Miðvikudagur 24.11.2010 - 13:48 - 36 ummæli

„Schadenfreude“

Vandræði annarra er himnasending til þeirra sem eru með allt niðri um sig, og ekkert er betra en þeir sem lenda í meiri vandræðum en maður sjálfur.  Í stað þess að sýna samúð og samstöðu með nágrönnum okkar, Írum, virðast þeir sem stóðu vaktin hér á landi í hruninu byrjaðir að notfæra sér ófarir Íra sem staðfestingu á því að þeir hafi tekið „réttar“ ákvarðanir 2008.  Brátt má búast við að áróðursherferð fari af stað til að sverta Rannsóknarskýrslu Alþingis.  Jafnvel krónu-Forsetinn er farinn að notfæra sér ófarir Íra, á erlendri grund, til að grafa undan sínum eigin utanríkisráðherra.  Þetta er allt staðfesting á því að Ísland hagar sér ekki eins og aðrar nágrannaþjóðir.

Munurinn á Íslandi og Írlandi er að Írar hafa reynt eins og þeir geta, að fylgja öllum reglum og lögum.  Þeir völdu aðra leið en Ísland vegna þess að þeir höfðu val og stjórn á eigin málum og hafa alltaf ræktað góð samskipti við sína nágranna.  Ísland hafið ekki þetta val, hafði ekki stjórn á hlutunum, það voru utanaðkomandi aðilar sem hreinlega blöskraði ástandið hér, og tóku til örþrifaráða og þvinguðu Ísland í „gjaldþrotameðferð“ undir umsjón AGS.

Ef leið Íra er sönnun þess að Ísland hafi „valið rétt“ (aðrir völdu en Íslendingar, en látum það liggja á milli hluta) þá má halda fram með sömu rökum að Gordon Brown hafi verið mesti bjargvættur Íslands, og að hryðjuverkalögin sem felldu Kaupþing hafi, eftir allt, verið blessun!  Má þá ekki búast við að Íbúðarlánasjóður verði næstur í röðinni og þurfa kröfuhafar þar ekki að fara að undirbúa sig undir „hárklippingu“ eins og það heitir á erlendu fjármálamáli? 

Svona andlitslyfting og Þórðargleði er stórhættuleg og getur skaðað orðspor landsins og gert framtíðarfjármögnun mjög erfiða.

En aftur að Írum.  Auðvita eru þeir í gríðarlegum vanda en þeir munu ekki fara íslensku leiðina þar sem kröfuhafar voru afgreiddir með neyðarlögum, seðlabankinn var settur á hausinn ásamt öllum helstu viðskiptabönkum og allar erlendar fjármálabrýr við næstu nágranna voru brenndar í einhverju Icesave æði .  Nei, þetta er ekki rétta leiðin til að ná fram skuldaleiðréttingu.  Írar munu líklega þurfa að fá sínar skuldir leiðréttar en þeir munu gera það með samningum við kröfuhafa og sína nágranna.  Þeir láta ekki taka af sér völdin á jafn auðmýkjandi hátt og Ísland þurfi að upplifa 2008.

Það er lítilmannlegt af Íslendingum að rétta ekki Írum hjálparhönd, þó að hún væri ekki nema táknræn.  Það er ekki upphæðin sem skiptir máli heldur hugarfarið.  Eru menn búnir að gleyma aðstoð Færeyinga til Íslands?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (36)

 • Þú ferð algjörlega með rangt mál Andri.

  Ákvörðun íslendinga um að „klippa“ á skuldir bankanna var alfarið okkar enda voru allir erlendir aðilar algjörlega á móti þessari leið.

  Gjaldeyrislán IMF og Norðurlanda komu eftir að neyðarlögin urðu virk.

 • Held bara að nafni hafi sagt nkvl. það sem er að gerast.

  Sýnist hann hvergi gleðjast yfir óförum Íra.

  En það er kannski það sem þú vilt sjá.

  Ósköp lítilvægt viðtal.

 • Ómar Kristjánsson

  þetta er nefnileg góður pistill og afar umhugsunarverður. Hugsa nú fólk! Lesið 2-3 sinnum amk. og meltið það. Hugsa.

 • Já Írar munu örugglega fá skuldaleiðréttingu síðar. Fyrst taka þeir allar skuldirnar á sig og ræða síðan við EB um að minnka þær, „og það verður sko ekkert kaffiboð heldur alvöru umræður.“

 • Magnús Birgisson

  Ég er ekki alveg sammála þér nema varðandi þetta með „schadenfreude“.

  Hinu skulum við ekki gleyma að írar notuðu íslendinga svo grimmt á árinu 2008, þegar þeir þurftu á réttlætingu á eigin aðgerðum að halda, að íslenskir ráðamenn sáu ástæðu að snúa sér til þeirra og vinsamlegast biðja þá um að kljást við eigin vandamál án þess að nota alltaf tækifærið og níða skóinn af íslendingum í þeirra vandræðum.

  Þannig að það er margt líkt með skyldum ekki satt ?

 • „Schadenfreude“ íra um haustið 2008 var að mestu frá fjármálaráðherra þeirra, Brian Lenihan, komið. Enda ítrekaði hann sífellt í viötölum og kynningum að írar væru nú engir íslendingar.

  Í dag er greyið maðurinn úthrópaður á Írlandi sem sá sem drekkti írska ríkinu með allsherjarábyrgðinni á bankakerfinu fyrir tveimur árum.

 • Leifur Björnsson

  Það sorglegasta sem gerðist í aðdraganda hrunsins var þegar Mervin King bankastjóri Breska Seðlabankans sendi Seðlabanka Íslands bréf í Apríl 2008 þar sem hann bauð fram aðstoð sína við að minnka Íslenska bankakerfið og koma Icesave inn í Breska lögsögu og Davíð Oddsson bankastjóri Íslenska seðlabankans svaraði ekki einu sinni bréfinu.
  Icesave í Hollandi var ekki stofnað fyrr en í Maí 2008 þannig að aðstoð Breta hefði sennilega komið í veg fyrir milliríkjadeilu við Hollendinga.
  Hugsanlega hefði verið hægt að semja við erlenda banka um yfirtöku á starfsemi Íslensku bankanna erlendis með aðstoð Íslenskra og Breskra stjórnvalda og koma þannig í veg fyrir hrun þrátt fyrir að engu að síður hefði orðið harkaleg lending í efnahagsmálun.
  Kalli misskilur hlutina AGS kom hérna inn af því að neyðarlögin voru sett og allt komið í óefni og öllum nágrannaþjóðum blöskraði viljaleysi Íslenskra stjórnvalda til að takast á við vandann í tíma

 • Það að Ísland þáði ekki „hjálparhönd“ IMF og Bretlands er það besta sem komið hefur fyrir landið síðan að öndvegissúlurnar strönduðu í Reykjavík.

  Við hefðum verið teknir í bakaríð eins og írar núna: „Þið takið á ykkur 10.000 milljarða skuldir bankanna og við skulum lána ykkur fyrir því.“

 • Þórhallur Kristjánsson

  Við fórum rétta leið þegar ákveðið var að reyna ekki að bjarga bönkunum.Írar eru að fara ranga leið.

  Paul Krugman bendir réttilega á þetta í nýlegum pistli.

  http://krugman.blogs.nytimes.com/2010/11/24/lands-of-ice-and-ire/

 • Andri Geir Arinbjarnarson

  Kalli,
  Það er alveg rétt að Íslendingar klipptu á lánin, það er íslenska leiðin sem útlendingar hræðast. Írar munu semja um sína lánaniðurfærslu.

  Hautið 2008 höfðu Íslendignar ekkert val, þeir voru þvingaðir að fara þá leið sem farin var enda var hún sú eina sem var raunhæf miðað við þá hörmulegu stöðu sem landið var komið í. Það voru sérfræðingar frá JP Morgan sem þurftu að opna augu valdsmanna hér á landi með handafli.

  Svo er umhugsunarvert að þó Írar séu í meiri suldavanda en Ísland, því þeir neita að fara kennitöluleiðina, er lánstraust Íra í A flokki en Íslendinga í B flokki. Hvernig stendur á því?

 • Andri Geir Arinbjarnarson

  Þórhallur,
  Við fórum enga leið hún var ákveðin fyrir okkur. Það er auðvita hægt að færa sterk rök fyrir því að endurskipulagning lána sé nauðsynleg en ef Írar hefðu farið þá leið hefði hún verið gerð í samvinnu við kröfuhafa ekki með neyðarlögum á elleftu stundu þegar búið var að loka öllum öðrum leiðum af erlendum aðilum.

 • Ómar Kristjánsson

  ,,Það að Ísland þáði ekki „hjálparhönd“ IMF og Bretlands er það besta sem komið hefur fyrir landið síðan að öndvegissúlurnar strönduðu í Reykjavík.“

  ,,It is clear that the balance sheet of your three banks combined has risen to the level where it would be extremely difficult for you effectively to act as a lender of last resort. International financial markets are becoming more aware of this position and increasingly concerned about it. In my judgement, the only solution to this problem is a programme to be implemented speedily to reduce significantly the size of the Icelandic banking system. […] It would not be sensible for me to suggest the precise way in which this might be achieved. But the sale of one or more banks or significant proportions of their assets overseas, to foreign banks must surely be high on your list of possible policy instruments. To design and implement such a programme is not easy. I would very much like to discuss how the international community could offer help to Iceland in respect of design-ing such a solution by raising the matter at the dinner of G10 Central Bank Governors to be held in Basel on 4 May. I have spoken about this with Stefan Ingves, Governor of the Riksbank in Sweden, and we shall both be requesting a discussion at the dinner.“ (Úr bréfi Mervyns King, seðlabankastjóra Bretlands, til Davíðs, RNA skýrsla)

  Það er alveg ótrúlegt að slegið hafi veið á þessa vinsamlegu hjálparhönd. það er bara óskiljanlegt. Átakanlegt.

 • Andri,

  Írar eru bara í ekkert í A flokki nema að nafninu til eins og þú veist, þeim er haldið á floti með neyðarlánum. Skuldatryggingaálagið þeirra er meira en tvöfalt okkar.

 • Það er full ástæða til þess að hafa samúð með Írum. Hver hefur það ekki? En mér er fyrirmunað að skilja hvers vegna almenningur á Írlandi á að leggja allt í sölurnar til þess að halda þessum einkarekstri (bönkunum) gangandi á eigin kostnað. Er ekki eðilegra að eigendurnir sjálfir séu ábyrgir fyrir misheppnaðri lánastefnu írskra banka. Auðvitað eiga prívat eigendur bankanna fyrst og fremst að bera skaðann. Almenningur veit ekkert – og fær ekkert að vita – um starfsemi bankanna m.a. vegna bankaleyndar.

 • stefán benediktsson

  Fín greining hjá Andra og lesið líka grein Ármanns Jakobssonar um banka á Smugunni í gær.

 • Kannske þarf annað hrun til að við lærum eitthvað af því fyrsta.
  Það er athyglisvert að ennþá er sama fólkið í sömu bönkunum að gera sömu hlutina.
  Einnig að ennþá eru sömu stjórnmálamenninrnir að gera sömu hlutina og fyrir hrun.
  Einnig að einungis 10-20% af alþingismönnum eru hæfir til að starfa á alþingi.
  Einnig að embættismannakerfið hefur lítið breyst en það átti stóran hlut í hruninu.
  Einnig að mönnum finnst það sjálfsagt að húnæðislán stökkbreytist upp á meðan að launatekjur stökkbreytast niður.
  Einnig að auðlindir séu seldar útlendingum.
  Einnig að tugir milljarðar séu settir í nýbyggingu á hátæknisjúkrahúsi meðan ekki eru eru til peningar til að reka heilbrigðiskerfið.
  Einnig að skuldir séu afskrifaðar hjá sumum og ekki öðrum.
  Og svo má lengi telja…

 • hvernig ættum við að lána írum, lána þeim af lánum okkar :S

 • Að Írar hafi reynt að fara eftir „fylgja öllum reglum og lögum“… Má vera að þeir hafi reynt.

  Ríkistrygging þeirra á hluta bankakerfins (bara kerfislega mikilvægum bönkum – og ekki erlendum bönkum á Írlandi) var þó ekki samkvæmt bókinni. Enda bæði ríkisstyrkur og mismunun.

  ESB ákvað þó að fallast á þetta, enda hætta á því að hrun á Írlandi breiddist út til annarra landa.

  Írar spunnu af fingrum fram lausnir í neyð, sem þverbrutu grundvallarprinsipp ESB. Maður áfellist þá ekki, enda regluverkið sem unnið er eftir, meingallað (sérstaklega innistæðutryggingakerfið). Því varð eitthvað að gera. Írar verðskulda mikla samúð.

 • Ómar Kristjánsson

  Þetta er rangt. Írar ábyrgðust innstæður þar sem þeim bar. Á sínum tíma var sumt óljóst í yfirlýsingunni og var það lagfært stuttu síðar.

  Innstæðutryggingar eru bara mjög skynsamlegar enda hafa þær verið við líða frá alda öðli má segja í helstu og bara flestum ríkjum þó slíkt hafi verið nýlunda hérna í fásinninu.

  Það sem Irar gerðu hinsvegar líka var að ábyrgjast að hluta til aðrar skuldbindingar banka tímabundið. þetta er búin að vera löng þróun á Írlandi. Fljótlega eftir atburði haustið 2008 kom td í ljós að Anglo Irish bankinn var í ruglinu og hefur verið rannsókn þar o margt enn óljóst. Svo hafa aðrir bankar verið að klikka líka.

  Það sem sumir halda eða óttast er, að Irar hafi jafnvel verið að dylja eitthvað. Svo sem leynt því að staðan sé enn verri en þeir hafi gefið upp. þetta verður bara að koma allt í ljós með tímanum. Ekkert hægt a fullyrða áf eða á á þessum punkti.

  En allan tíman hafa írsk stjórnvöld sagt, og megin samstaða hefur verið um það milli flokka, að það versta sem gæti gerst væri ef bankarnir hryndu algjörlega. Þeir hafa opinberlega alltaf hafnað þeirri leið.

  Þetta snýst heldur ekkert núna eingöngu um bankana þó það gerið það etv. óbeitnt þegar á enda er komið. þ.e. þetta snýst ma. um að þegar bólan sprakk – þá snarminnkuðu tekjur ríkis og velta í þjóðfélaginu með tilheyrandi fjárlagahalla o.þ.a.l. þarf að skera – auka álögur. En auðvitað tengist bólan bönkunum og athöfnum þeirra. Td. hefur komið í ljós að útlán sumra banka allavega voru ekkert eins traust og ætlað var. þannig að sumt á Írlandi er afar kunnuglegt. Afar kunnuglegt.

  En á þessu stigi er einfaldlega allt of snemmt að segja til um hvað er rétt og hvað rangt. þetta mun allt skýrast á næstu misserum og árum.

 • Væri írum ekki mest hjálp í því, að hvetja þá til þess að neita að taka á sig þessar byrðar, en óska eftir því að ESB löndin, sem hyggjast veita þeim lán, noti peningana til þess að kaupa eitthvað af írska bankakerfinu (í stað þess að lána írskum almenningi til þess að ábyrgjast það). Óska eftir samskonar aðstoð og Melvyn King var svo vinsamlegur að stinga uppá við Íslendinga á sínum tíma – og sem við hefðum átt að þiggja (sbr. innlegg Ómars hér að ofan).

 • Írar ábyrgðust suma banka uppí topp, aðra (innistæður) upp að 100 000 evrum og enn aðra banka (erlenda) ekki neitt. Þessu getur þú ekki neitað, Ómar, enda mótmæltu bretar því t.d. hressilega.

  Innistæðutryggingar eru tiltölulega nýtilkomnar, blómstruðu upp úr kreppunni miklu. Hef ekkert á móti innistæðutryggingum, en kerfið verður að vera raunsætt. Það dugir ekki að hafa andvirði 1-2% af innistæðum í hverjum sjóði, eins og reyndin er í nánast öllum löndum Evrópu. Þá getur sjóðurinn ekki staðið undir skuldbindingum sínum. Það er það gallað kerfi.

 • Andri Geir Arinbjarnarson

  Kalli,
  Það eru ekki Írar sem eru í vitlausum lánshæfisflokki heldur Ísland. Miðað við skuldatryggingarálagið og skuldastöðu Íslands ættum við að vera í A flokki en erum á botni B flokks. Hvers vegna? Jú það er m.a. vegna þess að við njótum ekki trausts og höfum ekki trúverðugan gjaldmiðil. Icesave klúðrið, gjaldþrot Seðlabankans, pólitískur óstöðugleiki, gjaldeyrishöft og ómarkviss framtíðarstefna tekur sinn toll.

 • Andri,

  Auðvitað njótum við ekki trausts eftir að hafa látið allt bankakerfið gossa og ekki hjálpa gjaldeyrishöftin til.

  Það mun taka nokkur ár að byggja upp lánstraust á mörkuðum eftir hrunið en það er gjaldið sem við greiddum fyrir að láta þúsundir milljarða af erlendum lánum einkaaðila enda í þrotabúi. Á meðan verðum við að treysta á hagnað af vöruskiptum, m.ö.o lifa ekki um efni fram.

  Horfðu síðan á íra. Þeir voru að taka lán frá IMF og EB sem samsvarar því að við tækjum 650 milljarða að láni. Sumir hagfræðingar eru að tala um heildarskuldatölu vegna bankanna hjá þeim upp á (250mj evra) sem samsvarar 1900 milljörðum fyrir Ísland!

  http://www.irishcentral.com/story/roots/ireland_calling/ireland-is-facing-years-of-painful-debt-110386754.html

  Næstu vikur verða sögulegar fyrir framtíð Evrusvæðisins.

 • Hvernig hljómar þessi lausn Gerald Holtham (ft.com)? Heildræn lausn, sem miðar að því að Evrópskir bankar taki skellinn samtímis.

  http://www.ft.com/cms/s/0/aabc1b06-f627-11df-a313-00144feab49a.html#axzz16Hv5Vqcv

  A „Europe-wide solution is needed. This process would see a new Europe-wide stress test. A European bail-out fund would supply a proportion of the shortfall needed in each bank, in return for equity in the financial institution concerned, diluting equity holders. The remaining shortfall would be met by debt restructuring at the expense of creditors.“

 • Andri það sem verst er að þetta bar ekki nógu og brútal gagnvart útlendingnunum – það átti að klippa á allar erlendar skuldir (einka og opinberar) og gera upptækar allar eignir bankana og láta helvítin sitja uppi með 100% tap í stað þess að geta fengið ±25% til baka. Í þessu fólst feillinn – of lítið „ofbeldi“.

  Eina leið landa út úr þessari kreppu er að láta fjármagnseigendur (fictional money owners) sitja uppi með allt tapið og koma löndunum aftur á lappirnar. Þetta þýðir algjöra endurskipulagningu fjármálakerfisins en það er líka í góðu lagi.

  Þú ert nefilega ekki trúverðugur í þessum áróðursfasa fyrir fyrir fjármálakerfið – því þú ert einn af þeim (og á móti almenningi og venjulegum fyrirtækjum) og vinnur fyrir djöfulinn. Þínir hagsmunir fara saman með andstæðingnum og það sem kannski verst er þú trúir þessu rugli um gæði og kosti fjármálakerfisins – og eignarréttar og helagleika þess.

 • http://www.atimes.com/atimes/Global_Economy/LK20Dj03.html

  „Ireland wasn’t allowed to let its banks fail while protecting depositors; instead, to avoid the spread of financial system risk across Europe, Ireland was forced to save its banks.

  In contrast, Iceland had no such constraints and allowed its banks – whose assets over gross domestic product exceeded even Ireland’s – to go under. In so doing, the Icelandic government effectively forced the losses on Icelandic borrowing to be borne by German and French banks. As banks shed their total debt and separated into „good“ and „bad“ bank entities, normal banking activities resumed in Iceland. While the economy has become smaller and asset values (measured in euros) have plummeted, there is a chance of stronger economic recovery in coming years driven by fishing, tourism and aluminum (the traditional businesses of Iceland).

  The Irish simply didn’t have this option. Being forced to adopt austerity measures while keeping up with the good graces of the French and German banks, they soon realized that all the austerity measures of the government were essentially helping out the bankers on the continent rather than their own countrymen.“

 • Írar verða búnir að jafna sig á kreppunni mun fyrr en íslendingar. Það verða grikkir einnig búnir að gera. Þetta eru skammtímavandræði sem munu vara í hámarki fimm ár.

  Íslendingar geta þakkað fyrir það ef vandræði þeirra verða búinn eftir tuttuguogfimm ár eða lengur.

 • Skelfilegur pistill. Algjörlega skelfilegur.

  Hvernig er hægt að snúa öllum hlutum á hvolf, öfugt, á haus og beint á ská. Og ýta svo á enter.

  3 einkafyrirtæki fóru á hausinn á 3 dögum..! Einkafyrirtæki..!

  Gjaldþrot þeirra kom íslenskum almenningi ekkert við – og hann átti auðvitað ekki að taka við skuldum þeirra.

  Er ekki allt í lagi?

  Það hefur komið í ljós að stefnufesta Geirs Haarde (hinum ákærða) í því að leggja ekki framtíð íslensku þjóðarinnar undir í veðmáli um framtíð bankanna – hefur bjargað þessari þjóð, þ.e. ef sitjandi ríkisstjórn klúðrar því ekki með velþóknun sinni á fjallagrasatínslu og handrukkun Breta og Hollendinga á Icesave.

  „Við borgum ekki skuldir óreiðumanna“ – reyndist sú stefnumótun sem íslenska þjóðin bjargar sér á. Og er nú öfunduð af henni.

  Það voru því Geir og Davíð sem settu kúrsinn réttan – og tryggðu að íslenskur almenningur ætti framtíð í þessu landi.

  Írar eru sokknir í skuldir og sjá ekki út úr þeim – hvorki í bráð né lengd. Geir og Davíð þeirra Íra ákváðu að ábyrgjast allar skuldir bankanna – og Írland er fallið.

  En – ósköp eiga nú margir hér mjög bágt með augljósar staðreyndir þessa dagana.

 • Leifur Björnsson

  Comon :Ef Sjálfstæðissflokkur og Framsóknarflokkur hefðu ekki einkavinavædd bankanna hefði ekki orðið hér neitt bankahrun.
  Fimm aðalsökudólgarnar í Icesave voru flokksbundnir Sjálfstæðissmenn föðurlandsást felst ekki í því að standa vörð um fjárglæframenn úr Framsókn og Sjálfstæðissflokki okkur ber hinsvegar skylda til að láta þá sæta ábyrgð.
  Ef það væru engir Sjálfstæðissmenn á Íslandi væri heldur enginn Icesave deila.
  Þegar búið verður að semja um Icesave ber að senda reikninginn í Valhöll og sjá til þess að hann verði greiddur af flokknum hans er ábyrgðin.

 • Hálfanð verk þá hafið er.

  Hvað hét fjármálaráðherrann sem hóf Icesave viðræður við Hollendinga og setti sína upphafsstafi við 6.5% vexti? Hét hann Steingrímur?

  Bankar eru ekki eins og venjuleg einkafyrirtæki, þau eru lífæðar kapítalísks hagkerfis. Án banka er ekkert hagkerfi eins og við þekkjum það. Þess vegna þurfa bankar opinbert starfsleyfi og starfa undir miklu meiri eftirliti en venjulegar einkasjoppur.

  Í tíð Geir Haarde lokuðust allir erlendir fjámálamarkaðir á Ísland og Seðlabankinn fór í þrot. HVer var forsætisráðherra þegar Ísland var þvingað til að betla hjálp hjá AGS?

  Davíð keyrið Seðlabankann í þrot og Geir betlaði hjálp hjá AGS, skrýtinn „réttur kúrs“, ekki satt?

 • Ég verð að segja að af tveimur frekar aumum svörum þá finnst mér svar Leifs betra.

  Hann reynir ekki að fela sig neitt. Allt sem miður hefur farið á þessu landi er Sjáfstæðismönnum að kenna. Punktur. Þetta er eins og hver önnur trú. Ef Leifur hellir kaffi óvart í klofið á sér – þá segir hann helvítið hann Davíð..!

  Svolítið vitlaust – en heiðarlegt.

  Svar Andra er heldur lakara. Það eru svo margar rangfærslurnar að maður veit varla hvort maður eigi að elta ólar við þær allar – en, ég skal reyna.

  a. Hvorki Sjálfstæðisflokkurinn né nein ríkisstjórn sem hann sat í samþykkti samning um Icesave. Minnisblöð eru ekki samningur. Ef það væri þannig þá væru 23 álver í Helguvík.

  b. Andri minn. Bankar eru ósköp venjuleg fyrirtæki – og hafa farið á hausinn í þúsundavís í sögunni. Það er reyndar lífsnauðsynlegt í frjálsu hagkerfi að þeir bankar sem standa sig illa hætti – en hinir haldi áfram. Bara í Bandaríkjunum á þessu ári hafa yfir 200 bankar orðið gjaldþrota. Öll fyrirtæki er leyfis- og eftirlitsskild – bara mismikið. Tryggingarfélög, spítalar, skólar, bankar, kjötbúðir, flugfélög..

  c. Íslenski seðlabankinn varð auðvitað ekki gjaldþrota en þú mátt svo sem nota það orð – ef þú vilt. En það sem þú vísar til er að íslenski seðlabankinn gerði það sama og allir aðrir seðlabankar í heiminum gerðu í mestu bankakrísu mannkyns frá 1929 – þ.e. reyndu að lána sínum bönkum lausafé þegar þeir þurftu þess – enda var hald manna (skv. endurskoðuðum ársreikningum)að vandi þeirra væri lausafjárvandi en ekki eiginfjárvandi.

  Síðan tapaði Seðlabankinn á því að innlán voru sett framar skuldabréfalánum – sem setti hann aftar í röðina. Það var gert af ríkinu til að vernda stærri hagsmuni þess. Átti Seðlabankinn að sjá það fyrir..?

  Hvað mundi Andri segja ef Seðlabankinn hefði neitað að lána bönkunum og þeir þess vegna fallið um sumarið 2008..? Hvað mundu þá vinstrið segja um Davíð..?

  d. Þú segir að Írarnir beri höfuðið hátt – við að fá hjálp frá ESB og IFM – en segir að Geir hafi farið skríðandi..!!

  Ja – það er ekki sama hver sker sig – frekar en fyrri daginn.

 • Comon,
  Þú þorir ekki að skrifa undir eigin nafni, það segir auðvita allt sem segja þarf.

  Það er virðingarvert hvað þú nennir að svara þessari „skelfilegu“ færslu og „aumu“ athugasemdum mínum, eins og þú segir.

  En rétt skal vera rétt. Árni Matt setti upphafsstafi sína á blað sem lofaði 6.5% vöxtum. Ég sagði aldrei að þetta hefið verið samningur, nei þetta var minnisblað, sem ráðherra varð að draga til baka á frekar niðurlægjandi hátt og sendi út þau skilaboð að lítið væri að marka undirskrift ráðherra á minnisblöð. Þetta er ekki vinnuregla í nágrannalöndum okkar, þar eru menn vanir að geta treyst upphafsstöfum ráðherra.

  Bankar og lyfjafyrirtæki eru ekki eins og venjuleg fyrirtæki. Þau starfa undir meira eftirliti opinberra aðila en venjuleg fyrirtæki. Hagkerfi geta tekið gjaldþrot á hluta af sínu bankakerfi en ekki kerfishruni þar sem 90% af fjármálastofnunum fellur.

  Bankar eru miklu líkari veitum en fyrirtækjum, betra er að líta á þá sem peningaveitu, líkt vatnsveitu.

  Eins og þú veist þá veita seðlabankar nauðavarnarlán í eigin gjaldmiðli en ekki í gjaldeyri. Það var lánaskortur í gjaldeyri sem felldi hér kerfið ekki skortur á íslenskum krónum. Ef seðlabankar þurfa að lána í gjaldeyri fá þeir „swap“ samninga við seblabanka í þeim gjaldeyri sem þeir þurfa, t.d. eins og Norgeur gerði í krísunni. Það sem felldi Seðlabankann var að lána allan gjaldeyrisforðann til óraðsíumanna án swap samninga og ýtarlegu plani um hvort hægt væri að bjarga viðskiptabönkunum?

  Írar bera ekki höfðuð hátt, þeir tala um niðurlægjandi missi á sjálfstæði og fullveldi sínu að þurfa að fara betlandi til AGS.

  Allir sem fara til AGS eru í vanda og fara þangað „betlandi“ peninga.

 • Takk fyrir þetta Andri.

  Af hverju er þér svona illa við nafnleysið..?

  Jæja – Sjálfstæðisflokkurinn samdi ekki um Icesave – gott að það sé á hreinu.

  Og þessi söngur ikkar Icesave greiðenda um að fyrirtæki fái ekki lánsfjármögnun hjá „alþjóðlegum fjármálamarkaði“ (eins og hann sé einn gaur í City) á meðan Icesave sé ógreitt – fór alveg framhjá þessum hollensku (!) bönkum sem voru að endurfjármagna allar skuldir Marels…!

  Skil ekki þessa sýn á banka. Eins og veitur! Bíddu við, mega veitur ekki fara á hausinn..? Auðvitað er þetta tóm vitleysa hjá þér. Bankar eiga að fara á hausinn ef þeir eru illa reknir. Að sjálfsögðu. Það er bara lífsnauðsynlegt fyrir samkeppnishæfni bankastarfseminnar.

  Og auðvitað kemur það almenningi ekkert við ef banki er illa rekinn og fer á hausinn. Bara í ár hafa 200 bankar farið á hausinn í USA…

  Trú þín á að ESB og evra yrðu lausn á öllum okkar vanda – hefur komið í ljós að er tóm vitleysa. ESB er í tómu tjóni og evran á í besta falli 50% líkur á að lifa hremmingarnar af. Grikkir, Írar, Portúgal, Spánn, Ítalía, Belgía… Allt í einni stórri klessu.

  Seðlabankinn lánaði ekki gjaldeyrisvarasjóðinn – því Davíð og Geir (hinn ákærði) voru með það á hreinu að offra ekki Íslandi í veðmáli um bankana. KB banka voru lánaðar 500 milljónir evrur með veði danska iðnlánasjóðnum – sem stóð síðan að fullu fyrir láninu.

  Þess vegna hélt lífið sitt vanagang eftir 6. október 2008 – innflutningur á bensíni, meðulum og öðrum nauðsynjavörum stoppaði aldrei. Aftur, af því að Geir og Davíð voru með það á hreinu að bankar væru eitt – íslenska þjóðina annað.

  Þeir höfðu ekki heyrt af þessari arfavitlausu veitukenningu þinni.. Ef þeir hefðu farið eftir henni – þá væri kalt hér á Fróni þessi dægrin.

 • Andri Geri,

  Ekki þar fyrir að mistök voru gerð í hagstjórn á Íslandi í aðdraganda kreppunar. Bönkum var leyft að verða allt of stórir, genginu haldið allt of sterku – með háum stýrivöxtum og þar með var gríðarlegum viðskiptahalla leyft að þrífast árum saman. Og þá var viðskiptahallinn notaður til að fjármagna allt of stórt ríkisbákn sem ómögulegt er nú að skera niður.

  Getum líklega verið sammála um það.

  Held að íslensk króna sé ekki framtíðar gjaldmiðill fyrir Íslendinga. Hefur rýrnað um 2000% gagnvart danskri krónu frá því að hún var sett á flot. Væri gott að taka upp evru – þó svo afar óljóst sé hvert hún þróast á komandi misserum.

  Getum líklega verið sammála um það.

  Vil þó ekki afsala yfirráðum fiskimiðanna til ESB – það er eitthvað svo ofboðslega drastísk ákvörðun fyrir okkur sem höfum byggt þetta þjóðfélag upp á auðugustu fiskimiðum veraldar.

  Spurning hvort við getum verið sammála um það.

  Samningur um Icesave þarf að vera afar sanngjarn fyrir Íslendinga og taka m.a. mið af því hvernig Bretar hegðuðu sér eins og illa uppaldir töffarar í okkar verstu erfiðleikum – og einnnig að það er afskaplega mikil lagaleg óvissa um skyldur Íslendinga.

  Spurning hvort við getum verið sammála um það.

  En bankar eiga að fara á hausinn ef þeir eru illa reknir. Geir gerði vel í að skilja á milli bankanna og þjóðarinnar og Davíð stóð vaktina vel í Seðlabankanum (þó svo að hann hafi aldrei átt að fara þangað) í því að skilja á milli banka og þjóðar. Þegar rykið sest mun það koma betur í ljós.

  Við verðum líklega aldrei sammála um það..!

 • Auðvita eiga bankar að geta farið á hausinn, en það á ekki að koma eftirlitsaðilum á óvart og það þurfa að vera nægar tryggingar til að dekka hrun stærstu fjármálastofnunnar landsins.

  Í raun má segja að bankar hafi aldrei verið reknir á markaðsgrundvelli á Íslandi. Þeir voru fyrst pólitískar fyrirgreiðslustofnanir og breyttust svo í fyrirgreiðslustofnanir sjálftökumanna.

  Ísland er hreinlega of lítið til að hér geti þrifist almennilegur markaðsbúskapur.

 • Sammála því, að það þurfi að vera „nægar tryggingar til að dekka hrun stærstu fjármálastofnunar Íslands“, eins og þú segir, en hvaða tryggingar?. Ertu þá að tala um innistæðutrygginasjóð? Hvenrig á að tryggja nógu stóran sjóð til þess að ná þessu markmiði? Það er ekki hægt. Það þarf að finna eitthvað annað kerfi, nema gert sé ráð fyrir því alltaf leynt og ljóst, að ríkið og skattgreiðendur borgi brúsann.

  Svo segir þú „Ísland er hreinlega of lítil til að hér geti þrifist almenningur markaðsbúsakpur. “ Heilmikið til í þessu. Getur þú útfært þetta?
  HVers vegna miðum við þá allt okkar regluverk við slíkt fyrirkomulag. Og er þá eðillegt að miða alla okkar utanríkispólítik við það að festa markaðsbúskap í sessi á öllum sviðum, jafnvel þegar við sjáum, að þetta markmið mun ekki nást, nema á einstaka sviðum.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og fjórum? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur