Föstudagur 15.04.2011 - 16:08 - 8 ummæli

Metanstöðvar í hvert kjördæmi

Ég hef nú keyrt á metanbíl í hálfan mánuð.  Ég finn engan mun á aksturseiginleikum en þegar ég fór austur fyrir fjall um daginn komst ég 185 km fyrir 1000 kr. (metan „lítrinn“ er  114 kr.)  Þá eru bifreiðagjöldin aðeins um 10,000 kr. á ári og frítt í stæði í Reykjavík fyrstu 90 mínúturnar.  Afsláttur af vörugjöldum á nýjum metanbílum gerir dæmið enn hagstæðara.  Margir nýjir metanbílar eru í raun ódýrari hér en í nágrannalöndunum.

Svo keyra allir nýir metanbílar bæði á bensíni og metani þannig að ekki þarf að hafa áhyggjur af því að finna ekki metanstöð.  Bílinn skiptir sjálfur frá metani yfir á bensín þegar metanið klárast.  Þetta getur varla verið einfaldara.  Eina vandamálið er skortur á metanstöðvum.

Metan er aðeins fáanlegt í Reykjavík og í Hafnarfirði.  Mikilvægt er að setja upp metanstöðvar út um allt land þannig að allir landsmenn geti notið fjárhags- og umhverfislegs ávinnings af því að keyra á metangasi.

Metanstöð í hvert kjördæmi fyrir árslok 2012 er markmið sem allir ættu að geta sameinast um.

Fyrir þá sem vilja kynna sér metan – þennan orkugjafa framtíðarinnar – bendi ég á þessa ágætu vefsíðu HÉR.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (8)

  • Haukur Kristinsson

    Í mínum kaupstað búa ca. 2500 íbúar. Hér eru þrjár bensínstöðvar. Jú, þið lásuð rétt, þrjár. Ég hjóla oft þar framhjá og sé sjaldan bíl sem er að taka bensín. Það væri hið minnsta mál að breyta einni stöðinni í Methan stöð.

  • Rétthugsun

    Olíufélögin eru búin að vera að koma í veg fyrir að metanið sé aðgengilegra. Meiri hagnaður fyrir þau ef fólk heldur áfram að kaupa dýrt eldsneyti sem félögin geta ráðskast með að vild.

  • Anna María Sverrisdóttir

    Sammála. Þar fyrir utan skilst mér að það sé ofureinfalt að framleiða metan hvar sem er og það bara úr ruslinu okkar. Aðalmálið sé flutningurinn og frekjan í N1 sem telji sig eiga einkarétt á þessu. Við þurfum að græja þetta.

  • Dofri Hermannsson

    Takk fyrir að benda á þetta Andri Geir. Það er margt að gerast í þessum málum og t.d. vonast ég til þess að sjá bráðum rísa metanstöðvar í Eyjafirði, í Hvalfjarðarsveit, á Suðurnesjum og á Suðurlandi. Einnig hef ég heyrt um vilja minkabænda í Skagafirði til að framleiða metan. Ég er ásamt fleira áhugasömu fólki að vinna að þessum málum undir merkjum Metanorku ehf sem er dótturfélag Íslenska gámafélagsins. Ég vonast til að geta sagt frá einhverjum tíðindum af þessum vettvangi fljótlega eftir páska.

  • Sæll – þ.s. ég vill gera, er að metanvæða landbúnaðinn okkar, þannig að það verði augljóslega klár þjóðhagslegur sparnaður af hans starfsemi.

    En, þannig tel ég, að unnt geti verið, að verja matvælaverðlag hérlendis, að mestu gegn þeirri vá sem stefnir að heiminum, í formi gríðarlegra hækkana á olíuverðlagi út þennan áratug.

    En, ég reikna með svo miklum hækkunum, að meintur hagnaður af því að leggja landbúnað niður hérlendis að mestu, og flytja þær vörur þess í stað inn – hverfi og gott betur.

    Reyndar er ég að halda því fram, að jafnvel geti þetta orðið svo að matvæli verði ódýrari hérlendis en í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við.

    Kv.

  • Hvar er þeim breytt, hvað kostar það og hvar er gert við þá ef þeir bila? Hvað taka kútarnir stórt pláss?

  • Friðgeir Sveinsson

    Mikið ofsalega væri væri sniðugt að gera Metanið aðgengilegt með einbeittum aðgerðum, til dæmis með því að skilda allar bensínstöðvar til að vera með að minssta kosti eina Metan dælu Binda það í starfsreglur.

    Skortur á aðgengi að metani er helsta hindrun þess að þetta er ekki útbreiddara,,,

    Til langs tíma litið þá er það okkur lífsnauðsinlegt að losa okkur við innfluttning á orkugjöfum eins mikið og hugsast getur… Sú vinna verður að byrja sem fyrst, besta leiðin er að venja neytendan á annan kost… Betri kost… þá hrinur eftirspurnin eftir öðrum dýrari og verri oprkugjöfum.

    Umræðn á mínu heimili um rafmagnsbíl eða metan er orðin mikil… Skynsami helmingurinn (konan) sér um það 🙂

  • Hvenær verður farið að skattleggja metan? Ekki eigið þið metanmenn að sleppa við að borga til vegakerfisins er það? Hvert verður verðið á metaninu til ykkar þegar þið borgið jafn mikið til samgöngukerfisins (og annars í þjóðfélaginu) og þeir sem greiða skattinn ofan á bensín og olíu?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og sex? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur