Miðvikudagur 25.11.2015 - 12:44 - Lokað fyrir ummæli

Evruhverfi og krónugettó

Losun hafta og betri aðgangur að erlendu lánsfé getur orðið mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustuna. Þar sem tekjur ferðaþjónustunnar eru að mestu leyti í erlendum gjaldeyri er eðlilegt að skuldir hennar séu í sömu mynt. Þetta gefur erlendum aðilum með gott lánstraust og aðgang að lánsfé tækifæri á að ná betri arðsemi úr íslenskri ferðaþjónustu en innlendum aðilum sem verða að reiða sig á dýrt og óskilvirkt íslenskt bankakerfi. Lægri fjármagnskostnaður erlendra aðila rennur beint í vasa þeirra sem hagnaður.

Þessi þróun mun ýta undir tvöfalt bankakerfi. Þörfin fyrir aðila sem geta miðlað erlendu lánsfé mun aukast og með nýrri tækni verður auðveldara að þjónusta hið sívaxandi gjaldeyrishagkerfi landsins. Ein afleiðing af innflæði af ódýru lánsfé er að eignaverð hækkar, sérstaklega húsnæði og land á besta stað. Greiðslugeta þeirra sem eru með evrur í vasanum er svo miklu meiri en þeirra sem slygast með krónuna. Þannig mun samfélagið skiptast í stéttir eftir gjaldmiðli. 101 verður evruhverfi borgarinnar þar sem bílastæðin verða full af nýjum og flottum bílum. Úthverfin verða svo krónugettó.

Þeir sem fá að taka erlend lán þegar höftin verða losuð verða krýndir hin nýja forréttindastétt landsins.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur