Miðvikudagur 26.02.2014 - 07:19 - Lokað fyrir ummæli

Pútin og ÓRG gegn ESB

Ríkisstjórninni berast nú stuðningskveðjur frá fyrirheitna landinu þar sem Forseti vor hamast á ESB.

Það er ekki amalegt fyrir Pútin að fá heimsmann eins og ÓRG í lið með sér.

Stefna og bandalag meginþorra lýðræðisríkja Evrópu hentar ekki vestast og austast í álfunni, um það eru Pútin og ÓRG sammála.

Maður er nú farinn að skilja betur hvers vegna taka verður þetta ESB mál föstum tökum og alls ekki gefa þjóðinni tækifæri á að kjósa sjálf.  Slíkar aðferðir eru víst veikleikamerki í fyrirheitna landinu.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur