Miðvikudagur 16.09.2015 - 12:11 - Lokað fyrir ummæli

Vandamál Reykjavíkur aukast

Ef borgarfulltrúi tæki að sér starf í Tíbet til að vinna með Tíbetbúum í baráttu þeirra gegn kínverskum stjórnvöldum myndi borgarstjórn setja viðskiptabann á kínverskar vörur?

Hvað er það sem gerir baráttu Palestínumanna mikilvægari en baráttu annarra í þessum heimi? Nú þegar Ísrael hefur verið sett á bannlista hjá borginni, hvað þurfa lönd að gera og ekki gera til að lenda á þessum bannlista? Eða er þetta bara listi fyrir Gyðinga? Við þessu fá borgarbúar líklega aldrei önnur svör en hinn klassíska útúrsnúning borgarstjóra um mikilvægi þess að byggja endalausa hjólastíga og þrengja götur borgarinnar.

Vandamál Reykjavíkurborgar númer eitt, tvö og þrjú er hinn mikli taprekstur. Hann verður ekki lagaður með illa úthugsaðri “utanríkisstefnu”. Það væri óskandi að borgarstjórn gæti tekið á eigin vandamálum jafn fljótt og hún er tilbúin að skipta sér að vandamálum annarra.

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur