Þriðjudagur 03.11.2015 - 07:47 - Lokað fyrir ummæli

10% forsætisráðherra

Flokkur forsætisráðherra Íslands nýtur stuðnings aðeins 10% kjósenda í nýlegum skoðanakönnunum.  90% kjósenda telja aðra flokka færari að stjórna Íslandi í framtíðinni. Það hlýtur að vera einsdæmi meðal lýðræðisþjóða að flokkur með svona lítinn stuðning skuli hafa öll völd. Og allt snýst þetta um völd.

Í nýlegu viðtali við erlendan fjölmiðil gefur forsætisráðherra okkur athyglisverða innsýn inn í valdaheim sinn. Þar segir hann um ESB að hann telji “ólíklegt – í raun útilokað – að Íslandi gangi þar inn í náinni framtíð” . Þetta er auðvitað blaut tuska í andlit kjósenda.  Alvöru forsætisráðherra hefði svarað svona spurningu með því að segja að það væri á valdi kjósenda að ákveða hvort og hvenær Íslandi myndi ganga inn í ESB.  En ekki Sigmundur Davíð.

Eitthvað segir mér að klaufalegt dramb og lýðskrumstónn forsætisráðherra eigi stóran þátt í að Framsóknarflokkurinn mælist aðeins með 10% fylgi. Píratar þurfa ekki að hafa mikið fyrir lífinu með svona forsætisráðherra.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur