Föstudagur 19.11.2010 - 09:54 - 10 ummæli

Ísland og Írland

Financial Times birtir grein þar sem Írland og Ísland eru borin saman.  Margt er líkt með skyldum þó nágrannar hafi ákveðið að fara mismunandi leiðir.

Það sem er athyglisvert við greinina er hversu illa upplýstur blaðamaðurinn virðist vera um ástandið á Íslandi og þá sérstaklega gjaldmiðilinn.  Flestir útlendingar og margir Íslendingar halda að krónan sé eins og hver annar gjaldmiðill.  Það þýðir, að þegar gjaldmiðillinn er felldur hækka skuldir ekki og þegar seðlabankinn lækkar sína vexti lækka húsnæðisvextir í takt.

Þannig virka hlutirnir hjá þeim sem eru með alvöru sveigjanlegan gjaldmiðil.  En eins og flest heimili vita sem eru í greiðsluvanda gengur dæmið ekki svona upp með íslensku krónunni.  Hún er nefnilega ekki eins og aðrir gjaldmiðlar.

Íslenska verðtryggingin breytir öllu, og gerir krónuna að tvöföldum gjaldmiðli.

Ísland er í raun klassískt dæmi um hagkerfi þar sem tekjur og skuldir eru í mismunandi gjaldmiðlum.

Íslenska leiðin fyrir Íra er að taka upp írska pundið fyrir launafólk en halda skuldum og fjárfestingum eftir í evrum.  Þetta er einmitt leiðin sem Lettland valdi ekki.  Þeir vildu ekki þurrka út húsnæðiseign almennings með því að lækka gengið hjá sér á meðan skuldir almennings yrðu eftir í evrum.

Það er engin furða, að um þessar mundir eru fjárhagserfiðleikar heimilanna stærsta vandamálið á Íslandi á meðan fjárhagserfiðleikar bankanna eru stærsta vandamálið á Írlandi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (10)

 • Þórhallur Kristjánsson

  Ætli fjárhagsvandræði bankanna á Írlandi smiti ekki líka til fjárhagserfiðleika heimilanna. Það er mikil einföldun að setja þetta svona upp. Miðað við gögn sem ég var að skoða þá er fjárlagahalli íra um 32% af landsframleiðslu en hér á Íslandi er hann um 6%.

  Hér er forvitnileg grein um vandamálin sem írar eru að glíma við.

  http://www.irishexaminer.com/ireland/is-irelands-number-up-136365.html

 • Bankavandamálið er almennt í Írlandi, það er risavaxtið og skaðar allt saman. Skuldavandi heimilanna á Íslandi er tengdur einungis hluta þeirra.

 • Það er ofsagt að kreppan á Írlandi skili veikum bönkum og hraustum heimilum.

  Set inn komment úr Guardian í gær til stuðnings því að lýsingin að ofan er dálítið teygð.

  „About 300 people in Ireland continue to live like rock stars, while 4 million of us foot the bill. We have socialism for bankers, the ferocities of the market for everyone else. We are cheated and lied to, and every family is now paying. The poor pay more than most.“

 • Þórhallur Kristjánsson

  “ Á margan hátt er Ísland í betra ásigkomulagi en Írland eða Grikkland en þau lönd gæti bæði orðið föst í kreppu næsta áratuginn. Ísland gæti jafnvel verið í betra ásigkomulagi en Bretland, við vitum ekki enn hvað RBS (Royal Bank of Scotland) eða Lloyds-HBOS muni kosta okkur, né hvenær við getum losað okkur við þá.“

  Þetta segir Matthew Lynn greinarhöfundur um fjármál í breska vikuritinu The Spectator þar sem hann fjallar um stöðu Ísland nú tveimur árum eftir bankahrunið

  http://www.visir.is/island-i-betri-stodu-en-irland-og-grikkland-a-margan-hatt/article/2010472158975

 • Magnús Bjarnason

  Írskir álitsgjafar eru ekki alveg sammála um að Ísland sé að fara betur úr kreppunni en Írland. – Þessi grein hér er athyglisverð í því ljósi.

  http://www.irisheconomy.ie/index.php/2010/09/30/ireland-vs-iceland/

  Mæli með að skoða athugasemdir frá JohnTheOptimist en hann bendir á eftirfarandi:

  „Between 2008 Q4 and 2010 Q2, GDP fell by 4.7% in Ireland, compared with 11.6% in Iceland. Maybe my eyesight is gone at this late hour, but I make Ireland the winner there. Quite a difference. However, this ignores the fact that Ireland’s growth performance has been improving, while Iceland’s hasn’t. The figures for the successive six-month periods since 2008 Q4 for GDP are:

  between 2008 Q4 and 2009 Q2: Ireland -2.9% , Iceland -3.2%
  between 2009 Q2 and 2009 Q4: Ireland -2.8% , Iceland -4.6%
  between 2009 Q4 and 2010 Q2: Ireland +1.0% , Iceland -4.3%

  So:

  between 2008 Q4 and 2009 Q2, Ireland did 0.3% better than Iceland
  between 2009 Q2 and 2009 Q4, Ireland did 1.8% better than Iceland
  between 2009 Q4 and 2010 Q2, Ireland did 5.3% better than Iceland

  Clearly, Ireland is pulling away from the slump, Iceland isn’t. Ireland’s GDP seems set to rise in full year 2010. Iceland’s GDP seems nowhere near rising. So far in 2010, Ireland’s GDP has risen +1.0%, while Iceland’s has fallen -4.3%. As I explained on a different thread, because of net trade, there is a very high probability, although not a certainty, that Ireland will record a hefty increase in GDP in Q3.“

  Þannig að ég held að Andri hafi eins og áður rétt fyrir sér, á Írlandi eru það bankarnir sem eru vanda en hér eru það heimilin. Hvort er svo mikilvægara?

 • Það er eðlilegt að hagvöxtur íra hafi ekki minnkað jafn mikið einfaldlega vegna þess að bönkunum þeirra er haldið lifandi með næringu frá ríkinu.

  Við tókum á okkur skellinn, bankaskuldirnar eru að mestu farnar á með írar verða að tyggja þeirra hrikalegu skuldir næstu áratugina.

 • Mér finnst þetta nú eiginlega dálítið brilljant framsetning hjá Andra Geir. Það mætti bæta við þriðju víddinni og segja að fjármagnseigendur hafi áhyggjur af ástandinu eftir fjörutíu ár en skuldarar hafi áhyggjur af núinu.

 • Leifur Björnsson

  Góður pistill Andri Geir.
  Kannast vel við það sem leiðsögumaður að mjög erfitt er að útskýra verðtrygginguna fyrir útlendingum og það jafnvel þó þeir hafi viðskipta og hagfræðimenntun og gott fjármálalæsi.
  Margir vita heldur ekki um gjaldeyrisshöftin þó það sé reyndar miklu auðveldara að útskýra þau.

 • Andri Geir Arinbjarnarson

  Ég er ekki að segja að heimilin á Írlandi séu ekki mörg í vanda heldur að benda á að þessi tvö lönd hafa farið mismunandi leiðir. Það mun líklega ekki verða okkar kynslóð sem mun geta sagt hvor valdi rétta leið. Aðeins tíminn mun leiða það í ljós.

  Hitt er rétt að benda á að Írar eiga enn púður sem við erum búin að eyða. Þeir geta látið bankana sína rúlla eða endursamið um lánin og látið kröfuhafa taka skellinn eins og Ísland gerði. Þá geta þeir enn farið til AGS og beðið um hjálp. Þá eru þeir aðeins komnir brot af þeirri launalækkunarleið sem Ísland fór. Það skýrir þann mikla mun sem er á ríkishalla í þessum tveimur löndum.

  Írar hafa meiri möguleika á að verja heimilin hjá sér og láta ríkið og bankana taka höggið því þeir hafa aðgang að evrópsa seðlabankanum og ESB. Að hluta eru þeir að koma vandanum yfir á aðrar skattgreiðendur í ESB sem Íslendingar geta ekki.

  Það er auðvita hægt að færa góð rök fyrir því að íslenska leiðin, þó sársaukafull, komi hjólum atvinnulífsins hraðar af stað, en til þess þarf hér alvöru sveigjanlegan gjaldmiðil og atvinnuþenkjandi stjórnmálamenn.

 • Björn Kristinsson

  Sammála þér Andri í síðustu færslu þinni að hvort leið okkar í gegnum IKR eða Íra í gegnum EUR muni reynast betur þegar upp er staðið. Það eru tvær hliðar á þessu máli, báðar með sína kosti og galla. Báðar bera þó með sér að þær gera kröfu til þess að stjórnmálamenn séu yfirburða góðir…

  Að lokum frétt af ruv.is

  Írar ætla til Ástralíu

  Talið er að um 100 þúsund ungir Írar flytji til útlanda á næstu árum vegna kreppunnar. Margir þeirra horfa til Ástralíu.

  Hljómar kunnuglega ekki satt ? Setjið Íslendinga í stað Íra og Noreg í stað Ástralíu.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og sjö? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur