Föstudagur 11.09.2015 - 09:18 - Lokað fyrir ummæli

Landsbankinn er samfélagsbanki

Landsbankinn er rekinn eins og samfélagsbanki nú þegar. Arðsemi af venjulegum bankarekstri ríkisbankans er um eða undir arðsemiskröfu ríkisskuldabréfa. Þetta þýðir að bankinn er rekinn á “núllinu”. Það sem hefur haldið arðseminni upp síðustu árin eru óreglulegir liðir eins og uppfærsla á lánasöfnum og sala á verðbréfum. Liðir sem fjarar undan því lengra sem líður frá hruni.

Það mun lítið breytast við að tilkynna formlega að bankinn sé samfélagsbanki, nema að það gerir samkeppnisaðilum auðveldar fyrir. Það verða eigendur hinna bankanna sem græða, en ekki almenningur.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur