Laugardagur 07.11.2015 - 14:26 - Lokað fyrir ummæli

Gamalt bankavín á nýjum belgjum

Nú berast þær fréttir til heimila landsins að tveir hópar berjist um yfirráð yfir Arion banka. Einn þeirra nefnist Virðing sem er stjórnað af fólki úr Kaupþingi og hinn kallar sig Artica Finance og samanstendur af stjórnendum af fyrirtækjasviði gamla Landsbankans.

Það verður spennandi að sjá hvor hópurinn nær völdum yfir Arion banka. Það virðist vera í höndum lífeyrissjóðanna að ákveða það? Ætli stjórnir þeirra munu spyrja eigendur sína ráða? Varla. Hver verður aðferðafræði lífeyrissjóðanna í þessu vali? Það væri fróðlegt að vita.

Það sem er sorglegt við þetta allt saman er að enn eina ferðina eru það verðbréfafyrirtæki sem ráða ferð. Hvar er hópurinn sem samanstendur af fólki með yfirgripsmikla reynslu af viðskiptabankaþjónustu – fólk sem setur heimilin og lítil fyrirtæki í fyrirrúm?

Það eru því miður litlar líkur á að íslenskum bönkum verði stjórnað að fólki með alvöru bankareynslu. Þetta verða fyrst og fremst vildarvinir lífeyrissjóðanna og stjórnmálastéttarinnar. Rannsóknarskýrsla Alþingis gæti allt eins hafa verði skrifuð á 18. öld og komin í örugga geymslu á virðulegu safni.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur