Fimmtudagur 20.02.2014 - 10:20 - Lokað fyrir ummæli

Actavis er írskt

Actavis blómstrar á Írlandi.  Þar eru vaxtaskilyrði hagstæð.  Hlutabréfin á alvöru markaði hafa hækkað um tæp 150% á einu ári og starfsmenn eru nálægt 18,000.

Uppgangur hjá Actavis eftir að það yfirgaf Ísland hefur verið ótrúlegur.

Actavis var íslensk hugmynd en fer ekki á flug fyrr en það kemst í erlenda haga?  Hvað veldur og hvaða lærdóm geta menn dregið af þessu?

Það sem er jú kaldhæðnislegt er að þetta íslenska risafyrirtæki skuli þurfa að flytja til ESB lands þar sem allt er í kalda koli, samkvæmt íslenskum stjórnmálamönnum, enda þurfa Írar að druslast áfram með evru.  Ekki bjargaði krónan Actavis, svo mikið er víst.

Þetta Actavis dæmi sýnir vel það bjarg sem Ísland þarf að klífa með krónu og EES samning á bakinu ef hagvöxtur á að koma úr alþjóðageiranum. Yfirgnæfandi líkur eru á að á næstu árum komi hagvöxtur frá auðlinum landsins, einkaneyslu og fjárfestingum í steinsteypu.  Hvort sá vöxtur sé sjálfbær til lengri tíma litið og geti staðið undir norrænum lífskjörum er hins vegar mjög vafasamt, en það verður höfuðverkur næstu kynslóðar.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur