Föstudagur 03.06.2011 - 17:44 - 38 ummæli

Kanadíska leiðin

Það er margt vitlausara en að taka upp kanadíska dalinn.  En slík aðgerð verður ekki gerð einhliða.  Sterkir og traustir gjaldmiðlar eru vandmeðfarnir, eins og sagan kennir okkur.

Það væri ábyrgðarlaust að fara að flytja inn bíla til lands sem enn notaðist við hestvagna án þess að kenna landsmönnum meðferð og notkun ökutækja.  Bílar í höndum óvita eru hættulegir – það sama á við sterka gjaldmiðla.  Það er röng nálgun að kenna bílum eingöngu um umferðarslysin og kalla á hestvagna sem lausn á þeim vanda.  Slíkt þætti hlægilegt, en er ekki umræðan um sterka gjaldmiðla einmitt á þessum nótum hér á landi?  En aftur að Kanada.

Eins og Kanada er Ísland norðurslóðaland og á meiri samleið með Kanada en mörgum suður-Evrópuríkjum.  Að því leyti er Kanadaleiðin betri en evruleiðin, að við losnum við vandamál suður-Evrópu og öll þau flækjustig sem fylgja stórum bandalögum.  Á hinn bóginn fer mest af okkar utanríkisviðskiptum í gegnum ESB og með ESB aðild stöndum við jafnfætis öðrum ríkjum í bandalaginu sem við gerum ekki í gjaldmiðlasamvinnu við Kanada nema við gerum eins og Nýfundnaland og göngum í ríkjabandalag Kanada.  Það er hins vegar ansi stór biti að kyngja fyrir flesta Íslendinga, enda ekki allra smekkur að fá Bretadrottningu sem þjóðhöfðingja!

En sama hvort við tökum upp evru eða Kanadadal – við verðum að læra á nýjan gjaldmiðil alveg eins og við værum að fara úr hestvögnum yfir í bifreiðar.  Allt kallar þetta á mikla erlenda hjálp og þjálfun, annars er hætt á slysum.

Þannig verður krónunni ekki kastað fyrir dal nema að Ísland taki upp viðamikla samvinnu við stjórnvöld í Ottawa á flestum sviðum efnahagsmála.  Slík samvinna myndi hafa góð áhrif á atvinnusköpun enda má búast við auknum erlendum fjárfestingum, sérstaklega frá kanadískum aðilum, þegar gjaldmiðlaóvissunni er eytt.

Fyrir Kanada eru aukin áhrif á Íslandi auðvita jákvæð og í fullu samræmi við norðurslóða strategíu þeirra (varnarsamvinna myndi sennilega fylgja í svona pakka fyrr en seinna).

Þessa leið væri því auðvelt að selja í báðum löndunum, enda má færa fyrir því nokkur rök að Kanadadalur sé „hálf-íslenskur“ enda hefur hann verið gjaldmiðill tugþúsunda Íslendinga – Vestur-Íslendinga.  Þannig ætti dalurinn frá Kanada ekki síður að standast þjóðernisprófið en krónan ættuð frá Danmörku!

Ps.  Það er hefð fyrir því í breska samveldinu að eyjur sem nota gjaldmiðla stærri landa fái að prenta „eigin“ seðla og slá mynt.  Þetta gera t.d. Falklandseyjamenn.  Jón Sigurðsson og Kjarval þyrftu því ekki að hverfa úr peningakössum landsins við upptöku á Kanadadal.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (38)

 • Guðbjörn Guðbjörnsson

  Eigum við ekki að skoða möguleika á þessu ef/þegar við höfum hafnað aðild að ESB, en um 65-70% okkar viðskipta eru við það ríkjasamband.Ég leyfi mér að efast um að við getum selt Kanadamönnum mikið af fiski eða áli, enda eru þeir sjálfum sér nógir um hvoru tveggja.

  Mér finnst þessi umræða svolítið eikennilega í miðjum aðildarviðræðum við ríkjabandalag, sem er með þennan fína gjaldmiðil sem er rétt í þessu að komast í gegnum sína fyrstu stóru krísu.

 • Ég hreinlega skil ekki hvaða hagsmuni Kanadamenn ættu að hafa af þessu gjaldmiðlabandalagi. Ef ég skil þig rétt telurðu þá til í tuskið því að aukin umsvif á Íslandi væru „auðvita jákvæð og í fullu samræmi við norðurslóða strategíu þeirra“

  Hér finnur maður fnykinn af þeirri hugsun að Ísland sé alveg rosalega mikilvægt, nafli alheimsins og með rosalegar auðlindir (önnur birtingarmynd þessarar hugsunar er draumórakennt hjalið um siglingaleiðina um norðurskautið með tilheyrandi umskipunarhöfn, nú eða þá ofsóknarkennt tal um ásælni ESB í auðlindirnar okkar!)

  Ég kaupi þetta ekki. Það hefur ekkert land hagsmuni af því að taka upp tvíhliða efnahagssamstarf við Ísland, allra síst Kanada, sem á nánast engra viðskiptalegra hagsmuna að gæta á Íslandi – meðan við fluttum t.d. út vörur árið 2010 fyrir um 190 milljarða til Hollands og um 70 milljarða til Þýskalands, þá fluttum við út vörur fyrir 2,5 milljarð til Kanada. Vá.

  Það má vel vera að ég hafi rangt fyrir mér og Kanadamenn iði í skinninu. Þá er um að gera að tala við þá. En. I’ll believe it when I see it.

  Ef menn vilja aftur á móti taka upp gjaldmiðil einhliða, þá kemur bandaríski dollarinn einn til greina, ekki síst þar sem um helmingur utanríkisviðskipta Íslands er jú í dollurumm (allt álið er jú verðlagt í USD þótt það sé flutt til ESB landa!)

 • Björn Kristinsson

  Lesandi 03.06 2011 kl. 19:07 #

  „… 190 milljarða til Hollands og um 70 milljarða til Þýskalands“. Smá innslag hér. Af þessum 190 milljörðum voru 143 milljarðar ál en af þeim 70 milljörðum sem voru fluttir til Þýskaland voru 56 milljarðar ál.

  Allir þessir 143+56=199 milljarðar eru í USD en ekki EUR. Þessu ber að hafa í huga. Álið sem flutt er til Hollands er til umskipunar yfir til aðrar heimsálfur t.d. Bandaríkjannar.

  ———————————-

  Fín færsla Andri því lykilatriðið er alltaf að upptaka annarar myntar mun ætíð leiða til þess að krafan um agaða hagstjórn verður meiri annars förum við einfaldlega sömu leið og Grikkir.

 • Þetta þýðir lítið ef að íslendingar ganga í ESB á næstu árum. Það mundi skapa ótrúleg vandamál að fara þessa leið og ganga í síðan í ESB fljótlega þar á eftir.

  Íslendingar eru ennþá að leita að flýtilausnum. Þeir eru því miður ekki til og verða ekki til á næstunni.

 • Andri Geir Arinbjarnarson

  Þessi leið er auðvita aðeins til umhugsunar ef Íslendingar segja nei við ESB sem allt bendir til. Við verðum að hafa fleiri járn í eldinum en eitt. Það er alltaf þess virði að tala við aðrar þjóðir og menn vita aldrei fyrirfram hvernig málin þróast. Þessi Kanadaleið er svolítið langsótt en engu að síður athyglisverð og virði þess að ræða hana.

  Menn mega ekki vera of svartsýnir á Ísland og stöðu þess. Sama hvaða gjaldmiðil við tökum upp á endanum þá skaðar dálítil samkeppni aldrei!

 • Ég ætla að benda á gamalt viðtal:

  Viðtal við Robert Mundell tekið af Jóni Helga Egilssyni – http://www.pressan.is/pressupennar/LesaJonHelgaEgilsson/vidtal-vid-robert-mundell

  JHE: Let’s go back to Iceland. From 2004-2008 the local currency appreciated due to carry trade, fueled by the central bank’s inflation targeting policy. The local currency got too strong, purchasing power increased and it built incentive to borrow in foreign currencies, since debt in foreign currency was lowered measured by the local currency. The banking system collapsed in 2008, and carry traders wanted out, but had to be locked in with capital controls. Debt, measured by the local currency, skyrocketed causing bankruptcies and related problems. So, given this recent history, what is your advice to Iceland and its 300 thousand inhabitants?

  RM: I think that Iceland should fix its currency to one of the two big currency areas, the dollar area or the euro area. I think Iceland has no business having a floating exchange rate, a country that small. Well, you can a have your currency, but that should be rigidly fixed to one of the two big currency areas. Like Hong Kong is fixed to the dollar or African countries are fixed to the euro.

  JHE: So, Iceland should fix its currency since it is too small to have a floating currency?

  RM: Well you have Bill Gates and with his wealth he could buy up money supply of hundred countries like Iceland. You have no possibility of having a free market exchange rate that isn’t going to be dominated by big corporations or hedge funds. No possibility. Then you end up with a tremendous pressure on the central bank, or whoever is managing it, to keep sure of all the politics and corruption that go with these weird movements.

  JHE: So, if I understand you correctly you are saying that countries that have small economies are so fragile that a limited number of companies or even one company can manipulate the exchange rate. Therefore they should give up the hope of having a floating currency?

  RM: It’s like the The Isle of Tonga in the Pacific or one of these currencies. The idea that they have separate currencies … well historically small countries in the past have always fixed themselves usually to some big empire like the French or the British Empire.

  You can keep the currency, but fix it to another area. Then don‘t have any monetary policy. Let that be your monetary policy, like Hong Kong. Population of Hong Kong is 25 times Iceland. Iceland is a very rich country, very lucky country because it got all that wonderful water around it and those geysers and fishing rights all those things inside and outside of Iceland. A great country and you want to keep it, but you want to minimize the risk. The big question when I say you should fix it to one of the two currency areas, is which one? I think if you fix it to the euro area there are some emotional reasons for doing that. But from the standpoint of culture, stand point of language, and the stand point of capital market integration you are in a way closer and better off with the US dollar.

  JHE: What about the fact that we trade more with the euro area?

  RM: It doesn’t matter. It is like Britain is half a dollar country and half a euro country. It is true that there is a problem for Iceland. If the dollar or euro exchange rate would be fixed there wouldn‘t be any problem … there wouldn‘t be any problem at all. But because it is not fixed then whenever there is a big fluctuation then there is a problem for Iceland, the way there is a problem for Britain. But I think you end up getting more out of it. You see in New York, the US has a capital market, but the euro area doesn’t have a capital market. It is in London. It is outside the euro zone. Maybe if Britain joined the euro zone, the argument for joining the euro zone would be higher, much higher.

  But the thing is if you join the euro zone you are making a deeper political commitment than you have to if you joined the dollar area. I was asked this question earlier by your government, about which area Iceland should fix to, and I said that basically I didn’t want to make a recommendation on it because so much of it is a political decision rather than economical. There are some advantages to the dollar area because New York is very well defined and clearly you have got the capital market there, you have got all those things there.

  JHE: Back to the question of labor mobility, how would that affect this choice?

  RM: What would the people of Iceland prefer? Would they prefer to have labor mobility with the US or with Europe?

  JHE: Would you let that decide?

  RM: I was asking you a question. I would like to hear your answer?

  JHE: In some ways Icelandic working culture is more like the US than European. Research has shown that Iceland is closer to the US for example in terms of job participation in certain age groups, working hours pr. week, attitudes towards women participating in the labor market, importance of a job, trust and so forth. But the main pro-euro argument is that approximately 60% of our trade is with Europe and we are a part of the EEA.

  RM: Well, I could also ask you what Icelanders prefer. Do they prefer watching French or German or American movies and television?

  JHE: What? (laugh) Would you let that decide?

  RM: I am not anti-American, I am Canadian … but I think … and I live in Europe as well as here … I have lived for some time in Europe so I am pro-European as I am pro-American.

 • Hans Haraldsson

  Írland, Grikkland, Portúgal… Nýfundnaland.

  Eru það einhver sjálfgefin sannindi að það sé betra að vera jaðarhérað á öðru myntsvæði?

 • Mér fannst þetta gamla viðtal eiga vel við þessa umræðu.

  En þ.s. ég hef áhyggjur af, er annars þessi óskaplegu sveiflur í hagkerfinu, sem ekki eru allar af rótum hagstjórnarmistaka. Við getum fengið stóra sveiflu, vegna samsetningar atvinnulífs, sem er allt önnur en það svæði sem við tengjumst við.

  Þannig, að ef við ætlum að taka upp annan gjaldmiðil eða tengja okkur, þá er sama svarið við öllum þeim hugmyndum.

  Við þurfum að finna aðra leið til að sveiflujafna, en gengisfellingar – því sveiflur hjá okkur eru áfram.

  Ég sé bara eina leið til þess, þ.e. fyrifram ganga frá því í samkomulagi við aðila vinnumarkaðar þ.e. launþega og vinnuveitendur, að tryggja þennan sveigjanleika.

  Ég er að tala um að búa til vísitölu í reynd, getum kallað hana kjara-vísitöluna, en hún sé tengd við stöðu hagkerfisins, þannig að ef ytri tekjustaða hagkerfisins versnar lækki laun sjálfvirkt og ef hún batnar þá hækki þau – þetta þarf sjálfsagt að útfæra ef færum hagfræðingi.

  En, það þarf að ræða af alvöru þau raunverulegu hagstjórnarvandamál sem hér eru, og eru ekki öll endilega okkur að kenna, þó oft séu þau það.

  Við getum ekki gengið inn í gjaldmiðilssamstarf, nema að sveiflujöfnunar-faktor sé til staðar í stað gengisfellingar.

  Kv.

 • Andri Geir Arinbjarnarson

  Því miður erum við ekki eins og Danmörk eða Hong Kong sem eiga eigin (ekki skuldsettan) gjaldeyrisforða til að gera fastgengisleið trúanlega. Ef við ætlum að halda áfram með krónuna verðum við að sætta okkur við sveiflur, höft og gengisfellingar, það er ekkert í sögu okkar síðan við skildum við Dani sem bendir til annars. Þeir sem vilja byggja upp sparnað í alvöru gjaldmiðli verða að flytja úr landi, svo einfalt er það.

  330,000 manna samfélag mun aldrei á 21. öld geta haldið upp alþjóðlega viðurkenndum og frjálsum gjaldmiðli.

  Já það er dýrt og erfitt að vera lítill en svarið er ekki eigin haftagjaldmiðill.

 • Sveiflurnar sem við höfum eru samt raunverulegar, og það þarf að hafa einhverja aðra leið til að glíma við þær, ef annar gjaldmiðill á að hafa nokkurn möguleika að virka fyrir okkur.

  Það væri ekki til bóta, að verða Grikkland eftir áratug.

  Þ.e. raunveruleg hætta, ef við önum inn í slíkt dæmi án fyrirhyggju. Hversu slæmt sem við teljum hluti vera, geta þeir lengi verið verri.

  Lífskjör eru ekki það slæm hér, alls ekki.

  Kv.

 • Andri Geir Arinbjarnarson

  Einar,
  Vandamál Grikkja eru ekki bara evran, heldur óskynsamleg skuldsetning og falsaðir þjóðhagsreikningar. Ísland er ekki Grikkland.

  Það er rétt að lífskjörin eru ekki slæm fyrir flesta einmitt núna, en það getur breyst á næstu 15 árum með krónuna. Við munum dragast aftur úr hinum Norðurlöndunum. Svo má ekki gleyma að krónan er sinn eigin versti óvinur og ýtir undir sveiflur. Með öðrum gjaldmiðli myndu fjárfestingar aukast og atvinnulífið verða fjölbreyttara. Krónan ýtir undir einhæfa atvinnuvegi sem eru sveiflukenndir.

  Áður fyrr var lágt atvinnuleysi mest rómaði kostur krónunnar en glasinn er nú farinn af þeirri hlið krónunnar. Hættan er að næst verði það lífskjörin. Á endanum eigum við krónu sem á enga eiginleika nema sveigjanleika fátæktar og stöðnunar.

 • Af hverju ætti annar gjaldmiðill að leiða til mikillar aukningar fjárfestinga? Rökstuddu? En, Ísland er samt fjarlægt tiltölulega sbr. flutningskostnaður. Hér er fámennt, því einhæfur vinnumarkaður. Hér eru ekki verðmæt jarðefni.

  Ég sé ekki af hverju, krónan ætti að letja til erlendra fjárfestinga, en bendi á að innlendur markaður er of lítill til að vera aðlaðandi, svo við erum að tala um fjárfestingu til útflutnings. Ég sé ekki, hvernig okkar gjaldmiðill, er í reynd að nokkru leiti, að spila rullu fyrir aðila sem ætla að flytja beint út.

  Ég sé ekki alveg þessa óskaplegu aukningu fjárfestinga, sem sumir tala um – en hvergi hef ég séð rökstuðning fyrir því.

  Það helsta sem skaðast af verðbólgu eru þjónustufyrirtæki, sem selja á innanlands markað. Þau skaðast einnig af gengisfalli.

  En ég sé ekki hvernig verðbólga eða gengisföll, skaða í reynd þá sem eru í hreinum útflutningi.

  Svo ég sé ekki alveg, af hverju við ættum að standa okkur svo mikið verr í framtíðinni, miðað við hvernig við höfum verið að standa okkur fram að þessu. Helsti vandinn, sem veldur atvinnuleysingu, er að vegna mikillar aukningar erlendra skulda hefur þurft að vinda ofan af þjónustugreinum all hastarlega, en þær eru ekki tekjumeginn á hagkerfinu.

  Þetta atvinnuleysi, mun vera til staðar, nema við fáum stóra innspýtingu t.d. gæti 2-stk. risaálver dugað til þess, að auka megi neyslu aftur og þannig skapa aftur þau þjónustustörf er hurfu.

  Við þurfum að ræða þessi gjaldmiðilssmál, án slíkra upphrópana. Sannarlega verður óstöðugleiki áfram, en hann hefur ekki verið að skapa okkur óskaplega að jafnaði.

  Kv.

 • Ef þú hefur aðgang að FT vefnum, líttu á nýjustu færslu Martin Wolf, þ.e. hann er að vekja athygli á er mjög áhugaverð staða, en hún er þessi:

  Þetta eru millifærslur innan seðlabankakerfis Evru: Hreyfingar frá 2008.

  Lánveitendur:
  Þýskaland 325,5ma.€
  Lúxembúrg: 68ma.€
  Holland: 40,5ma.€
  Finnland: 19,7ma.€

  Skuldarar:
  Frakkland: 28,3ma.€
  Spánn: 50,9ma.€
  Portúgal: 59,9ma.€
  Grikkland: 87,1ma.€
  Írland: 146,1ma.€

  Ástæðan er sú, að bankakerfi landanna lentu í vandræðum, þá þurfti að halda þeim uppi og það virðist hafa átt sér stað með þeim hætti, að löndin fengu heimild til að taka lán í gegnum seðlabanka sína, til að endurlána áfram til bankanna heima fyrir sem fengu veð í ríkisbréfum þess ríkis á móti – þannig gekk þetta fyrir sig.

  Vandinn er síðan sá, að löndin sem lána bera endanlega ábyrgð á eigin seðlabanka, þannig ef allt fer á versta veg þá lendir höggið á þýskum skattgreiðendum.

  Mér sýnist klárt að þetta sé þ.s. þjóðverjar hafa verið að tala um, þegar þeir tala um “transfer union”.

  Mér sýnist klárt að svokallaðir björgunarpakkar, hafi í reynd verið til að loka á þennan leka, sem skýri hvers vegna Írar voru beittir hörðu til að samþykkja björgun, en þá voru peningar að leka hratt úr þeirra bönkum, og þeir því að auka hratt skuld við ECB sem var að draga það fé einkum út úr Þýska seðlabankanum.

  Stöku sinnum fær maður nýjar upplýsingar, sem opna manni alveg nýja sýn.

  Kv.

 • Sigurgeir Ólafss.

  Andri Geir;

  Þú segir að ef Ísland tæki upp Evru, þá stæðum við jafnfætis öðrum ESB-ríkjum.

  Í hvaða tilliti?

  Alla vegana ekki launalega séð. Líttu á þetta dæmi:

  Áður og ef Ísland tekur upp Evru, þá þarf að styrkja krónuna um 50-60% þ.e. að ná gengi hennar í sama horf og var í ársbyrjun 2008.

  Að öðrum kosti erum við ekkert að græða á Evru-upptöku.

  Verði Krónunni skipt út fyrir Evru á svipuðu skiptigengi og gengi Evru er núna, þ.e. 165 ISK/Eur, verðum við mörg ár að ná svipuðum lífskjörum og í Evru-löndunum. Sennilega munum við aldrei ná þeirra lífskjörum.

  Með svona lélegu skiptigengi munu allar peningalegar stærðir í landinu vera varanlega gengisfelldar.

  Bendi á nokkur dæmi máli mínu til stuðnings:

  Í ársbyrjun 2008 voru heildareignir lífeyrissjóða landsins um 1.700 mia.kr. eða um 19 mia. Evra miðað við þáverandi gengi Evru sem var um 88 kr.

  Í ár (apríl) eru heildareignir lífeyrissjóða landsins um 2.000 mia.kr. sem eru um 12 mia. Evra miðað við gengi Evru í dag sem er um 165 kr.

  Í Evrum talið hafa því lífeyrissjóðir landsmanna rýrnað um 6 mia. Evra og það gildir um framtíðar lífeyrisréttindi okkar í Evrum talið.

  Annað dæmi;

  Í ársbyrjun 2008 voru meðallaun hér á landi um 350.000 kr./mán. eða sem svaraði til 3.900 Evra á þáverandi gengi.

  Í dag samsvara 350.000 kr. mánaðarlaun til 2.121 Evra miðað við gengið 165 á Evrunni.

  Höfum í huga að meðallaun í Þýskalandi eru um 3.600 Evrur á mánuði.

  Ef Ísland tæki upp Evru á lélegu skiptigengi í framtíðinni, segjum 165 kr. þá yrðu Íslendingar næstum helmingi lengur að vinna sér inn fyrir sömu hlutum og meðal-þjóðverjinn vegna þessa launamunar í Evrum talið.

  Er þetta boðlegt?

 • Andri Geir Arinbjarnarson

  Einar,
  Flestir stórir fjárfestar erlendis fjárfesta aðeins í 4-5 gjaldmiðlum og þá aðeins í viðurkenndum gjaldmiðlum. Mjör fáir fjárfesta í haftagjaldmiðlum og þá aðeins gegn mikilli ávöxtunarkröfu. Ávöxtunarkrafan verður alltaf hærri í krónum en viðurkenndum gjaldmiðli og þetta skiptir máli.

  Íslenskir vextir hafa alltaf verið hærri sem erlendir vextir sem var þáttur í hruninu, þetta hefur ekkert breyst eftir hrun. Þeir sem hafa tekjur í erlendum gjaldeyri geta tekið lán á lægri vöxtum en samsvarandi fyrirtæki sem hafa tekjur í íslenskur krónum.

  Eina leiðin til að halda vöxtum niðri hér eru gjaldeyrishöft en þau auðvita fæla erlenda fjárfest frá og gera erlenda fjármögnun dýrari. Það er enginn ókeypis hádegisverður hér.

  Málið er að erlendir aðilar nota ekki krónur og því fylgir alltaf gjaldeyrisáhætta fyrir þá að fjárfesta hér og það kallar á hærri vexti. Með upptöku evru t.d. hverfur gjaldyerisáhætta fyrir þá erlenda fjárfesata sem fjárfesta í evrum.

  ÞAð er engin tilviljun að Landsvirkjun gerir upp í dollurun, selur helst í dollurum og tekur lán í dollurum, það er einfaldlega þjóðhagslegara betra en að nota krónu.

 • Sigurgeir Ólafss – þ.e. líklegra en ekki að í reynd verði skiptigengið umtalsvert lægra þ.e. kringum 220 eða 240.

  En, skuldsetning landsins gagnvart erlendum aðilum er ástæðan lífskjarahruns, en við getum ekki greitt nema með því að lækka lífskjör, ekkert fær því breitt nema A)tekjur hækki á móti eða B)skuldirnar sjálfar lækki.

  Krónan getur sjálfbært ekki hækkað nema tekjur hagkerfisins hækki eða skuldir lækki.

  Þ.s. skiptir máli er hvort líkur séu meiri á bætingu lífskjara með ESB aðild eða ekki, eða hvort að aðild sé ekki raunverulegur faktor til eða frá, jafnvel. Sem er þ.s. ég hallast að.

  Kv.

 • Andri – hvað talaði ég um að þeir myndu fjárfesta í gjaldmiðlinum okkar?

  Ég sagði, þeir fjárfesta hér í rekstri til útflutnings. Krónan kemur mjög lítt við sögu, þ.e. fyrir þá. Þeir kaupa aðföng erlendis, sem er nánast öll fjárfestingin er þá í Dollurum eða Evrum eða Pundum.

  Síðan er þetta fyrirtæki að flytja út, og það verleggur sig í Dollar eða Evru.

  Það eina sem krónan kemur við sögu, er þegar þeir borga innlendum undirverktökum og borga laun, en þ.e. einu Pundin eða Dollararnir eða Evrurnar, sem þeir skipta í krónur.

  Svo ég sé ekki alveg hvað þetta tal þitt um fjárfestingar í aðeins 5 gjaldmiðlum komi málinu við.

  Kv.

 • Andri Geir Arinbjarnarson

  Sigurgeir,
  Ég segi að ef við göngum inn í ESB stöndum við jafnfætis öðrum ESB ríkjum, sem við gerum ekki með EES eða gjaldmiðlasamningum.

  Auðvita veltur mikið á því skiptigengi sem við náum við evrópska seðlabankann.

  Vandamálið í dag er að við höfum allt of mikið af krónum fljótandi innanlands og utan. Þegar við dreifum okkar takmörkuðu landsframleiðslu á þessar mörgu krónur fáum við þetta lága gengi.

  Eina ráðið til að hækka gengið er að taka krónur úr umferð eða stórauka landsframleiðslu, en hvernig á að gera það? Þetta er alls ekki svo einfalt mál.

  Eins og ég hef skrifað um áður þá er landsframleiðsla á mann á gjaldeyrisjöfnuðu gengi (PPP) aðeins hærri 2010 á Íslandi ($36,600) en Þýskalandi ($36,000). Hvers vegna eru laun þá ekki þau sömu hér og í Þýskalandi? Ein ályktun er að gengi krónunnar sé enn og hátt? Eða hvað?

 • Andri Geir Arinbjarnarson

  Einar,
  Alveg rétt. Til að þetta gangi upp verða fyrirtæki að gera upp í erlendum gjaldmiðli, eins og Landsvirkjun og fá tekjur í erlendum gjaldmiðli til að taka lán í sama gjaldmiðli. Þeir sem gera upp í krónum verða að borga hærri vexti og erlendir aðilar hafa ekki sama áhuga á þeim enda flækir það þeirra uppgjör að bæta við gjaldmiðli og eykur gjaldmiðlaáhættu.

  Þar með viðhöldum við núverandi kerfi þar sem þeir sem eru í útflutningi og hafa sinar tekjur í gjaldeyri hafa lægri fjármagnskostnað og geta því borgað hærri laun en þeir sem eru fastir í haftakrónunni.

  Íslenskir launamenn sem fá borgað í krónum tapa enda verða þeir að borga fyrir sveigjanleika krónunnar þegar hún er gengisfelld, ekki þeir sem standa í útflutningi sem fá lægri launakostnað með gengisfellingu.

 • Ítreka þ.s. ég sagði áðan, að vegna þess hve smár innri markaður er hér, þá er hann ekki ástæða fjárfestinga. Svo við erum eiginlega einungis að tala um, til þess að skapa nýja útflutningsgrein.

  Þá er þetta þetta þesskonar dæmi fyrst og fremst, þ.e. gera upp í erlendum gjaldmiðlum, verðleggja sig í elrendu, mjög lág prósenta fjárfestingar fer nokkru sinni inn í krónukerfið.

  Þetta er þ.s. ég átti við, að þegar ég sagði að ég sægi ekki þennan mikla mun í fjárfestingum að utan, sem þú varst að tala um.

  En, þó svo við værum inni í öðrum gjaldmiðli, þá samt er innra hagkerfið of lítið til að vera áhugavert. Svo, við erum ekki að tala um þessa miklu aukningu fjárfestinga, sem þú nefndir áðan.

  Við erum að tala um óverulegann mun fjárfestingalega séð, milli krónuumhverfis eða hugsanlegs evruumhverfis.

  Auðvitað ætti allt annað við, ef við værum stærra land með alvöru heimamarkað.

  En það erum við ekki – svo þ.s. ég sagði áðan stendur.

  „Þar með viðhöldum við núverandi kerfi þar sem þeir sem eru í útflutningi og hafa sinar tekjur í gjaldeyri hafa lægri fjármagnskostnað og geta því borgað hærri laun en þeir sem eru fastir í haftakrónunni. “

  Ath, þ.e. ekki okkur í óhag, því þú verður að fara að muna, að við erum míkróhagkerfi, og vegna agnarsmæðar okkar innra hagkerfis er það nánast ekki faktor, svo ástandið er svo að ástand sem hvetur aðila til að fjárfesta fyrst og fremst í útflutningsgreinum, því þar fæst meiri arðsemi, í reynd er okkar besta leið til betri lífskjara.

  „Íslenskir launamenn sem fá borgað í krónum tapa enda verða þeir að borga fyrir sveigjanleika krónunnar þegar hún er gengisfelld, ekki þeir sem standa í útflutningi sem fá lægri launakostnað með gengisfellingu.“

  Enn einu sinni, míkróhagkerfi, verður að muna það. Grundvöllur lífskjara hér verður alltaf útflutningur, smæðin annars vegar og fjarlægð frá öðrum löndum þíðir þetta, og þetta verður þannig áfram burtséð frá því hvaða gjaldmiðil við komum til með að hafa.

  Hlutverk gjaldmiðilsins er fyrst og fremst, að stilla af viðskiptajöfnuðinn. Króna til innanlandsnota, er einmitt mjög skilvirkt tæki til þess. Þ.e. aukning útflutningstekna gerir hærri laun möguleg, en ef þær lækka þá fellur hún og viðskiptajöfnuður þannig stilltur af.

  Þetta er helsti kostur krónunnar, að stilla af viðskiptajöfnuðinn, svo halli valdi ekki greiðsluþroti síðar meir. Ef við köstum krónunni, verður að vera unnt að láta laun hækka vs. lækka alveg jafn sjálfvirkt.

  Ég sé ekki þetta sem slæmann díl fyrir launamenn, því þeir geta ekki annað en tapað á því til lengdar, ef við missum stjórn á viðskiptajöfnuðinum.

  Kv.

 • Andri Geir Arinbjarnarson

  Einar,
  Við verðum seint sammála hér en ef við lítum í kringum okkur eru það ansi fá örríki sem halda úti sjálfstæðum gjalmiðli. Möguleikar örríkja eru:

  1. Nota gjaldmiðil stærri hagkerfa
  2. Fasttengja gjaldmiðil sinn við stærri gjaldmiðla
  3. Halda úti „sjálfstæðum gjaldmiðli“ með höftum
  4. Halda úti alþjóðlega viðurkenndum gjaldmiðli

  Langflest örríki velja 1. eða 2. Ég veit ekki um neitt örríki sem hefur tekist að halda í leið 4.

  Ef íslenska haftaleiðin er svona góð af hverju er hún ekki vinsælli. Af hverju nota Danmörk og Hong Kong leið 2. en ekki leið 3. eða 4.?

 • Andri Geir Arinbjarnarson – þegar við ræðum um smárríki, þarf auðvitað að skoða aðstæður hvers fyrir sig, en sem dæmi þá hentar Lúxembúrg Evra mjög vel sem lifir á bankaviðskiptum, fyrir t.d. Kýpur getur verið að hún henti einnig vel land sem lifir megni til á ferðamönnum frá Evrópu. Sama um Möltu, sem einnig treystir nær alveg á ferðamenn frá Evrópu.

  **Við erum mjög sérstök – nei í alvöru, en ég veit ekki um neitt einasta dvergríki í heiminum, sem hefur neitt nærri því þ.s. við höfum.

  **Þ.e. auðuga granna, ath. beggja vegna, sem veita næga markaði og borga vel.

  **Mjög auðug fiskimið.

  **Næga vatns- og hitaorku til að búa til frekari útflutning.

  **Ferðamennska er bara 3-ja akkerið.

  Með svo mikinn útflutning höfum við valkosti, sem dvergríki almennt ekki hafa.

  Kv.

 • Hjalti Atlason

  Með því að hætta með krónuna þá er um leið verið að gefa upp á bátinn að hafa gjaldmiðil sem eltir okkar hagsveiflur.

  Það versta sem við gætum tekið upp í staðinn væri væntanlega önnur örmynt annarsstaðar á hnettinum sem sveiflaðist mikið og nær örugglega ekki í tak við okkur.

  Nú ætla ég ekki að mógða Canadadollaran með því að kalla hann örmynt en þeir eru engu að síður aðeins 10% af Bandaríkjunum í fólksfjölda og c.a. 6% af evrópusambandinu.

  Canadamenn eru nettó útflytjendur af eldsneyti þannig að hagvöxtur eykst hjá þeim með hækkun eldsneytis en lækkar hjá okkur.

  Það gæti því verið nokkuð afgerandi neikvæð fylgni á milli hagkerfana, þannig að þegar við þyrftum á veikingu á halda væri Canada dollari á uppleið og öfugt. Sterkt gengi og atvinnuleysi eru hræðilegir ferðafélagar þannig að ég segi nei við Canada.

 • Með auknum útflutningi búum við til frekari tækifæri til innflutnings og þannig neyslu.

  Þannig stækkar hagkerfið þ.e. aukning A leiðir til aukningar B.

  Þetta er þ.s. við eigum við þegar við tölum um að landið sé eins og heimilisbókhalds-dæmi.

  Kv.

 • Kemur Irving Oil þá loksins hingað og býr til samkeppni á eldsneytismarkaði?

 • það væru mistök að skoða ekki kosti þess að taka upp CAD.

  Auðvitað þarf að taka upp nýja mynt og afnema höftin sem fyrst.

 • Sigurgeir Ólafss.

  Andri Geir;

  Þú svara spurningu minni ekki beint.

  Einnig má ráða af svörum þínum, að þú ert ekki menntaður hagfræðingur. Hagfræði- og fjármálaþekking þín, með fullri virðingu fyrir þér, virðist af svörum þínum að dæma vera afar takmörkuð.

  Skoðanir þínar virðast aftur á móti vera vegna ofurtrúar þinnar á Evrunni, og að hún sé það besta fyrir Ísland, en ekki vegna undirliggjandi mats á aðstæðum byggðar á hagfræðilegum úttektum.

  Við erum t.d. ekki með mikið af krónum „utanlands“ eins og þú segir, og hið lága gengi stafar ekki af of miklum krónum innanlands, heldur vegna framleiðslu- og fjárfestingarslaka hér á Íslandi.

  Miklar erlendar fjárfestignar, sem og mikill útflutningur héðan, skapar gjaldeyristekjur, sem, ef yrði, velt út í hagkerfið hér á landi, myndi leiða til hækkunnar á krónunni.
  Ekkert af þessu er að gerast hér á landi, m.a. vegna þess að núvrandi ríkisstjórn hefur enga stefnu í atvinnumálum.

  Svo segir þú; „Eina ráðið til að hækka gengið er að taka krónur úr umferð eða stórauka landsframleiðslu, en hvernig á að gera það?“

  Það að taka krónur úr umferð, hmmm, hvað áttu við með því? Er þetta útpælt hjá þér?
  Og mun það hækka gengi krónunnar? Hvernig?

  Hið síðara meikar sens hjá þér. Við þurfum að stórauka framleiðslu, lesist útflutningsframleiðslu hér á landi. Slíkt skapar tekjur, sem eykur landsframleiðslu, sem síðan styrkir gengi krónunnar.
  En þetta er ekki sú leið sem núverandi ríkisstjórn vill fara. Þvert á móti. Eina stefna ríkisstjórnarinnar, amk. Samfylkingarinnar, er að ganga í ESB.

  Þetta er svona svipað eins og að skjóta fyrst og spyrja svo.

  Þessi stefna ríkisstjórnarinnar, eða öllu heldur stefnuleysi, hefur leitt til mjög hraðrar lífskjararýrnunar hér á landi sem reyndar sér ekki fyrri endann á.

  Það sem versta er, að við aðild að ESB og upptöku Evru, mun Ísland verða C-þjóð, (verðum í sama flokki og Búlgaría, Rúmenía og Eystrasaltslöndin);

  – þar sem laun eru lág,
  – verðleg ódýrt (fyrir útlendinga)
  – þar sem lífskjör eru með þeim lökustu í Evrópu

  Allt vegna þess að ekki hefur verið ráðist í uppbygging atvinnuvega á Íslandi, og vegna þess að skiptigengi krónu upp í Evru verður afar óhagstætt af þeim sökum, eða um 200-220 ISK/Euro.
  M.ö.o, almenningur á Íslandi myndi ekkert græða á ESB-aðild og upptöku Evru.

 • Sigurgeir Ólafss.

  Andri Geir, þú skrifar;
  „Eins og ég hef skrifað um áður þá er landsframleiðsla á mann á gjaldeyrisjöfnuðu gengi (PPP) aðeins hærri 2010 á Íslandi ($36,600) en Þýskalandi ($36,000). Hvers vegna eru laun þá ekki þau sömu hér og í Þýskalandi? Ein ályktun er að gengi krónunnar sé enn og hátt? Eða hvað?“

  Tölur um laun sem ég setti fram eru miðað við árið 2009. Árið 2010 eru meðalmánaðarlaun í Þýskalandi sögð vera um 4.000 Eur f. skatt.

  Meðallaun á mánuði á Íslandi voru 381.000 árið 2010, eða sem svara til 2.300 Eur á mánuði miðað við gengið 165 ISK/EUR

  Ástæður þess að laun eru mun lægri hér á landi þrátt fyrir svipaða GDP hjá Þýsklandi og Íslandi, er vegna samsetningar hagkerfisins. Að auki spilar hér inni gengishrap krónunnar sem gerir samanburðinn fyrir okkur óhagstæðan.

  Það versta við þetta er að við upptöku Evru hér á landi er að þessi munur mun verða varanlegur okkur í óhag.

 • Andri Geir Arinbjarnarson

  Sigurgeir,
  Ég er sammála þér að skortur á atvinnuppbyggingu er mesta vandamálið. Það er vandamál að það eru of margar krónur í hagkerfinu sem setja negatífan þrýsing á krónuna og gera höftin nauðsynleg. Ég er ekki að segja að við eigum að fara leið Lilju Mósesdóttur og skipta eignum á mismunandi gengi en þetta er engu að síður vandamál. Það er erfitt að laða að erlent fjármagn inn í kerfi þar sem genginu er haldið upp með höftum og óvissa ríkir um hvert raunverulegt markaðsgegni er.

  Það er alveg rétt að ég er ekki að nálgast þetta út frá hagfræðiteoríu enda eru það sjaldnast hagfræðingar sem taka ákvarðanir um fjárfestingu og byggja upp atvinnutækifæri.

  Í öllum mínum samtölum við erlenda fjárfesta hvort sem það er í Skandínavíu, Bretlandi eða Bandaríkjunum eru þeir allir sammála um að gjaldmiðlaóóvissa er slæm. Að öðru jöfnu leitar fjármagið þangað sem óvissan er minni. Viðurkenndur gjaldmiðill, stöðugt og samkeppnishæft skattakerfi og þekkt lagaumhverfi er það sem flestir fjárfestar setja á oddinn. Það er meiri eftirspurn eftir fjármagni en framboð í heiminum þannig að fjárfestar hafa val. Stærð og einangrun landsins eru stærðir sem við getum ekki breytt svo auðveldlega en við getum haft áhrif á gjaldmiðilinn.

  Þetta snýst ekki aðeins um hagfræðileg atriði, þetta snýst líka um að fólk hafi trú og traust á að það geti myndað sparnað til að mennta börnin sín og átt áhyggjulaust ævikvöld. Brennt barn forðast eldinn og það er mikil hætta á að frumkvöðlar og sérfræðingar leiti til landa þar sem fólk getur byggt upp og ávaxtað sinn sparnað í breiðu og dreifðu alþjóðlegu eignasafni.

  Þessar umræður sína vel þær mismunandi áherslur sem ríkja á milli hagfræðinga og fjármálamanna. Báðir hópar hafa mikið til málanna að leggja en krónan er því miður ekki til þess falin að laða að erlent fjármagn til þess er hún of löskuð og lítil. Við þurfum að taka upp nýjan gjaldmiðil á samkeppnishæfu skiptigengi. Það er engin innistæða í hagkerfinu sem réttlætir 50% hækkun á gengi krónunnar, henni er haldið uppi með einhverjum mestu höftum í heiminum.

  Þeir sem vilja fá sterkt gengi flytja einfaldlega til Noregs.

 • Adda Sigurjónsdóttir

  Það er eitthvað að vefjast fyrir mér þessar miklu áhyggjur af skiptigenginu. Ég hefði haldið að þjóðhagslega væri betra fyrir okkur að skipta meðan gengi íslensku krónunnar er lágt.
  1.Við það verða skuldir í íslenskum krónum lágar en flest heimili munu verða með slíkar skuldir við skiptin.
  2.Laun verða lág fyrst í stað og laða að aukna atvinnu en ættu svo að jafnast eftir framboði og eftirspurn sem mun aukast þegar aukin samkeppni um vinnuafl kemur óhjákvæmilega til vegna þrýstings á atvinnulífið. þeir munu verða að hækka laun ellegar missa fólkið annað á gjaldmiðilssvæðinu.
  3. Fjármagnseigendur munu flýta sér að fjárfesta í föstum eignum meðan þær eru á lágu verði í stað þess að halda þeim í bönkunum.
  4. Ódýrt verður að fjárfestta í eignum sem verða lágt verðlagðar en munu fljótt leita í jafnvægi og skapa þannig góða fjárfestingu.
  5. Þegar jafnvægi væri náð hefðu eignirnar hækkað, skuldir í íslenskum krónum lækkað hlutfallslega miðað við eignirnar.

 • Andri Geir Arinbjarnarson

  Adda,
  Þetta er alveg rétt hjá þér, of hátt skiptigengi kallar á atvinnuleysi og stöðnun. 160 kr evran er líklega á réttu róli.

 • Adda Sigurjónsdóttir

  Ennfremur virðast hagsveiflur okkar frekar fylgja Kanada en ESB. Tala ekki um ef við finnum eldsneyti á landgrunninum og förum að geta framleitt eitthvað magn af lífrænu eldsneyti og þannig minnkað innflutning.

 • Sigurgeir Ólafss.

  Semsagt, það er mælt með lágu skiptigengi, því fjárfestar munu græða mest á því, eða svo skil ég framsetningu þína, Andri Geir.
  Þetta er svona dæmigerður hugsanaháttur meðal fjármálafólks.

  Af þessu leiðir og laun í Evrum talið verða mjög lág á Íslandi við ESB-aðild og upptöku Evru.

  Glæsilegt fyrir almenning á Íslandi, eða hvað?

  Niðurstaðan er því sú að Íslendingar verða að sætta sig við helmingi lægri laun en gengur og gerist á Evru-svæðinu við aðild Íslands að ESB. Allt gert til þess að fjárfestar græði sem mest.

  Nei, Andri Geir. Vandamálið er ekki gjaldmiðilinn hér á landi sem veldur skorti á fjárfestingu, heldur óstöðugt pólitískt ásstand eins og nú ríkir í boði vinstri-stjórnarinnar.
  Fjárfestar leita ekki til landa þar sem sífellt er verið að breyta lögum og reglugerðum, jafnvel afturvirkt.
  Hér á landi er líki mjög mikil hætta á þjóðnýtingu vegna vinstristjórnarnnar.

  Almennt fæla vinstristjórnir fjárfesta frá löndum, því fjárfestar treysta ekki vinstristjórnun.

  En hvernig findist þér, Andri Geir, að þú værir með helmingi lægri laun í UDS hjá McKinsey af því að þú værir á launum samkvæmt Íslenskum raunveruleika?

  Segjum að ráðgjafar hjá McKinsey séu með 10.000 USD á mánuði, en ráðgjafar á Íslandi séu með 700.000 ISK á mánuði eins og ráðgjafar eru með á Íslandi.

  700.000 ISK eru um 6.000 USD miðað við gengið 115 ISK/USD.

  Værir þú sáttur við það?

  Svona dæmi yrðum við Íslendingar að sætta okkur við taki Ísland upp Evru verði skiptigengið ca. 165 ISK/EUR, þegar núverandi laun okkar verða umreiknuð í Evrur.

  M.ö.o. á meðan Frakkar og Þjóðverjar fá ca. 4.000 EUR á mánuði, þá yrðu Íslendingar að sætta sig við ca. 2.300 Evrur á mánuði eftir gjaldmiðlaskipti.

  Sanngjarnt?

  Það finnst amk. fólki á ráðgjafar- og fjármálageiranum.

 • Sigurgeir Ólafss.

  Andri Geir, rökstyddu fullyrðingu þína um að „of hátt skiptigengi kallar á atvinnuleysi og stöðnun“.

 • Adda Sigurjónsdóttir

  Sigurgeir þú miskilur umræðuna. þetta er svona núna eins og þú lýsir þ.e. við erum með helmingi lægri laun en ef við værum annarstaðar. Það er ekki gott nema í sambandi við samkeppnishæfni þjóðarinnar. Þegar verið er að tala um skiptigengið þá erum við að hugleiða hvað yrði best fyrir hinn almenna borgara til lengri tíma litið. Þar sem við erum mjög skuldsett þ.e. heimilin og það í íslenskum krónum yrðu skuldirnar fáir dollarar, reyndar launin og eignirnar líka (eins og það er hvort eð er núna) en laun og eignir munu leita fljótt að jafnvægi en skuldirnar hækka ekki í samræmi við laun og eignir.Stóru fyrirtækin og fjármagnseigendur með skuldir í erlendri mynt munu ekki græða sérstaklega á lágu skiptigengi umfram það sem þau gera hvort eð er í dag.Með því að skipta meðan gengið er lágt getum við lágmarkað skuldirnar okkar og okkar gagnaðist þannig geta krónunnar til gengislækkunar fram í framtíðina.

 • Merkilegur málatilbúnaður hjá Sigurgeir Ólfss.
  Ef okkur biðist annar gjaldmiðill sem væri tekinn alvarlega Evra, dollar eða kanadadollar ef það yrði á háu gengi myndi það þegar getað riðið mörgum fyrirtækjum að fullu og í raun myndi gjaldeyrisskapandi útflutningsatvinnuvegur geta hrunið, þanning að hvort sem við fáum annan gjaldmiðil eða svömlum með krónuna þá er það ávísun á fátækt. Framtíðarhorfurnar eru betri á alvöru gjaldmiðli en með haftakrónu og í raun losnum við ekki við höftin með krónuna sem gjalmiðil og það þýðir áframhaldandi stöðnun og samdráttur í hagkerfinu og flótti lífvænlegra fyrirtækja frá landinu og atgerfisflótti fólks.

  Sannleikurinn er að gengi krónunnar var á sínum tíma látið blása upp, og það skapaðist „ofurkrónan“ eða „súperkrónan“ og því fylgdi engin alvöru verðmætasköpun. Það var flutt inn lánsfé og sköpuð þennsla á lánsfé og þetta lánsfé þarf að greiða til baka.
  1/4 fyrirtækja er núna á heljarþröm og yfir 1/2 er ofurskuldug. Gengi krónunnar væri augljóslega ennþá lægri ef markaðskraftar fegju að ráða enda er gengi íslensku krónunar utan við gjaldeyrishöft og múr yfir 260 Íkr vs € en um 160 Íkr á Íslandi.
  Gengi íslensku krónunnar stýrist ekki af óskhyggju eða réttlæti heldur byggir það á alvöru verðmætasköpun. Íslenska hagkerfið er að dragast saman við erum ennþá ekki kominn á botninn. Klárlega er það vandamálið þegar þjóðarkaka dregst saman að hið opinbera (ríki/sveitarfélög) er ofurskuldug og eru enn ekki búin að skera niður útgjöldin í takt við minnkaðar tekjur og eru ennþá að lána sig frá raunveruleikanum. Það eru bara tveir möguleikar að skera niður eða hækka skatta eða fara bil beggja og gera bæði.
  Vandmálið er að veltuskattar eru að dragast saman vegna minnkaðrar neyslu og rauntekjur fólks er að minnka.

  Það er endalaust hægt að prenta út fleirri krónur en það í raun skapar engin verðmæti. Það sem byggir undir gjaldmiðil er tiltrú og traust á efnahgsstefnunni, vaxtastig, en þar stuðla lækkaðir og neikvæðir vextir að því að rýra gengi gjalmiðla. Viðskiptajöfnuður jákvæður/neikvæður osfrv.
  Þjóðarframleiðsla á Íslandi tímaeiningu er lág á Íslandi um 1/2 þess sem hún er í Danmörku og það var því miður engin innistæða fyrir neinum gríðarlegum launaleiðréttingum að óbreyttu. Fiskvinnsla og ferðaþjónusta eru ekki greinar sem þekktar eru fyrir að geta gefið há laun, enda byggist þetta meira eða minna á láglaunavinnu.

 • Adda Sigurjónsdóttir

  Staðreyndin er sú að þessi ríkisstjórn mun aldrei taka til mála að breyta yfir í Kanadískan dollar. Hún vill þvinga þjóðina í ESB og henni mun ekki takast að stækka efnahagsreikninginn vegna stöðnunar og pólitísks rétttrúnaðar og beinlínis kommúnisma.
  Við þurfum kosningar straz.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og fjórum? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur