Miðvikudagur 12.02.2014 - 09:29 - Lokað fyrir ummæli

Icelandair flétta?

Framtakssjóður selur bréf sín í Icelandair fyrir um tæpa 7 ma kr. og margfaldar fjárfestingu sína.  Eða hvað?

Fullyrt er í Morgunblaðinu að lífeyrissjóðir og sjóðir Landsbankans hafi keypt hlut Framtakssjóðs og að Landsbankinn hafi séð um söluna.  En hver á Framtakssjóðinn.  Jú lífeyrissjóðirnir og Landsbankinn, sem er stærsti einstaki hluthafinn sbr. vefsíðu Framtakssjóðs.

Hér virðist að sömu aðilar séu báðum megin við borðið?  Maður trúir því varla að ríkisbankinn hafi sjálfur séð um söluna og selt innanbúðar?  Ef það er rétt, vekur það upp spurningar á hvaða grundvelli verðmyndun Icelandair bréfanna er byggð?  Svo má spyrja hvernig fjármögnuðu þessir sjóðir ríkisbankans þessi kaup?  Með láni frá bankanum?  Vonandi ekki.

Það er ljóst að bæði Framtakssjóður og Landsbankinn hafa mikinn hag af því að selja bréfin eins hátt og hægt er.  Tímasetningin er athyglisverð enda eru Icelandairbréfin í hæstu hæðum á sama tíma og flugvélaflotinn fer að nálgast síðasta notkunardag og mikill kostnaður er framundan þegar félagið fer úr einni í tvær flugvélategundir.

Ansi er ég hræddur um að einhver muni sitja uppi með Svarta-Pétur fyrr en seinna?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur