Fimmtudagur 27.02.2014 - 16:46 - Lokað fyrir ummæli

Úr ESB ösku í EES eldinn

Það er stundum sagt “be careful what you wish for”.   Þetta mættu bæði ESB aðildarsinnar og andstæðingar íhuga.

Taktískt séð er tillaga VG um að setja málið tímabundið á ís skynsamlegasta lausnin eins og í pottinn er búið.  Það ríkir enn ákveðin óvissa um hvernig Ísland og Evrópa muni þróast í náinni framtíð og þá halda menn öllum möguleikum opnum þar til hlutirnir fara að skýrast.

EES er ekki sjálfstæð eining óháð ESB.  Það er ekki hægt að gagnrýna ESB án þess að skuggi falli á EES.  Það sem aðskilur þessar skammstafanir er aðeins einn bóksatafur og það mættu menn stundum muna.

Svo er alltaf til sá möguleiki að ESB telji að ESS sé ekki nógu lýðræðislegur samstarfsvettfangur og eigi sjálft frumkvæði að segja honum upp og endurskoða allt samstarf ESB og EES ríkjanna.  Þá er Ísland í veikari stöðu að hafa afturkallað umsóknina.

Stefna ríkisstjórnarinnar að afturkalla ESB umsóknina en efla EES samstarfið gengur einfaldlega ekki upp hvorki út frá taktískum né strategískum vinkli.   Það er vert að muna að Svisslendingar höfnuðu EES en afturkölluðu ekki ESB umsóknina.  Hvers vegna?  Nú ætlar Ísland að fara öfuga stefnu sem mun eingöngu senda veik og óskýr skilaboð til alþjóðasamfélagsins sem á erfitt með að sjá á hvaða leið Ísland er?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur