Sunnudagur 08.04.2012 - 09:36 - Lokað fyrir ummæli

Hrunið – norrænn samanburður

Landsframleiðsla á mann á Norðurlöndunum 2011 og 2004 í USD:

Ár                            2011            2004        breyting

Noregur  –           $96,000        $56,000    +71%
Danmörk  –         $63,000        $45,000    +40%
Svíþjóð  –            $61,000        $40,000    +52%
Finnland  –          $50,000        $36,000    +39%
Ísland  –              $43,000        $45,000       -4%

Þessar tölur frá AGS tala sínu máli, sérstaklega í litlu hagkerfi sem er mjög háð innflutningi á nauðsynjavörum.

Þá má spyrja, ætlar Ísland að ná fyrri landsframleiðslu-stöðu á meðal Norðurlandanna, ef svo, hvernig og á hvað löngum tíma? Getur lítið og strjálbýlt land haldið úti norrænu velferðarkerfi á landsframleiðslu sem nemur 2/3 af meðaltali hinna Norðurlandanna?

 

Ps.  AGS reiknar landsframleiðslu Íslands 2011 á meðalgengi, 118 kr. dollarinn.

Heimildir: IMF, Gross domestic product per capita, current prices (USD) 2004, 2011 (est.), Hagstofa Íslands

Flokkar: Óflokkað

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur