Mánudagur 22.11.2010 - 17:11 - 10 ummæli

Skussaevra

Nú er farið að tala um að evran verði að klofna í tvennt, miðevra fyrir úrvalsdeild ríkja í mið og norður Evrópu og svo jaðarevra eða skussaevra fyrir ríkin í suðri og vestri.

Skussaevran mun verða hönnuð fyrir ríki sem kenna öllum öðrum en sjálfum sér um sínar efnahagslegu ófarir.  Þetta eru lönd sem ekki hafa aga eða kúltúr til að fylja fyrsta flokks hagstjórn.  Lönd þar sem pólitísk spilling grasserar, klíkuskapur og fyrirgreiðsla ræður ríkjum,  ásamt almennu þekkingarleysi á hagstjórn og fjármálum.  Sem sagt klúbbur sem Ísland smellpassar inn í.

Hér virðist því í uppsiglingu myntkerfi sem íslenska þjóðin ætti að geta sameinast um.  Engin hætta á að þurfa að halda í þýska eða norræna efnahagsstaðla.  Reglulegar gengisfellingar og engin verðtrygging, sem sagt gamla góða kerfið sem margir muna eftir frá 8. áratuginum en nú með alþjóðlegum gæðastimpli!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (10)

 • Björn Kristinsson

  Það þarf að finna lausn á okkar gjaldeyrismálum. Það eru lang flestir sammála um að núverandi peningastjórnun í gegnum IKR og verðtryggingu mun ekki duga lengur.

  Ég hef alltaf verið sammála þér varaðndi þennan þátt gengismála Andri. Ég hef hins vegar alltaf bætt við að upptaka annarrar myntar EUR, USD eða hvaða XXX leysir ekki nema hluta af okkar vanda. Hún er ekki einu sinni trygging fyrir stöðugleika. Upphafsinnleg þitt staðfestir svo innilega þessa skoðun.

  Þess vegna er vandi okkar svo mikill því hann liggur svo nærri okkur, er hluti af samfélagsmeini okkar. Ég vil samt ekki gagnrýna of mikið því við erum ung þjóð og eigum margt ólært. Það góða er að við nýtum þessa stund til að hugsa hlutina upp á nýtt og komum þannig sterkari og beittari til baka.

  Ef við hins vegar neitumst að horfast í augu við þennan beiska kaleik þá skiptir litlu hvaða mynt er við lýði hér.

 • Fyndið að þú talir um Þýskaland sem fyrirmynd í ljósi þess að það er eina land vestur-Evrópu sem orðið hefur gjaldþrota síðastliðin 100 ár.

  Síðan er alltaf erfitt að taka alvarlega skoðanir sem byggja á rasisma.

 • Snæbjörn

  Kalli, hörmungaskeið Weimarlýðveldisins er eitthvað sem Þýskaland dró lærdóm af sem heild. Þess vegna er Þýskaland jafn ábyrgt og það er í dag.

 • Snæbjörn þannig að einungis Þjóðverjar mega gera mistök? Þeir hafa nú gert nógu mörg.

  Hvað með Svíþjóð þar sem allt bankakerfið hrundi fyrir 20 árum? Eða Noreg þar sem það sama gerðist líka eftir klúður hjá eftirlitsstofnunum þeirra? Finnland?

  Það virðist vera all mikið skammtímaminni í gangi hérna.

 • Er þetta ekki að verð svolítið langsóttar og einfeldningslegar skýringar? Einnar breytu jöfnu hagfræði?

 • Er ekki jafn sannfærður um ágæti efnahagsstjórnar á norðulöndunum og þú.
  Það þarf ekki annað en að skoða kúrfurnar sem meðfylgjandi linkur sýnir til að sjá að það er bullandi húsnæðisbóla þar. Upplýsingar um skuldir heimilanna í Danmörku benda líka á veikleika. Ódýra fjármagnið sem helltist yfir heiminn rann líka í norður.

  http://www.ssb.no/bpi_en/fig-2010-10-22-02-en.html

 • Hjalti Atlason

  Það er dálítið kómískt þegar menn kenna krónunni um allt sem aflaga fer.
  Krónan er persónugerð sem einhver sem er alltaf að setja allt á hausinn á Íslandi. Ef við bara gætum fengið stóra bróðir hennar evruna til að kíkja í heimsókn þá muni allt verða gott og blessað.
  Var það krónunni að kenna að hún styrktist gríðalega þegar seðlabanki var að reyna kæla hagkerfið með ofurvöxtum. Það þurfti engann hagfræðing til að sjá að ofurvextir kölluðu á erlend jöklabréf og erlend húsnæðislán sem bæði styrktu krónuna. Það virðist ganga illa hjá hagfræðingum seðlabankans að skilja að það sem virkar í USA fyrir dollar virkar kannski ekki fyrir krónuna.

  Það þarf að fá almennilega peningastefnu sem yrði líklega að skrifuð af fólki sem kann að hugsa út fyrir boxið, peningastefnu sem hentar smáríki og smámynt.
  Sveiflur í okkar hagkerfi eru ekki eins og á evrusvæðinu einnig eru fólksfluttningar vegna atvinnu ekki miklir en þetta er forsendur fyrir því að það sé gáfulegt að ganga í sameiginlegt myntbandalag.

  Vel rekin króna er eltir okkar hagkerfi og heldur atvinnustigi háu. Atvinnustig er það sem skiptir mestu máli. Það er lítið varið í að hafa enga atvinnu en mjög stöðugt verð á osti.

 • Hjalti Atlason

  Björn:
  Athyglisverð kúrfa, þetta er búið að hækka frá síðasta bankahruni Svíþjóðar 1992.

  Meðalbóla er 18 ár samkvæmt
  http://www.moneyweek.com/investments/property/bust-will-follow-boom—but-when.aspx

  Þannig að flugeldasýningin ætti að fara að hefjast. Almenningur getur farið að undirbúa sig fyrir enn eina bankabjörgunina.

 • Fyrirgefðu Andri en á hvaða vettvangi fer þessi umræða um 2 evrur fram.
  Ég hef verið að reyna að gúgla þetta og finn ekki neitt. Mér að vitandi hefur enginn evrópskur þjóðarleiðtogi rætt um þetta opinberlega.

  Siðan vil ég leiðrétta Kalla að það fór ekki allt bankakerfið á hliðina í Svíþjóð á sínum tíma. Ríkið yfirtók „bara“ 2 banka ef ég man rétt Nordbanken og Sparibanken (eða Sparikassen).

 • Pétur, það fóru í raun allir bankarnir(nema einn að mig minnir) í Svíþjóð á hliðina vegna þess að þeir þurftu á innspýtingu frá Seðlabankanum að halda ásamt ábyrgðaryfirlýsingu frá sænska ríkinu.

  En það er rétt að „einungis“ tveir bankar voru þjóðnýttir.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og sjö? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur