Fimmtudagur 13.02.2014 - 15:03 - Lokað fyrir ummæli

Hvert stefnir Ísland?

Það þarf ekki mikla þekkingu á Íslandi til að sjá að stefna og markmið eru ekki hátt skrifuð hjá “þetta reddast” þjóðinni.

Til að átta sig á hvert Ísland stefnir er gott að líta á hvað þjóðin vill:

– Fullveldi án erlendra afskipta
– Krónu án hafta og verðbólgu
– Aðgang að innri markaði ESB
– Aðgang að erlendu lánsfé á lágum vöxtum

og hvað hún vill ekki:

– ESB aðild
–  Evru
– Lagasetningu frá Brussel
– Beina erlenda fjárfestingu í auðlindum landsins

Þetta er auðvita svolítið eins og að vilja pizzu en borða ekki ost og vera með óþol fyrir hveiti.

Vandinn liggur í krónunni og EES aðildinni.  Þetta eru tvær veikar og valtar stoðir.  Krónan er jú aðeins til heimabrúks enda á hún fáa aðdáendur fyrir utan Ísland og svo er það EES vandamálið.  Það er aðeins tímaspursmál hvenær lög sem koma með tölvupósti frá Brussel og Alþingismenn botna ekkert í fara að valda verulegum vandamálum hjá fullvalda þjóð.

EES og krónan voru tól sem á margan hátt hentuðu Íslandi vel á síðustu öld en eru nú bæði komin á síðasta söludag.  Hvað þjóðin ætlar að taka upp í staðinn, er stóra spurningin?  Við vitum jú öll hvað menn vilja ekki gera, sem aðeins takmarkar lausnarmengið en leysir ekki vandann.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur