Þriðjudagur 30.11.2010 - 10:43 - 8 ummæli

Um áratugamót

Þá er aðeins einn mánuður eftir af fyrsta áratug nýrrar aldar sem hefur einkennst af öfgafullum sveiflum og agaleysi.  Vonandi verður hann sá versti á öldinni.

Næsti áratugur verður áratugur uppgjörs og stefnumörkunar.  Þá verður þjóðin að svara aðkallandi spurningum um framtíðina og setja kúrsinn á eitthvað haldbærara markmið en ófarir annarra.

Meðal þess sem þarf að taka afstöðu til er:

 1. Hverjir eru framtíðaratvinnuvegir þjóðarinnar?
 2. Hvaða gjaldmiðil ætlum við að nota?
 3. Hvers konar velferðarkerfi höfum við efni á?
 4. Hvernig ætlum við að fjármagna sjoppuna Ísland?
 5. Hvernig viljum við að landinu sé stjórnað og af hverjum?
 6. Hvar ætlum við að skipa okkur í alþjóðasamfélaginu?
 7. Hvaða markmið viljum við setja m.t.t. efnahagslegra gæða og hagvaxtar?

Þegar við höfum markað okkur skýra framtíðarsýn er miklu auðveldara að taka á spurningunni hvort ESB aðild muni verða hjálp eða hindrun?  Það er mun skynsamlegra að líta á ESB aðild og evruna sem tól og tæki sem getur fært okkur að settu markmiði, en ekki öfugt.

Ekkert tæki eða tól á síðustu 100 árum hefur fært Þjóðverjum meiri völd í Evrópu en evran. Þýskaland í dag er meira efnahagslegt veldi og með meiri áhrif um alla Evrópu í krafti evrunnar en þýska marksins.  Hún er auðvita vandmeðfarin eins og dæmin í Grikklandi og Írlandi sýna.  En röksemdafærslan má ekki vera á þann veginn að við séum meiri skussar en Írar og Grikkir og því sé evran engin „töfralausn“ hér.  Við megum ekki afskrifa evruna af því að við viljum halda í skussana!  Við verðum að hafa aðeins meiri trú á okkur en svo.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (8)

 • Kristján Elís

  Vonandi verður þetta áratugurinn þar sem stefnan verður sett á farsæld í réttlátu samfélagi og hagsældin verður uppskeran

 • Hjalti Atlason

  Svör við spurningum

  1) Það þarf aðeins gott umhverfi fyrir fyrirtæki. Hverjir verða framtíðaratvinnuveigir kemur síðan í ljós. Með miðstýrð atvinnusköpun mun alltaf verða lakari en frjáls.

  2) Mann gera allt of mikið úr áhrifum gjaldmiðils. Menn geta farið á hausinn óháð gjaldmiðli. Það er ekki hægt að kenna krónunni um hrun Íslands frekar en það er hægt að kenna evrunni um hrun Írlands. Það er hægt að kenna lélegum ríkisstjórnum og vanhæfum embættismönnum og gráðugum bankamönnum um hrun.

  3) Ef við komum böndum á orkusugurnar bankana. Hættum að ábyrgjast innistæður og komum innistæðum út úr fjárfestingarbönkum þá höfum við efni á velferðarkerfi eins og það gerist best á norðurlöndunum.

  4) Það er kominn tími til að hætta að skulda svona mikið. Það á við um ríkið eins og heimilinn það er gott að eiga fyrir hlutunum í stað þess að taka allt á láni. Þá verðum við minna háð fjármögnun.

  5) Bind vonir við að eitthvað gott komi út úr stjórnagaþingi varðandi hvernig við stjórnum landinu.

  6)7) Of háfleygt fyrir mig.

 • Hér vantar aðalspurninguna – en hún er:

  Hvernig ætlum við að hafa tekna- og eingnaskiptingu þjóðarinnar?

 • Nákvæmlega. En fyrst þarf að skipta um ráðamenn í samfélaginu. Þessum atriðum verður ekki svarað með þeim aðilum sem komu landinu á kaldan klaka.
  Kveðja að norðan.

 • Þetta er allt afskaplega góðar ábendingar.

  Hins vegar er engin ástæða til að telja að slík stefnumörkun muni fara fram.

  Íslenskir stjórnmálamenn ráða ekki við langtímastefnumörkun.

  Þjóðin hefur engan áhuga á slíkri stefnumörkun eins og kosning til stjórnlagaþingsins sýndi.

 • Jóhannes

  Stefnumörkun til lengri framtíðar, í anda þeirra atriða sem þú tiltekur, er óraunhæf. Hún er of flókin fyrir þá stjórnmálamenn sem nú sitja.

 • Hólmsteinn Jónasson

  Hjalti er heitur !

 • Hjalti Atlason

  „En röksemdafærslan má ekki vera á þann veginn að við séum meiri skussar en Írar og Grikkir og því sé evran engin „töfralausn“ hér.“

  Við erum líklega svipað miklir skussar og Írar og Grikkir.
  Vandamálin hjá okkur, Írum og Grikkjum eru heimatilbúin. Gjaldmiðill setur ekki ríki á hausinn heldur léleg efnahagsstjórn.

  Brýnustu úrlausnarefni íslands eru og koma skikki á lífeyrissjóðina og koma á þrískiptingu ríkisvaldsins. Ég lít á greiðslur í lífeyrsisjóðinn sem hálfgerðan mafíuskatt, með núverandi kerfi endar þetta mest í höndunum á vel tengdum siðleysingjum.
  Síðan þarf að koma í veg fyrir að landinu sé stjórnað af tveim mönnum!, formönnum flokkana í stjórn hverju sinni.
  Þetta er raunverulegu vandamálin.

  Evru umræðan er að mínu mati svona hoppý umræða. Þú getur fundið öfluga hagfræðinga eins og Stiglitz sem segja haldið í krónuna og síðan aðra öfluga hagfræðing sem segja farið í evruna. Dæmin sína að ESB lagar ekki spillingu heimafyrir. Einnig að það er hægt að fara á hausinn með báða gjaldmiðla.

  Þjóðverja hagnist á evrunni: Þegar þeir voru með markið þá var þeirra vandmál að það varð of sterkt. Nú hafa þeir suður evrópuþjóðirnar „skussana“ til að halda evrunni niðri. Þannig að frábær mynt fyrir þjóðverja, en ekki endilega fyrir aðra.

  Þetta innlegg er ekki til að mælast til þess að við förum ekki í ESB. Það er bara að benda á að fara í ESB til að redda Íslandi er eins og setja plástur á skítugt sár, það fer að grafa undan honum.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og einum? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur