Föstudagur 28.02.2014 - 09:14 - Lokað fyrir ummæli

Hóphugsun ríkisstjórnar

Nýjasta skoðanakönnun Fréttablaðsins þar sem rúmlega 80% vilja þjóðaratkvæðisgreiðslu sýnir að ný gjá hefur myndast á milli þjóðar og þings.

Hvernig gat þetta gerst?  Þetta eru jú sömu mennirnir sem voru svo í takt við þjóðarviljann í Icesave málinu?  Hluti af svarinu má finna í rannsóknarskýrslu Alþingis.  Þar er talað um hættuna af einsleitum hópum sem komast til valda og verða hóphugsun að bráð.  Í litlu pólariseruðu samfélagi eins og á Íslandi er mikil hætta á að ákvarðanataka litist af hóphugsun.  Þeir sem eru við völd safna í kringum sig fámennum hópi sérfræðinga  sem hafa sömu skoðanir og bakgrunn.  Öll vinna verður einföld og létt þar sem allir eru sammála forystunni og ef einhver mótmælir er hann stimplaður óþægilegur og ósamvinnuþýður – “not a team player”.

Svo rótgróið er hóphugsunareðlið í Íslendingum að það mun taka meira en eitt hrun til að snúa því við.  Eini stjórnmálaflokkurinn sem virðist þokkalega meðvitaður um þetta vandamál er VG.  Verst er hins vegar ástandið í Framsókn.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur