Sunnudagur 02.03.2014 - 11:28 - Lokað fyrir ummæli

„Is Iceland still a mess?“

Í vikunni sem er að líða hafa birst myndir af mótmælum fyrir utan Alþingishúsið í heimspressunni, t.d. CNN og FT.  Þar er minnst á að eftir rúmlega 5 ár er Ísland enn að kljást við hrikalegar afleiðingarnar hrunsins og enn er þjóðin að mótmæla fyrir utan þinghúsið.

Þessar fréttir minna menn á erlendis að enn er langt í land að Ísland sé komið á þurrt land.  Málefni Seðlabankans, ESB, kröfuhafa og gjaldeyrishafta eru öll upp í lofti.  Íslendingar virðast eina ferðina enn ekki geta komið sé saman um framtíðarstefnu og sett saman heilstætt plan eins og aðrar þjóðir.

Allt logar í kjánalegu sandkassarifrildi hjá stjórnmálastéttinni sem á ekkert sameiginlegt með þeim faglegu og yfirveguðu vinnubrögðum sem einkenna hin Norðurlöndin.

Eða eins of kunningi minn spurði mig eftir að hafa horft á CNN:  “Is Iceland still a mess?”

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur