Sunnudagur 21.11.2010 - 22:48 - 8 ummæli

Úrvalsdeild Evrópu

Í úrvalsdeild ESB eru Finnland, Svíþjóð, Danmörk, Þýskaland, Holland og Austurríki.  Svo segir í Sunday Times í dag og er fólki ráðlagt að halda sér við þessi lönd þegar kemur að fjárfestingum.  Svo kemur annar og þriðji flokkur og restina rekur Grikkland sem er í ruslaflokki.

Þá er athyglisverð umræða um evruna í sama blaði.  Talið er líklegt að hún liðist í tvenn, sterk evra fyrir mið og norður Evrópu en veik evra fyrir suður og vestur Evrópu.

Eða eins og breskur blaðamaður benti á einu sinni:  öll efnahagslega sterku ESB löndin eru yfirgnæfandi mótmælendatrúar og vantreysta miðstýrðu valdi.

Það er oft hægt að benda á undarleg tengsl á milli efnahagslegrar velgengni og trúarbragða sem margir afgreiða sem tilviljanir.  En eru þetta tilviljanir?   Eitt er víst, Ísland er eins og venjulega, undantekningin sem sannar regluna, eða hvað?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (8)

 • Hans Haraldsson

  Rúmlega 70% Austurríkismanna eru kaþólskir og þjóðverjar skiptast nokkuð jafnt í mótmælendur og kaþólska (skv. CIA World Factbook).

  Það eru því ansi margar undanteningar sem sanna þessa reglu.

 • Er þetta Max Weber genginn aftur?

 • Þórhallur Kristjánsson

  Greinandin í þessu myndbandi útskýrir ágætlega hvað er að gerast í evrópu.

 • Uni Gíslason

  Breska pressan er eins og AMX nema pínulítið yfirborðslegri og líklegri til innihaldslausra sleggjudóma.

 • stefán benediktsson

  Evran er tíu ára og engin mynt jafn mæld og vegin. Ameríkanar hafa alla tíð dragnast með misveik hagkerfi í ríkjasambandinu og hreina ómaga eins og Alaska þar sem nær allir eru á opinberu framfæri og lifir USA þó enn. Fullkomnun er ekki til bara vesen og þannig verður það alltaf.

 • Stefán Snævarr

  Að segja að þessar þjóðir vantreysti miðstýrðu er hrein della. Svíar og Þjóðverjar eru frægir fyrir ýmsilegt annað en andúð á miðstýringu, í öllum þessum er öflugt velferðarkerfi og blandaður markaðsbuskapur, þess utan eru flestir austurríkismenn kaþólskir og stór hluti Þjóðverja líka.
  Mér sýnist hér vera ferðinni þessi venjulega frjálshyggjuóskhyggja, ef landi gengur vel efnahagslega þá er það vegna frjálsra markaðshátta. Blaður Friedmans um markaðsfrelsi Japana á velmektardögum þeirra er gott dæmi um þetta.

 • Stefán Snævarr

  Munurinn á Íslandi og þessum löndum hefur ekkert með míðstýringu gera, á Íslandi höfum við bananalýðveldiskennda miðstýringu, þessi lönd skynsamlega miðstýringu.

 • Svartálfur

  Þetta fer reyndar saman við mína spá um þróun efnahagssvæðis í Evrópu. Að norður evrópa muni þjappa sér saman í blokk þar sem að hugmyndir þeirra um stjórnarfar og þjóðfélag fer meira saman en við önnur lönd í álfunni. Ég held að þetta yrði til góðs

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og fimm? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur