nations subsequently adopting capital controls, the view changed to a general acceptance that capital controls can be appropriate and even essential in times of financial crisis.

  By February 2010 the IMF had reversed its earlier position, saying that capital controls can be useful as a regular policy tool even when there is no crisis to react to, though it still cautions against their over use. The IMF, UN, World Bank and Asian Development Banks all now consider that capital controls are an acceptable way for states to regulate potentially harmful capital flows …“

 • Forræðishyggjufókið í VG mun taka innflutningshöftum fagnandi.

  Þannig getur það í enn auknum mæli stjórnað lífi annarra.

  Núverandi ástand er kjöraðstæður fyrir fasista og öfgamenn.

  Þeir munu nýta sér það.

 • Meðal annars af þessu orsökum er mér fyrirmunað að skilja hvers vegna hægri menn eru á móti inngöngu í esb. Ég skil kommúnista og einangrunarsinna, en ekki hægri menn. Ég er sjálfur langt til hægri og fyrir mér er valið kýrskýrt; annaðhvort samkeppnishæft umhverfi með samkeppnishæfan gjaldmiðil, opið hagkerfi laust við tolla, laust við aðflutningsgjöld og skýrar leikreglur eða… höft.

  Við höfum búið við hafta umhverfi nánast allan lýðveldistímann. En landið vara einangrað að mörgu leiti og við þekktum ekkert annað. Nú þekkjum við annað, viljum við virkilega hverfa til baka? Óskiljanleg afstaða sérstaklega hjá fólki sem annars kennir sig við frelsi í viðskiptum.

 • Þorsteinn Úlfar Björnsson

  Þetta eru ekki ólíklegar pælingar hjá þér Andri Geir, jafnvel meir en líklegt að eitthvað þessu líkt gæti gerst.

  Og Þórður Áskell, það vill enginn hverfa til baka og það er kannski vandamálið, við höfum e.t.v. ekki efni á öðru.

 • stefán benediktsson

  Mér datt líkt í hug þegar ég sá að dollarinn var að lækka og ég hugsaði sjálfvirkt „já iPad“.

 • Gunnar Skúli Ármannsson

  Skortur á gjaldeyri hefur verið yfirvofandi um nokkurt skeið, þeir sem best fylgjast með því hafa talið skömmtun hefjast 2011 eða 2012.Ef Ísland ætlar að greiða allar sínar skuldir þá höfum við ekki efni á lúxus. Það sem þarf að gerast er að menn horfi ískalt á tölurnar og sætti sig við að ekki er möguleiki að halda áfram nema að semja við lánadrottna um afskriftir.

  Já Þórður, ég er sammála þér, ESB er mekka ultra hægri manna og ég skora á þig að mæta á fund hjá Samfylkingunni og útskýra þetta fyrir þeim.

 • Björn Kristinsson

  Höft og innflutningstakmarkanir en hvað viltu gera Andri ? Staðan á Íslandi er einfaldlega þessi:

  1) Erlend skuldastaða þjóðarinnar er um 2800 milljarðar IKR þegar bankar í slitameðferð og Actavis hafa verið dregnir til hliðar. Þessi staða er óháð mynt (sé gengi IKR óbreytt).

  2) Skuldir ríkissjóðs eru um 1400 milljarðar IKR í dag og hann er enn rekinn með halla. Í dag fara um 80-100 milljarðar og tekjum hans til greiðslu á vöxtum. Tekjur ríkissjóðs í dag eru um 550-600 milljarðar IKR

  3) Tvær af meginstoðum þjóðarinnar, sjávarútvegurinn og orkuveitur eru yfirskuldsettar greinar. Tökum dæmi um OR og LV. Í tilfelli LV eru skuldastaðan „net-dept“/EBITDA=10 sem er ævintýralega hátt hlutfall. Um OR þarf vart að ræða.

  Þegar við bætist að Alþingi getur ekki komið sér saman um framtíðarsýn í atvinnumálum, sífelldar breytingar í skattalöggjöf, afturvirk lög um starfsemi fyrirtækja o.s.frv. þá er varla von að fjárfestar sitji hjá.

  Til að létta á höftunum þurfum við erlenda fjárfestingu en til að hún fari í gang þá vantar töluvert upp á aðra þætti sýnist mér, þætti sem fjárfestar horfa meira til.

  Andri, ESB eða upptaka EUR er ekki lausn til skamms tíma, hvað viltu gera þegar þú horfir á stöðuna eins og hún er í dag ?

  Hefjum umræður um það hvernig eigi að snúa við stöðunni í dag, hvað eigum við að gera til skamms tíma (minna en 2 ár), meðallangs tíma (2-5 ár) og langs tíma (…ár).

 • Leifur Björnsson

  Óhugnanleg framtíðarsýn en því miður stefnir allt í þessa átt.

 • Það er engin töfralausn til, aðeins smá skref í rétta átt. Sátt við alþjóðasamfélagið og innganga í ESB eru skref í rétta átt. ESB er ekki fullkomið en fjárfestar þekkja þær reglur sem þar gilda og innganga sýnir að við erum tilbúin að koma á móts við erlenda aðila. Að fara alltaf eigin leiðir er auðvita „flott“ en þá þarf maður að hafa efni á því. Við eru ekki lengur í sama flokki og Norðmenn og Svisslendingar, og höfum því ekki efni á leiðum sem þessi lönd geta valið, þetta er nokkuð sem menn almennt vilja ekki sætta sig við, skiljanlega, það tekur tíma að koma niður á jörðina en sá tími mun koma.

 • Ólafur Bjarni

  Bjartur í Sumarhúsum endaði þannið að hann fór en lengra uppá heiði til að fá meira frelsi og vera sjálfstæður maður. Sennilega veljum við sömuleið, enda viljum við vera frjáls hvað sem það kostar.

 • Þetta er dálítið óþarflega dökk sýn. Skv. peningamálum Seðlabanka var viðskiptajöfnuður Íslands á sl. ári 1,7% í plús. Sem er viðkvæm staða sannarlega.

  Ef við þurfum að fella gengið, er það mjög – mjög mögulegt. En, menn setja þetta fram hérna, eins og það sé eitthvert lokað sund, að fella það frekar – nefna hækkun lána.

  En, eins og við vitum er eitt vandamálið sem er í grunnkerfinu, að umfang peningaeigna er of mikið – einfaldasta leið til þess að vinna á því vandamáli, er að fella gengið en áður en þ.e. gert að frysta lánskjaravísitöluna.

  Slíkt er löglegt, og þ.s. hægt er að gera er að búa til tímabundið – algerlega viljandi – neikvæða ávöxtun fjárskuldbindinga hér eins og milli 1970-1980.

  Þetta er að sjálfsögðu drakonísk aðgerð, en betra en að láta haftakerfi ganga yfir okkur, eins og fólk virðist vera að leggja til.

  En, ef einhver man eftir lýsingum af því, þá var leiðin þaðan, að fella gengið.

  Þ.s. síðan þarf, er aukinn útflutning þ.e. fjárfestingar, síðan þarf einhverja stífa reglu sem fylgt væri, ég legg til sem viðmið að miða út frá inn/útflutnings jöfnuði.

  Þ.e. vikmörk +/-2%. Þetta miðast við 3. ára meðaljöfnuð, en þetta mun krefjast þess að efnahagsáætlun sé unnin til 3. ára í senn ætíð, svo að ef útlit er fyrir að halli fari yfir 2% sé stigið á allar hagkerfis bremsur, þ.e. nýtt tæki eins og skattar, niðurskurður, vextir, draga saman útlán o.s.frv. eftir tilvikum. En, ef afgangur stefnir í að vera umfram 2% þá má gefa í.

  Á sama tíma, þarf sannarlega einhverjar frelsis takmarkanir, en þá fyrst og fremst á stórum skammtímsfjármagnshreyfingum.
  ——————

  Puntkurinn er sá, að þ.e. alveg sama í hvaða umhverfi við störfum, það mun alltaf þurfa stíft aðhald.

  Ef þú feilar í því, lendir þú í vandræðum.

  Kostur við krónu sbr. Evruumhverfi, er einmitt að geta fellt gengið, og mér sýnist að aðlögun án gengisfellingar sé í besta falli óviss sbr. Írland sem náð hefur aðlögun með launalækkunum en sbr. Grikland og Portúgal þ.s. slík aðlögun hefur ekki tekist.

  Ef aðlögun mistekst, þá ertu einnig staddur í langtíma efnahags vandræðum. Í krónuumhverfi, hefur þú a.m.k. þá skammtímalausn að fella gengið, og hún er a.m.k. alltaf þægileg leið til að stýra viðskiptajöfnuði – sem er dálítið stórt atriði í hagkerfi sem er einmitt með svo viðkvæmt jafnvægi milli inn og útflutnings.

  Kv.

  Kv.

 • Jakobína

  Ofurlaunaskattar geta líka haft áhrif innflutning á lúxusvöru.

  Annars skil ég ekki boðskapinn í þessari grein. Ertu að segja að ef við göngum í ESB þá hverfi þessi vandamál?

  Ég hef aldrei skilið þann málflutning burtséð frá því hvort fólk vilji halda fullveldinu eða ekki.

  Ég skil heldur ekki hvernig innganga í ESB tengist einhverri sátt við alþjóðasamfélagið.

  Hvernig lýsir það sér að vera í ósátt við alþjóðasamfélagið og hvar er þetta alþjóðasamfélag?

 • Jakobína

  Ég velti því fyrir mér hvort haldinn hafi verið fundur úti í Brussel þar sem samdir voru áróðursfrasar til þess að nota á íslenskan sveitavarginn.

  T.d. að vera í sátt við alþjóðasamfélagið (hljómar vel) = að vilja ganga í ESB.

  Að vera hræddur við útlendinga (hljómar illa) = að vilja ekki ganga í ESB.

  Hrikalegt kjaftæði.

 • Því miður er þetta hárrétt hjá Andra Geir, gjaldeyrishöft fara saman við innflutningshöft. Ferðamannagjaldeyrir er í raun skammtaður á niðurgreiddu krónugengi.
  Aflandsgengi íslensku krónunnar er augljóslega að lækka þar kostar 1€ um 265 íkr en var komið niður fyrir 250 Íkr nú í endaðan mars. Nú er aflandsgengið 1$ á 182 Íkr, 1GBP = 298 Íkr, 1CHF (Swissneskur franki) á 205 Íkr. Skr (Sænska krónan) 30 Íkr. Nkr (Norska krónan) á 34 Íkr.

  Samkvæmt „hand“skráðu gengi Seðlabanka Íslands er gegni 1 € um 164 Íkr og annað dæmi Nkr 21 Íkr.
  1 € kostar því 101 krónu meira á aflandsgengi en á Seðlabankagengi og munurinn er í fyrsta sinn meira en 60% sem er í raun það mesta sem verið hefur og það gildir í raun alla gjaldmiðla.

  Það er augljóslega tvennt í stöðunni það að fella handskráð gengi Seðlabankans sem mun augljóslega skola yfir landið gríðarlegum verðhækkunum og verðbólgu og gríðarlegri lífskjaraskerðingu og mun hækka gengistryggð lán, sem augljóslega er óþægilegt fyrir veika stjórn og stjórnmálamenn bæði í stjórn og sjórnarandstöðu. Hin leiðin er náttúrlega að koma á innflutningshömlum. Þriðja leiðin að gera ekki neitt og vona það besta er væntanlega sú líklegasta en þyngdaraflið mun síðan kippa mönnum til jarðar þegar landið lendir síðan þá í óumflýjanlegum gjaldeyrisskorti innan 2 ára og þarf að gera gat á þessa sápukúlu sem í raun íslenskt efnahagslíf er.

  Gjaldeyrishöftin eru engin framtíðarlausn á vanda Íslands, þau eru í raun orðin veruleikaflótti til að fela hruninn gjaldmiðil, og í raun léleg lausn því að það byggist ekki upp neinn gjaldeyrisskapandi framleiðsla bak við þessi höft það gera vonandi sér flestir augljóslega grein fyrir. Þeir sem þekkja efnahagssögu íslands og geta í raun litið til fortíðar um hver áhrifin verða og taka út fyrir sviga áhrif Marshall aðstoðar Bandríkjamanna og ímynda sér síðan hvernig áhrifin hefðu orðið en það var í raun engin þjóð sem fékk eins mikla aðstoð og við samt komumst við undan stríðunu án skaða „Marshallaðstoðin var samt sem áður í megindráttum í formi inneignarnótna eða úttekta á innfluttum bandarískum vörum. Mikilvægara var þó að keyptir voru togarar, dráttarbátar og landbúnaðarvélar og var jafnframt ráðist í stærri framkvæmdir s.s. byggingu Sogsvirkjunar, Laxárvirkjunar, áburðarverksmiðju í Gufunesi, steypuverksmiðju, hraðfrystihúsa og klæðaverksmiðju Álafoss svo fátt eitt sé nefnt.“ Sjá td. http://is.wikipedia.org/wiki/Marshall%C3%A1%C3%A6tlunin

  Framtíðarsýnin er að þetta verði framlengt til ársins 2015 og væntanlega jafnvel enn lengra.
  Núna höfum við krónuna og verðtryggða systur hennar og síðan aflandskrónuna en þetta hefur áður verið vera með sjómannagengi, ferðamannagengi, innflutningsgengi ofl.
  Við innflutningshömlur áður fyrr höfum við haft pólitíska kommisara sem hafa „metið“ innlflutningsheimildir og þetta kerfi efnahagslegrar spillingar og klíkuskapar viljum við innleiða aftur og til framtíðar???
  Hér er engin efnahagsleg uppbygging héðan flýja fyrirtæki og þegar sú staðreynd að hér mun ekkert gerast en gjaldeyrishöft og einhver þjóðernislegur sjáflsbyrgingsháttur í raun ekki ósvipaður þeim sem ríkti í á heilalausa „gróðaræristímanum“.

  Atvinnuleysi er í raun hægt að minnka með að minka lífskjör og það mun augljóslega þýða gríðarlegan atgerfisflótta fyrir þá sem ekki sætta sig við þetta.

 • Hvað geta stjórnvöld og almenningur gert?
  1. Augljóslega ætti fyrir löngu að vera búið að hagræða í bankakerfinu.
  Þar getum við lært af reynslu Norðmanna að fást við sína krísu frá 1999 sá nánar:
  http://www.norges-bank.no/no/om/publisert/publikasjoner/skriftserie/33-the-norwegian-banking-crisis/
  Þeir höfðu undirbúið þetta í nokkur ár og það að komast í faðm ríkisins var eins og að koma inn í hryllingsmynd. 1/3 bankastarfsmanna var sagt upp, öll laun lækkuð, allir yfirmenn reknir, eignarhlutir afskrifaðir og ríkið tók þetta yfir. Þeir feldu litla banka inn í stóra og sameinaði, fækkaði útibúum. Krafðist gríðarlegra arðgreiðslna þanning að fitulag ofan á fitulag var tekið burtu og smám saman seldu þeir þetta með gríðarlegum gróða.
  Norska Bankaeftirlitið situr ofan í hálsmálinu á þeim og dregur í eyrun og hárið.

  Á Íslandi eru jafn margir starfandi í fjármála og bankastarfsemi og fyrir hrun er mér tjáð lítil sem engin sameining þrátt fyrir 2 1/2 ár frá hruni.

  2. Annað dæmi er sjálfbær rekstur ríkissjóðs og bæjarfélaga en það hefur of lítið náðst fram þar.
  Það eru tveir möguleikar að skera niður þjónustu eða hækka álögur? Það er engin þriðja leið að lána sig burt frá vandanum lengur.
  Því miður virðist almenningur og stjórnmálamenn ekki taka þetta inn yfir sig.

  3. „Uppbygging“, „koma hjólum atvinnulífsins af stað“ og fleirri frasar eru nefndir en með hverju?, af hverjum? eru spurningar sem ekki er svarað.
  Frumskilyrðið er að skapa traust um íslenska efnahagssjórn og þar er ríkisreksturinn miðpunkturinn, það er að ná jafnvægi um útgjöld og tekjur sem mun þýða gríðarlegan niðurskurð enda er það ekki sjálfbært, það mun síðan geta komið niður vöxtum á erlendum skuldum og hjálpa við með endurfjármögnun.
  Að koma íslensku efnahgslífi út úr kló hafta með gjaldmiðli sem tiltrú er á.
  Landsvirkjun hefur núna á 3 ár reynt með fjármögnun Búðarhálsvirkjunar og var búið að fjármagna 1/3 hluta verksins fyrir nei-ið fræga í Icesave deilunni sem mögulega mun setja allt hér á ís næstu 2-3 árin.
  Ég hef ekki séð neina erlenda fjárfestingu og neyðarlegt að sjá Forsetan í viðtali við Bloomberg fréttastofuna rugla saman miljörðum og miljónum dollara, en fólk virðist ánægt með hann á Íslandi enda er hann pólitískur loftfimleikamaður og svona pólitíkusa eiga Íslendingar svo sannarlega skilið.

 • Ég hef oft sagt að krónan er efnahagstæki skussans. Krónan leyfir skussanum að leiðrétta mistök með endalausum gengisfellingum, þar með er auðvelt að lækka launakostnað með handafli til að halda uppi arðsemi þeirr sem standa í útflutiningi og fá allt sitt í gjaldeyri. Þetta tvöfalda kerfi mismunar launafólki sem yfirleitt þarf að taka á sig mestan skellinn. Að halda að við getur skattlagt okkur út úr þessu með 70-80% ofurskatt á öll laun sem teljast yfir framfærslu 5 manna fjölskyldu er lausn óvitans. Þar mætast skussinn og óvitinn.

  Ef við ætlum að halda í krónuna verðum við að sætta okkur við haftahagkerfi. Ísland hefur hvorki traust, trúverðugleika né fjármagn til að halda úti eigin gjaldmiðli án hafta eins og hin EFTA löndin. Það er himinn og haf á milli Íslands og hinna EFTA landanna. Umræðan á Íslandi er hversu betri við erum en Grikkland ekki hversu hratt við nálgumst Sviss og Noreg í hagstærðum.

  Eina leiðin til að losna við höftin er að ganga inn í ESB. Þetta er engin töfralausn og mun taka tíma, líklega 10-15 ár eða lengur. Auðvita eru líkur á að við klúðrum ESB aðild eins og Grikkir og Portúgalar en það eru líka líkur að okkur takist vel upp eins og Finnum.

  Allt er þetta byggt á likindareikningi. Líkurnar eru aldrei 100%, ekkert er tryggt, en líkurnar eru meiri að okkur takist að afnema höftin innan ESB en utan.

  Valið stendur á milli hafta eða samvinnu. Það er málið. Allt annað er tálsýn. Það eiga margir eftir að verða fyrir vonbrigðum 2015 þegar höftin halda áfram.

 • Orri Ólafur Magnússon

  Thad er einkum tvennt í greiningu thinni á stödunni sem mér finnst markvert: Ísland telst í raun ekki lengur til thróadra og audugra vestraenna ríkja sem í krafti stödugs og trausts efnahags standa undir eiginn gjaldmidli svo sem Svíthjód, Noregur og Sviss, svo ad daemi séu tekin. Taekifaeri til langtíma fjárfestingar í atvinnugreinarnar í Ìslandi eru engin, thess vegna er hverri umfram-krónu eytt í kaup á innfluttum varningi. Gengi krónunnar er í raun 30% – 50% of hátt skrád midad vid verdlag á meginlandi Evrópu, sem kemur greinilega fram í fáránlega háu verdi á öllum naudsynjum, thví audvitad taka erlendir vidskipta-adilar ekkert mark á hand-stýrdu gengi Sedlabanka Íslands og tryggja vidskipti sín vid íslenska adila med samsvarandi áhaettuthóknun. Á medan fámennum en fjárstekum hóp LÍÚ og baenda tekst ad telja thjódinni trú um ad faeri á verri veg, ef landid gerdist EU-adili er audvitad ekki vid gódu ad búast. Haettan sem stedjar ad okkur ; upplýstur, menntadur og framtakssamari yngra hluti thjódarinnar hverfur af landi í leit ad – örugglega – betri lífskjörum í Noregi eda EU-löndunum. Eftir verda á landinu ólaesir, trúgjarnir og audsveipir aular, til thess eins nýtir ad moka skítinn fyrir LÍÚ-kvótagreifana. Thví midur hefur sagan sýnt okkur, ad öfugthróun einsog sú sem núna er komin í gang á Íslandi, hefur tilhneigingu til ad vinda upp á sig og festast í sessi.

 • Orri,
  Já það er sorglegt að sjá Norðmenn pikka bestu bitana úr þeim „fjársjóði“ sem foreldrar okkar, afar og ömmur byggðu upp og skildu eftir. Það er ekki glæsiegt bú sem þessi kynslóð skilur eftir sig handa sínum afkomendum. Svona fór Nýfundnaland og saga þeirra ætti að vera okkur víti til varnaðar.

 • Gunnlaugur Ingvarsson

  Sæll Andri Geir.
  En veistu að nú tala forystumenn ESB um það í fúlustu alvöru að setja þurfi gjaldeyrishöft á sjálfa EVRUNA og á Evrusvæðinu til þess að verja veikan gjaldmiðilinn og einstök svæði innan Evrusvæðisins.

  GJALDEYRISHÖFT Á SJÁLFA EVRUNA !

  Allt er nú reynt til að halda dauðahaldi í þessa vonlausu mynt sem þeir fundu upp og tróðu upp á þjóðirnar.

  Ofstjórnunarárátta þessarar ESB Elítu á eftir að gera útaf við þá sjálfa, með hræðilegum afleiðingum fyrir almenning ESB/EVRU svæðisins !

 • Auðvitað eru innri brestir í Evrusamstarfinu. Þar skiptist suður/norður og þar eru Grikkland, Portúgal og raun einnig Írland í suðurhlutann. Þessi ríki skipta þar efnahaglega séð litlu máli enda eru þetta lítil lönd og hagkerfi þeirra hlutfallslega lítið miðað við styrk norðurevrópuþjóðannna. Írland var sárafátækt ríki áður en þeir fóru í Evrópubandalagið og þeir fóru flatt á spilltri stjórnmálaelítu samtengdri fjármála/fjárglæframönnum ekki ósvipað okkur.
  Grikkland og Portúgal er löndum sem hefur verið illa stjórnað um aldur, þar er lítill hagvöxtur í raun hefur ríkt stöðnun í Portúgal í meira en 10 ár og Grikkland komst inn á Evrusvæðið á fölskum forsendum raunar með fölsuðum hagtölum. Þeir verða látnir borga sitt eigið uppvask. Það er mikill hagvöxtur í Þýskalandi sem er mótorinn bak við Evruna og bak við þá norðurhluti Austur Evrópu, þeas þeir sem geta haft stjórn á sínum efnahag.
  Við Íslendingar eiga heima með skussum Evrópu. Líkjum okkur við Grikkland, Portúgal og Írland.
  Við eigum enga samleið með Sviss, Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Þýskalandi eða Hollandi eða öðrum þeim þjóðum Evrópu. Við erum í öðru farrými og að óbreyttu lendum við í þriðja farrými.
  Við komum ekki til með að geta boðið upp á heilbrigðis og menntakerfi sambærilegt eins og nágrannaþjóðirnar nema leggja hagkerfið í ösku vegna hárra skatta. Við sjáum berlega atgerfisflóttann í læknastétt, það sést einning á sérhæfðu og eftirsóttu fólki innan tölvu/tækni.
  Eftir sitja fólkið á miðjum aldri eða þaðan af eldra. Já leyfum þeim að halda kvótakerfinu, niðurgreidda landbúnaðarkerfinu, pólitískum ráðningum með pólitískum vega framkvæmdum erlendum lántökum. Fagna Ólafi Ragnari Grímssyni, já um að gera að gera hann að einvaldi um aldur og ævi. Það gleymist jafnan að hann var í raun sjálfkjörinn í síðasta sinn 2008 og árið 2004 þeas fyrir 7 árum voru 2 óþekktir mótfambjóðendur um 60% kjörsókn og 20% skiluðu auðu þanning að umboðið er varla sérlega sterkt eða hvað?
  Persónulega er ég einn af þeim sem hef endanlega stimplað mig endanlega út úr íslensku hagkerfi og vinn að uppbyggingu fyrirtækis erlendis.

 • Andri Geir
  21.04 2011 kl. 06:59 #
  ——————–
  Þetta er uppgjöf. Þetta tal að það sé eitthvað skussalegt að hafa eigin gjaldmiðil er orðið þreytt. Menn setja þetta fram og síðan kinkar viss hópur kolli.

  En, ég bendi aftur á, að ef við skoðum kreppuna innan ESB, þá hefur Írum tekist aðlögun með launalækkunum, en á sama tíma hefur Grikkjum og Portúgölum ekki tekist það sama. En, ég skoðaði þetta nýlega. En, laun lækkuðu í þeim 2. löndum 2009 en hækkuðu aftur 2010. Á sama tím, hafa Írar viðhaldið stöðugum launalækkunum síðan mitt ár 2008.

  Menn láta eins og að alternatívið launalækkanir, séu ekkert mál. Við munum hrista þetta fram úr ermum. En, þetta er einmitt mikilvægur punktur, því ef launalækkun tekst ekki eins og virðast 2/3 dæni um innan ESB.

  Þá ertu að lenda í mjög langvarandi hagkerfislegum niðurspíral. En, ímyndaður þér ástand sem er spegilmynd ástandsins á haftaárunum, nema með þeirri mikilvægu breytingu að við búum við annan gjaldmiðil.

  Þetta er einmitt ástand sem Grikkland og Portúgal eru á leið inn í. Þetta verður mjög merkileg hagkerfisleg tilraun. En, mig grunar að samdráttur verði viðvarandi, því þau geta ekki varið sig einu sinni með höftum.

  Þetta endi í mjög djúpu hrunástandi, eitthvað í líkingu við ástand landa þ.s. það var verst á 3. áratugnum.
  ——————

  Við verðum að átta okkur á því, að við hrunið þá fór bankakerfið – ég meina skilja hvað það hrun merkir. Það merkir að við erum aftur farin að lifa á sjávarútvegi. Mikilvægi greina hér er cirka: Sjávarútvegur, ferðamennska síðan stóryðja. Þetta er rúml. 90% gjaldeyristekna, og þær borga fyrir alla hluti.

  Það er einföld staðreynd, að gengi er hentugasta leiðin sem til er, til að stýra viðskiptajöfnuði landsins, en ég vísa til þess að við erum gríðarlega háð innflutningi – innri markaður er mjög lítilll svo hann nánast skiptir ekki máli.

  Viðskiptahalli er í okkar tilviki mjög fljótleg leið til þrots.

  Innan annars gjaldmiðils, myndi verða mjög erfitt að stýra viðskiptajöfnuðinum.

  En, ef við getum ekki fellt gengi, verðum við að geta skellt á höftum í staðinn; ef það er einnig tekið út – þá þíðir það greiðsluþrot.

  En það þíðir ekki að leiða hjá sér, að þú býrð ekki til stöðugleika í hagkerfi sem grundvallast á óstöðugum framleiðsluþáttum; með því að taka upp gjaldmiðil einhvers annars.

  Ég spái því, að fullkomlega óhjákvæmilegt væri, að ef við köstuðum okkar gjaldmiðli + hefðum ekki lengur sem plan B að setja á höft; þá verði Ísland mjög raunverulega gjaldþrota, þá á ég við ekki bara út á við heldur inn á við, ég er að tala um hrun þjónustukerfisins.

  ———————
  Það sem ég er að segj, er að upptaka Evru sé ófær leið fullkomlega, meðan hagkerfið er enn með núverandi uppbyggingu grunnframleiðslu.

  Bankakerfið, átti að gera upptöku annars gjaldmiðils mögulegann. En, þ.e. farið svo að mín rökstudda afstaða er, að Ísland geti ekki mögulega búið við annan gjaldmiðil en eigin, þannig að hagkerfið lifi af.

  Ég er að segja, að krónuhagkerfið sé eina leiðin, eina færa leiðin. A.m.k. næstu 20 árin.

  Ég sé ekki tilgang í að horfa á þ.s. ekki er hægt. Ég veit mjög vel, að innlenda krónukerfið hefur mjög marga erfiða galla – til staðar eru uppsöfnuð vandamál sem verður óskaplega erfitt að losa okkur úr.

  En, þ.e. hægt:

  Útleið getur verið að skipta um gjaldmiðil með nokkuð líkum hætti og Þjóðverjar gerðu eftir seinna stríð, þ.s. eignum í eldra gjaldmiðli var skipt í nýjan á mismundandi gengi.

  Aðrar álíka drakonískar aðgerðir eru einnig valkostir. Þ.e. að frysta lánskjaravísitöluna í 2. ár og búa viljandi til nægilega verðbólgu, til að krónueignir í hagkerfinu raun-lækki að nægulegu marki.

  Til þess eru 2. leiði þ.e. peninga prentun í lokuðu kerfi eða víxlverkun laun og verðlags. Við vitum af sögu 8. áratugarins, að þetta myndi virka.

  3. leiðin, væri að losa um höftin og láta út flæða, frysta vísitöluna og verja ekki gengið falli með varasjóðnum. Það væri möguleg útleið, ef við semjum við krónubréfa hafa um að umbreyta krónubréfum í lán. Þá væri einfaldast að bjóða þeim fulla endurgreiðslu – sem þá væri rökrétt fyrir þá að samþykkja. Með því að kippa því útflæði út, þá sennilega dugar sjóðurinn ef maður reiknar með cirka 50% verðfalli krónu.

  Munum, að þá verður áfram afgangur af utanríkisverslun. Í tilviki stórs gengisfalls t.d. 50% getur verið rétt að heimila t.d. 20% almenna launahækkun strax, svo 10% árið eftir. Það ætti að duga heimilun, þegar reiknað er með raunlækkun skulda.

  Síðan þarf að bremsa verðbólgu af með krafti, næstu 2. árin – og á 4. reikna ég með að verðbólga væri farin út úr kerfinu á ný, viðskiptaafgangur væri farinn að búa til gjaldeyrissjóð aftur á ný og krónan væri eitthvað tekin að hækka aftur.

  Eftir að kúfurinn hefur verið af tekinn, verður að setja inn einhverja góða viðmiðunarreglu, ég mæli með því sem ég talaði um síðast þ.e. +/- 2% vikmörk á viðskiptajöfnuð skv. 3. ára áætlun.

  Að auki, þarf einhver takmörk á stórar skammtíma fjármagnshreyfingar.

  En, eftir þessi stóru boðaföll, ætti kerfið að gera verið í bærilegu jafnvægi um töluvertk skeið, og ef jafnvægisstýringin kemst á sem ég vill á koma; þá getur komið betra jafnvægi á mál en nokkru sinni hefur verið.

  Kv.

 • Gísli Ingvarsson

  Það besta sem hefur gerst pólitískt á Íslandi síðustu árin er umsóknin að ESB. Auðvitað er hörð andstað gegn viðræðunum og enn meiri gegn þjóðaratkvæðagreiðslu um inngönguna.

  Engu að síður er þetta þarfur slagur og við verðum að taka hann með öllu því sem fylgir. Jafnvel þó þjóðin hafni samningnum og velji sér aðra leið til frambúðar er þetta þarfasta verkefni stjórnmála frá 1905 þegar heimastjórnin komst á.

  Við sem erum í grunninn alþjóðasinnar og evrópusinnaðir viljum nánari og skuldbindandi gagnkvæm samskifti við lýðræðisþjóðir. Núverandi hugmyndir Íslendinga um að fullveldi sé rétturinn til að afsala sér auðlindum til erlendra auðhringa og Íslenskra einokunarfyrirtækja er niðurlæging sem virðist engan enda ætla að taka. Það er einsog við séum markvisst að koma aftur á Einokunarverslun af eigin rammleik án nokkurs ytri kúgara einsog á 16. öldinni.

  Það eru kratar sem berjast mest gegn því!!!! Hvers vegna þeir? Sjálfstæðisflokkurinn berst fyrir krónu og einokun! Framsókn að verða flokkurinn „Sannir Íslendingar“. VG-arar haga sér einog ringlaðar rollur og reknir ýmist til hægri og vinstri eftir því hvernig skoðanakannanir standa hverju sinni.

  ESB-óttinn sem blasir við hjá svo mörgum er „irrational“- ótti einsog kvíði. Það að ESB eigi við vandamál að stríða, bæði ytri og innri vandamál, mun aldrei hverfa því stöðugleiki er tálsýn og nærir upp undir andlýðræðisleg öfl sem vilja alræði gegn lýðræði. Allt er á hverfanda hveli og þjóðir verða að standa saman sem það geta af praktískum ástæðum. Ágreiningur innan bandalaga er eðlilegur og þarfur og betri en stríð eða sinnuleysi.

  Greining Andra hérna er að venju skörp og skilmerkileg. Svo getum við deilt um spádómsgildið.

 • @Einar minn,
  Trúir þú því virkilega að það byggist einhver vitrænn gjaldeyrisskapandi alvöru atvinnustarfsemi úr engu á bak við hrunin gjaldmiðil sem haldið er uppi af gjaleyrishöftum. Það eru engar lausnir góðar en því miður leysist þetta ekki af sjálfum sér. Það er búið að skrúfa niður vextina þanning að það eru neikvæðir raunvextir það er búið að búa til gerviumhverfi og það er verið með jákvæðan spuna til að búa til einhverja innistæðulausa bjartsýni.

  Ísland er land pólitískra spunakerlinga, pólitísks skítkasts, pólitískra ráðninga og innistæðulausra loforða og raunveruleikafyrrtrar innistæðulausrar bjartsýni og uppblásnu þjóðernisdrambi og hroka. Raunar er það rétt að spár Seðlabankans verið í þessum sama fasa enda hefur hann margítrekað spáð meiri hagvexti en orðið hefur. Raunar er hann hluti af þessari íslensku spunavél sem miðast að því að reyna að lækka vexti og auka á okkur tiltrú.
  „Að koma hjólum atvinnulífins af stað“ er margþvæld tugga og því miður eru það ekki lopapeysusósíalstarnir í VG sem þar stoppa það hefur hreinlega ekki verup hægt að fjármagna þetta vexir eru það háir að framkvæmdirnar því ekki arðbærar og því betra að láta kyrrt liggja um stund.
  Eina sem hér mun gerast verða einhvarar opinberar framkvæmdirnar, væntanlega einhverjar meira eða minna óarðbærar vegaframkvæmdir þar sem íslensk hreppapólitík mun ráða, kanski við getum byggt upp aðra höfn við hliðnina á Landeyjarhöfn. Íslensk hreppapólitík á okurlánum og svigrúmið fyrir svona „pissa í skóna“ hagfræði verður minna og minna.

  Já Ísland er land hlunnindafólksins, þeirra sem „eiga“ kvóta, þeirra sem eiga fé á fjalli og eru áskrifendur að greiðslum frá ríkinu. Lægstu laun eru lægri en atvinnuleysisbætur og fólk sér að það borgar sig ekki að vinna. Það borgar sig að vera á bótum og vinna á svörtu komast á námskeið.
  Klárlega eru færri og færri sem taka Ísland alvarlega sem vitrænt hagkerfi, þessu var klúðrað en þjóðin er væntanlega búin að gleyma því af hverju og af hverjum?

 • Gunnlaugur Ingvarsson

  @ Gísli Ingvarsson.
  Ég er þér algerlega ósammála varðandi ESB.
  Það var það alvitlausasta sem gert var þaað var að senda þessa ESB umsókn inn og fara í aðildarferli við ESB apparatið.

  Fyrir nú utn það að stuðningur við ESB aðild er sáralítill meðal þjóðarinnar og allir flokkar utan Samfylkingarinnar eru andvígir aðild og líka þeir kjósendur sem engan flokk styðja.

  Þá hefði í fyrst lagi átt að spyrja þjóðina milliliðalaust í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort yfirleitt ætti að senda þessa ESB umsókn inn eða ekki það var ekki gert og hleypti strax illu blóði í stóran hluta þjóðarinnar.
  Í annan stað var þessi umsókn send inn í miklu flaustri og án nægjanlegs undirbúnings eða stuðnings og í ofanálag á kolröngum tíma þ.e rétt eftir hrunið.

  Þessi umsókn að ESB hefur unnið þjóðinn ómælt tjón. Í fyrsta laginu hefur hún algerlega splundrað þjóðinni og hér verður aldrei friður eða samstaða um eitt né neitt fyrr en búið verður annaðhvort að jarða þessa umsókn eða þjóðin mun hafna ESB aðild mjög afgerandi í þjóðaratkvæðagreiðslu.

  Þess vegna er þessi ESB umsókn eitt það versta sem hefur komið fyrir þessa þjóð fyrir utan Hrunið sjálft, Gamla Sáttmála og Móðuharðindin !

 • Landvættur

  Helvítis hræðsluáróður…

  Ísland er að breyta um allar stefnur áður markaðar ..

  Það er raunveruleiki sem að þið áttið ykkur ekki á og munið ekki sjá augum ykkar úr…

  Ísland er á leiðinni á alþjóðlega markaði þar sem nýir vinir geta myndast og tryggari tekjuvinnátta myndast… Vonandi.

  Því Ísland þarf ekki á óvinum að halda ef það á vini sem moka hér gróða á kostnað fáráðlinga sem hér stjórna landi.. sjáið allt þetta kúlulánafólk sem var að vinna í pólitíska umhverfinu á Íslandi, og gerir enn.

  Svo ríkisstjórn þarf að segja af sér og Seðlabanki líka… fá hér hægri stjórn og koma á hagvexti… þetta hingað til og héðan af.. er bara rugl ástand…

 • Þeir sem halda að innflutningshöft geti ekki átt sér stað á Íslandi á 21 öldinni hafa rangt fyrir sér.

  Innflutningshöft geta og væntanlega munu eiga sér stað. Kannski ekki hjá núverandi ríkisstjórn. Aftur á móti veit maður ekki hvað næsta ríkisstjórn framsóknarflokksins og sjálfstæðisflokksins gerir.

  Þeir eru vísir til þess að setja á höft og síðan meiri höft í réttu hlutfalli við klúðrið hjá þeim.

 • Glæsilegt „Landvættur“.
  Við erum með fisk og útgerð og ekkert kemur til að veiðast sérstaklega mikið meira á Íslandsmiðum og meðan olíuverð mun hækka á komandi árum og ofurskuldug útgerðarfyrirtæki og þar eru ofurskuldug útgerðarfyrirtæki munu greiða háa vexti. Glæsilega gaman að verða leiguliði útgerðaraðalsins og „moka fyrir þá flórinn“ meðan þeir og ættingjar þeirra sigla á skútum á Miðjarðarhafinu eða eru í Flórida í golfi.
  Frábært að skattekjum ríkisins er varið í það að greiða niður skuldir Íbúðarlánasjóðs það fóru 33 miljarðar og og þarf væntanlega 30 miljarða til til að halda í horfinu. Eða halda uppi oföldum bankamönnum í hundraða og þúsundatali. Það að halda uppi landbúnaði já sem flytur lambakjötið til útlanda til að borga flutnings og geymslukostnaðinn, talað er um matvælaöryggi. Kjúklingaeldi sem byggir á innfluttu korni og selur slæma vöru á uppsprengdu verði án allrar samkeppni.

  Við getum náttúrlega flutt út fisk til Kína, já eða Afríku, en gleymum því ekki að það er í Evrópubandalaginu sem greitt er hæst verð og til þess að gera lægsti flutningskostanaðurinn.

  En Íslendingar geta náttulega gert það sem þá lystir það eru þeir einir sem koma til að taka afleiðingum þeirra gerða. Ísland er í raun ósýnilegt í hagkerfi heimsins og við erum svo langt frá því að vera einhver miðpunktur þar eins og framast er.
  Íslendingar fá þá vini sem þeir eiga skilið og ekki hafa þeir efni á að kaupa sér nýja vini. Íslenskt velferðarkerfi verður eingöngu kostað af Íslendingum og núna greiða menn 19% af skattekjum ríkisins í vexti erlendra lána og það mun að óbreyttu stórhækka.
  Hér er engin fjárfesting í nýjum atvinnutækifærum, hér er engin ný gjaldeyrisskapandi framleiðsla í startholum, hér er ekkert nákvæmlega að gerast og það skiptir ekki máli hvort hér taki við önnur ríkisstjórn. Það skiptir ekki máli hvað Seðlabankinn spáir eða hvað við erum á leið stöðnunar, atkerfisflótta, sjá menn eitthvað annað fyrir sér en krónuna með gjaldeyrishöftum og seinna innflutningshömlum og gríðarlegum fólksflótta og atkerfisflótta þess fólks sem á greiðan aðgang að atvinnulífi nágrannalandanna.

 • Þegar valið stendur á milli þess að nota takmarkaðan gjaldeyri til uppbyggingar eða lúxusneyslu þá er augljóst að það verður að nota allan gjaldeyri umfram nauðsynlega neyslu (mat, olíu osfrv) í fjárfestingar sem skapar vinnu. Þegar atvinnuleysi unga fólksins (15-24) er orðið 15.9% eins og tölur Hagstofunnar segja er ekki dálítið ábyrgðarlaust að leyfa lúxusneyslu í stað þess að nota gjaldeyrinn í að vinna á þessu atvinnuleysi? Þegar málið er sett í þetta ljós eru innflutningshöft nær en margur heldur.

  Þegar búið er að slá ESB umsókn út af borðinu, standa í lappirnar gagnvart EES eru innflutningshöft næsta skref. Framtíðin er haftabúskapur sem enginn þorir að tala um.

 • Þetta er undarlegt kerfi þar sem stór meirihluti landsmanna er á þeirri skoðun að leiðin út úr kreppunni sé að nota allar gjaldeyristekjurnar í neyslu frekar og fresta í staðinn fjárfestingum. Ef landið kemst út úr þessum vandræðum án innflutningshafta þá tengist það örugglega hækkandi verði á útflutningi frekar en innlendri hagstjórn.

 • Það eru nokkrar ranghugmyndir sem vaða uppi í íslenskri þjóðarsál:

  1. að Íslendingar eru mikið duglegri til vinnu en aðrar þjóðir. Þetta er á skjön við það að framleiðni er ákaflega lág á Íslandi. Framleiðni er einungis 50% af framleiðni í Danmörku miðað við tímaeiningu sem í raun þýðir að meðal Íslendingurinn þurfi að vinna helmingi lengur til að skapa jafn mikil verðmæti og meðal Daninn.

  2. að Íslendingar séu svo mikið menntaðri en aðrar þjóðir. Raunar erum við ein verst menntaða þjóð í OECD. Þar sláum við í raun einungis Tyrki sem teljast meðal Evrópuþjóða. Hvað æðri langskólamenntun viðvíkur erum við gríðarlegur eftirbátur þar sem við erum með geysilega hátt hlutfall fólks sem hefur tekið menntun í húmanískum greinum, viðskipta-, hagfræði, lögfræði meðan til þess að gera lágt hlutfall raungreinamenntað fólks einungi og þar er hlutfall þeirra helmingi lægra en td. í Danmörku.
  Íslensk viðskiptafræði og lagamenntun er lítils metin utan Íslands enda er litið á það sem nánast brandara að fá umsókn frá viðskipta/hagfræðingi menntuðum á Íslandi frá einum af þessum svokölluðu Háskólum með viðskiptareynslu frá íslensku fjármálalífi, enda eru þessir svokölluðu bankar með tripple D eins og það kallast eða default enda eru bankaábyrgðir þeirra einskis virði utan Íslands ef einhver skyldi raunar veltast í vafa um það.

 • Landvættur

  Sjitt .. hvað þið eruð neikvæðir…

  Ég ætla að svara þessu seinna og telja í ykkur kjarkinn… en þessi Gunnr aðili lýsir því ágætlega hvað hefur átt sér stað á Íslandi undanfarin ár .. svo ég vitni í hans texta.
  …. …
  Við erum með fisk og útgerð og ekkert kemur til að veiðast sérstaklega mikið meira á Íslandsmiðum og meðan olíuverð mun hækka á komandi árum og ofurskuldug útgerðarfyrirtæki og þar eru ofurskuldug útgerðarfyrirtæki munu greiða háa vexti. Glæsilega gaman að verða leiguliði útgerðaraðalsins og “moka fyrir þá flórinn” meðan þeir og ættingjar þeirra sigla á skútum á Miðjarðarhafinu eða eru í Flórida í golfi.
  …. ….

  Nú ef þessi texti og staðreynda lýsing sé bara ekki spot on um það vitleysis ástand sem hér hefur ríkt… staðan til framtíðar er þannig að þetta á eftir að breytast… og það kemur með nýju fólki inn á Alþingi sem að hefur ofboðið slíkt ræningja ástand og vill gera landi sínu betra gagn en þetta… sem hingað til hefur verið gilt…

  Það er staðreynd að afurðaverð á eftir að hækka til mikilla muna… þar eru Íslendingar með mikla stöðu… sem matvæla fyrirtæki… og ég ætla að hafa þetta í styttra lagi… en Ísland er power house með tilliti til orku margs konar…

  En ég skal setja tölu á þetta … kannski víkkar það ykkar þrönga lífssjónarhorn… sem er ekkert skrítið miðað við það ástand sem við erum í … en við fáum kosningar eftir tvö ár … og þá er margt breytt í heiminum … sem hefur verið Íslandi í hag.. og við ekki á leið í ESB.. sem hefði gefið ESB einkarétt á öllum samningum .. hverskonar

  En til að setja tölu … með tilliti til framtíðar… í alþjóðlegum skilning og horfur í þeim efnum… Ísland er virði 2-4 trilljóna dollarar virði til næstu 20 ára …

 • Landvættur heldur þú að það veiðist eitthvað meira á Íslandsmiðum eftir 5, 10 eða 20 ár?
  Væntanlega verður hægt að bæta eitthvað aflanýtingu en væntanlega veiðist ekkert mikið meira en það sem nú veiðist, eða búast menn við öðru? Hvernig heldur þú að þetta verði þegar olíuverð 2-3 faldast hvaða veiðar verða þá arðbærar? Er yfir höfuð einhver að spá í þetta? Heldur þú að þetta verði nokkuð annað en fyrir fáa útvalda, þeas. eigendur Morgunblaðsins, já sem gefa það út til að standa vörð um menningararf og íslenska tungu ef einhver trúir því. Þetta er ekkert nema blóðug hagsmunabarátta og LÍÚ klíkuna sem vill halda áfram í sama farinu er ekki stjórn Sjálfstæðisflokksins nokkuð annað en ávísun á áframhaldandi ástand væntanlega í dulargerfi með 30 eða kanski 60 ára leigukvóta sem er í raun svipað og eign og aðrir eiga væntanlega bara að klappa fyrir því.

  Íslandi er og hefur verið ákaflega illa stórnað síðasta áratugin. Það tók næstum 20 ár að að borga niður skuldir og 2001, skuldir ríkisins voru þá lækkaðar, verðbólgudraugurinn var um skeið kveðinn niður, efnahagsstöðugleiki virtist blasa við, og í raun þá stóðu okkar þá allir vegir færir en síðan virðist eins og þjóðin hafi fullkomlega misst fótanna. Það er langur vegur tilbaka eftir þennan tapaða áratug óstjórnar og vitleysu og margir hafa raunar nánast ekkert lært og þeir sem ekki virðast geta lært af eigin mistökum eða viðurkennt þau koma augljóslega til að gera það sama.

  Ég hef aldrei verið neinn yfirlýstur Evrópusinni en það er náttúrlega glapræði að athuga hvað við í raun fáum í samningi við Evrópubandalagið. Það er ekki beint að rigna yfir okkur tilboðum, hvorki lánatilboðum eða öðru, og raunar mun sagan dæma þá hart sem hætta við enda er það ákveðin kaflaskil. Þjóðin á væntanlega að fá leyfi til að kjósa ef fullgildur samningur liggur á borðinu. Með eða án Evruaðild eru nokkrar staðreyndir sem þarf að
  Þjóðarframleiðsla á mann er ennþá há á Íslandi og við erum á leið út úr hópi ríkustu þjóða. Höfuðstöðvar Actavis eru farnar úr Hafnarfirðinum til Sviss og með því fleirri lykilstarsmenn, Stoðtækjafyrirtækið Össur er nú með danskt ríkisfang, Marel er hluti af alþjóðlegri samsteypu og raunar yfirtekið af hollensku Stork samsteypunni. Decode er bara svipur hjá sjón og er í raun vart arðbært og hugsanlega ekki lífs auðið enda tapað peningum á hverjum degi síðan fyrirtækið var stofnað, en það hefur þó náð mörgum vísindaáföngum en því miður við erum bara með þetta eina fyrirtæki en ættum að hafa mörg. Tölvufyrirtækið CCP er væntanlega í raun að flytja frá landinu og raunar eru mörg fyrirtæki nú stofnuð utan Íslands af brottfluttum Íslendingum sem eru glötuð tækifæri.
  Það er ekkert fjárfest í atvinnutækifærum á Íslandi, þrátt fyrir neikvæða vexti, fjárfesting er í algjöru lágmarki og það má klárlega segja að ekkert sé að gerast.
  Hlutur hins opinbera er orðinn allt of stór og væntanlega þarf að sníða um 25% úr opinbera kerfinu, ríki og sveitarfélögum og endurskipuleggja fjármálakerfið að þörf þjóðarinnar og þar þarf væntanlega að segja upp mill 2-4 þúsund manns, hvorki meira né minna. Það er búið að vefja þjóðfélaginu í þvílíkar skuldir að nota rándýrt lánsfé í tímabundna atvinnubótavinnu eins og að bora í fjöll eða tvöfalda vegi eru vitfyrra.
  Það á væntanlega að ginna ungt fólk til a greiða í lífeyrissjóði og sumir lifeyrissjóðir eru það laskaðir að það er farið með stöðu þeirra sem mannsmorð. Í raun ætti þegar að skrifa niður réttindi lífeyrisþega og í þetta er fólk á 20tugs og 30tugs aldri skikkað að greiða en það fær væntanlega ekki nema brotabrota brot útborgað þegar til á að taka. Þetta verður því að skoðast sem auka skattlagning á fólk og ekki skrítið að það fari erlendis að freysta gæfunnar sem ein helsta og verðmætasta útflutnigsafurðin.

  Það er rétt hjá þér vaxtarvonin er endurnýjanleg orka en þá verður að vanda sig. Raunar er búið að fullbeisla um helming þeirrar orku sem er vinnanleg út frá hagkvæmnis- og umhverfissjónarmiðum. En vandamál okkar er trúverðugleiki og lélegt lánstraust og lítil trúverðugleiki. Raunar er vitanað í ummæli hægrimannsins sem er virtur um öll Norðurlönd og utanríkisráðherra Danmerkur um 11 ára skeið, Uffe Elleman-Jensen, í Aftenposten einu stærsta og virtasta blaði Noregs, undir fyrirsögninni „Presidenten undergraver Island“ „Forsetinn grefur undan tiltrú á Íslandi.“ og er þar vitnað í sjónvarpsþátt á danska sjónvarpinu. http://www.aftenposten.no/nyheter/uriks/article4100495.ece
  Aftenposten er hluti hægripressunar í Noregi. Ísland er að missa tökin, það er lítið að marka það sem þar er sagt eða lofað, er tilfinningin á Norðurlöndum um Ísland.

 • Páll Þór Jónsson

  Þakka þér fyrir góða grein. Ég er nú ekki jafnbjartsýnn á að við förum neyddir inn í ESB. Held frekar eins og kemur fram hér að ofan, að við förum enn lengra inn á heiðina að hætti Bjarts. Þekki ágætlega til þéttbýliskjarna norður í landi þar sem á undanförum 10 árum hefur átt sér stað algert „brain-drain“, allt stjórnendateymið horfið úr bænum og eftir situr, (það sem ekki má segja) vanhæft verkafólk sem bíður eftir að ríkisvaldið færi þeim gullið.
  Ég held því miður að við sitjum uppi með mikinn meirihluta Íslendinga eins og „Landvættinn“ hér að ofan sem steypir bara eitthvað bull út í loftið og trúir því staðfastlega að hann sé maður gáfna og staðreynda. Meðan meirihluti Íslendinga óttast allt það sem útlent er, (utan þeirra sem hæla okkur) þá á þessi þjóð lítinn sjens.
  Nema eitt: Veikleiki nágrannaþjóðanna hefur í gegnum tíðina verið aumingjakærleikur okkur til handa.
  Og veikleiki Íslendinga hefur verið traust á því að aumingjakærleikur nágrannaþjóðanna sé til staðar…!

 • Takk fyrir innlitið. Íslendingar hafa alltaf verið með mikla minnimáttarkennd gagnvart útlendingum. Þetta endurspeglast vel í þeirri staðreynd að Forsetinn er „flottur“ þegar kann kallar fjármálaráðherra Hollands „skrýtinn“, en allt verður vitlaust þegar Uffe Elleman kallar Forsetann „tossed“.

  Þetta er í raun vel skiljanlegt, fólk er alltaf hrætt við það sem það skilur ekki eða þekkir ekki, og fáar þjóðir eru jafn einangraðar og Íslendingar, tungumállega, landfræðilega og menningarlega.

  Svo má ekki gleyma að Íslendingar eru verklagsþjóð sbr. „ekki verður bókvitið í askana látið“ og „best er nú brjóstvitið“. Það er hreint galið að svona þjóð sé að halda úti 9 eða hvað þeir eru nú margir, háskólum.

 • Gleðilega páska,

  Að því ég kemst næst eru 7 „háskólar“ á Íslandi þar með talinn Keilir á fyrrum herstöðvarsvæðinu á Miðnesheiði, sem er á einhverju millistigi milli þess að vera framhaldskóli og kennsluhásóli. Gamli Kennaraháskólinn er runninn inn í Háskóla Íslands sem er í raun eini alvöru háskólinn eða University en hinir eru ekkert annað en university collage eins og það heitir á Bretlandi, Írlandi, Ástralíu, Canada og Bandaríkjunum stundum er orðið Collage eitt látið standa en þá eru óljós mörk á milli háskóla og framhaldsskóla. Þetta kallast: høyskole í Noregi, högskola í Svíþjóð og højskole í Danmörku.
  Samheiti yfir þessa skóla er að þar eru litlar eða engar rannsóknir stundaðar og það er ekki kostur á doktorsnámi enda unga þeir út fólki með prófgráður. Það sem er merkilegt er að á Norðulöndum og alls staðar annars staðar þá fá alvöru rannsóknarháskólar, University 2-5 sinnum meira fé á hvern nemenda en þessar kennslustofnanir, á Íslandi er þessu þveröfugt farið og Háskólinn á Akureyri og Háskólinn í Reykjavík fá tvöfalt hærra gjald fyrir hvern nemenda en Háskóli Íslands.
  Raunar hef ég ekki skilið að það þurfi að spreða fjármagni á jafn margar stofnanir enda fer mestur hluti í stjórnun og yfirbyggingu.
  Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík sem yfirtók Tækniskólann eða Tækniháskólann illu heilli. Háskólinn á Bifröst, Háskólinn á Akureyri, Listaháskóli Íslands, Landbúnarðháskóli Íslands og að lokum fyrirbrigðið Keilir á Miðnesheiði.
  Það merkilegesta er samt að þeir kenna lögfræði á 4 stöðum og viðskipta og hagfræði á 3 stöðum en varla verður það skortur á fólki með þessa menntun sem verður bremsuklossi á áframhaldandi þróun íslensks þjóðfélags.

  Prófessorstitlarnir í þessum háskólum eru einning merkilegir enda virðast sumir varla hafa doktorsgráðu PhD gráðu og varla hafa gefið út stafkrók á öðru en íslensku og alla vega ekki í neinu þekktum og viðurkenndum rannsóknartímaritum. Það eru veigamiklar undantekningar á þessu svo því er haldið til haga. Raungreinadeild Háskólans, með jarðfræði og jarðeðlisfræðiskor auk læknadeildar eru þær deildir Háskóla Íslands sem birta væntanlega mest af alvöru vísindagreinum með háan „impact factor“ raunar er Háskóli Íslands ekki meðal 500 bestu háskóla Evrópu.

 • Gunnr,
  Alveg rétt, enda voru embættismenn hlutfallslega betur menntaðir hér fyrir um 100 árum þegar menn sóttu menntun til Hafnarháskóla sem er einn af bestu háskólum í Evrópu. Aðeins með því að hvetja fólk til framhaldsmenntunar erlendis er hægt að halda uppi einhverjum standard, þetta á sérstaklega við um prófessora sem alla vega fyrr á árum voru með Phd frá viðurkenndum erlendum háskólum.

 • Þessi umræða um að það séu alltof margir háskólar á Íslandi er á misskilningi byggð. Orðið háskóli hefur einfaldlega verið gengisfellt. Það sem ruglar svo umræðuna enn frekar er að Íslendingar nota sama orð fyrir ‘universitet’ og ‘högskola’.

  Hér eru í mesta lagi 1-2 háskólar (í merkingunni university) – HÎ og HR. Restin eru ‘colleges’ eða ‘högskolar’. Í Svíþjóð er nánast ‘högskola’ í hverju þorpi og svipaða sögu er að segja um ‘colleges’ í usa.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og sjö? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur